Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1930, Síða 74

Fálkinn - 21.06.1930, Síða 74
74 F A L K I N N Flutningaskipið „Skeljimgur“ Hlutafjelagið SHELL' r a íslandi. Þgska flugvjelin D 14-22 tekur benzin i Regkjavík. H.f. Shell á íslandi er stofnað í janúar 1928. Hefir það með liöndum verslun á olíu, bensíni, smurningsolíu o. fl. Fjelagið hefir reist stóra olíu- stöð við Skerjafjörð. Var hún bygð á árinu 1927 og tekin til notkunar í janúar 1928. f þeirri slöð eru þrir stórir olíugeymar. Tekur hinn stærsti 4 þúsund smá- lestir of olíu, annar 2.500 smál. og hinn þriðji 1. 500 smál. Auk þess geymir sem tekur 100 smál. Þrir minni geymar voru og reistir og tekur hver þeirra 00 smál.. í fyrra var tveim geymum bættvið. Tekur hinn stærri 1.000 smál., en hinn minni 00 smál. Eru þann- ig í stöðinni 9 geymar alls. Frá stöðinni liggur 300 metra löng bryggja út í fjörðinn. Er það sennilega ein aliralengsta bryggja lijer á landi. Á bryggju þessari eru olíutunnur fluttar úr landi og til skips eftir sporbraut. Með bryggjunni liggja líka mikl- ar pípur,sem olíunni er dælt eftir. Fjöruborð Skerjafjarðar er mikið, og varð því af þeim or- sökum að hafa bryggjuna svona langa. En allmikið vantar þó á, að 5000 til 9000 smálesta skip, sem olíu flytja hingað, geti lagst að henni. Verður því að leggja pípum eftir flotholtum út að skipinu, og er oliunni dælt í land á þann hátt. Fjelagið kappkostar að flytja sem mest af lausri olíunni sjóleiðis kring um land. Sparar þetta all- mikið, sökum þess, hve dýrt er að flytja í tunnum. Hefir fjelag- ið látið byggja vahdað olíuskip, sem annast flutninga kring um land. Skipið, „Skeljungur“, getur flutt um 150 smálestir af olíu í einu. Til að hagnýta sem best aðal- stöðina í Reykjavík, hafa verið reist útibú á þessum stöðum: Akranési, 1 geymir, sem tekur 150 smál., ísafirði, tveir geymar, sem taka 100 og 150 smál., Siglu- firði, tveir geymar, sem taka 100 og 200 smák, Akureyri, 2 geymai-, sem taka 200 og 350 smál., Seyð- isfirði, tveir geymar, sem taka 60 smál hvor, Norðfirði tveir geymar, sem taka 60 smál. hvor, Eskifirði, tveir geymar, sem taka 60 smál. hvor, Fáskrúðsfirði, tveir, sem taka 60 smál. livor, Vestmannaeyjum, tveir, sem taka 100 og 150 smál. og í Njarðvík einn geymir, sem tekur 100 smál. Skipið ,Skeljungur‘ hleður hjer við aðalstöðina og fer kringum land með birgðir handa þessum aukastöðvum, þannig, að þar er ætíð nóg til af steinolíu, bensíni og smurningsolíum. Auk þessa eru bensíngeymar meðfram ölluiri aðalakvegum um landið. Er þar afgreitt bensín og smurningsoliur til bila og dráttarvjela. Olíugeymarnir við Skerja- fjörð eru hin vönduðustu smíði. Eru þeir að öllu leyti gerðir af íslenskum smiðum, og þykja eitt liið vandaðasta verk, sem íslensk- ir iðnaðarmenn hafa leyst af hendi. Þótti það, þegar stöðin var reist, bera volt um bjartsýni eig- enda liennar og trú á dugnað og hæfileika hinna íslensku járn- smiða, er þeiin var falið smíðið að öllu leyti. Hafa geymarnir og annað það, er að rekstrinum lýt- ur, reynst hið besta, enda var það alt í upphafi talin fyrsta flokks vinna. Var verkinu á sin- um tíma hraðað hið mesta, unnu allan tímann 50—100 manns. Fram að stöðinni hefir fjelagið lagt vandaðan veg, einn hinn breiðasta og vandaðasta hjer á landi. Á bygging stöðvarinnar var byrjað fyrst í júní 1927 og lokið fyrir áramót. Hefir framkvæmdum fjelags- verið hraðað hið mesta, og hefir það á skömmum tíma unnið mikinn hluta af olíumarkaði lijer á landi. Aðalstöð Shell-fjelag sins við Skerjafjörð.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.