Fálkinn - 21.06.1930, Page 75
F Á L K I N N
75
Hlutafielagið HAMAR.
Þegar floti vjelknúinnaskipaúr
járni og stáli fór að aukast hjer
á landi varð fljótt brýn nauðsyn
á, að hjer kæmi á fót smiðastöð,
er annast gæti stærri og smærri
viðgerðir vjela, katla og skipa og
steypt og smiðað stykki, sem bil-
uðu í vjelunum. Ræður að líkind-
um, að það hafi verið miklum
kostnaði og óþægindum bundið
að þurfa að fara til útlanda til
þess að fá gert við bilanir á skip-
unum.
Það var með þetta fyrir aug-
um, að hlutafjelagið Hamar var
stofnað árið 1918 upp úr vjel-
smiðju Gisla Finnssonar við
Norðurárstig. Stofnendur voru
þessir: N. P. Kirk heitinn verk-
fræðingur, er þá hafði dvalið
hjer nokkur ár, og var yfirverk-
fræðingur hafnargerðarinnar í
Reykjavík fyrir liönd N. C. Mon-
bergs í Kaupmannahöfn, Sveinn
Björnsson þáverandi yfirdóms-
lögmaður í Reykjavík, útgerðar-
mennirnir Ágúst Flygenring, Jes
Zimsen og Hjalti Jónsson og Otto
Malmberg vjelaverkfræðingur.
Er Malmberg sænskur að ætt en
hafði verið starfsmaður hjá N.
C. Monberg nálægt 20 ár. Var
hann ráðinn framkvæmdastjóri
fyrirtækisins og er það enn í dag.
Hlutafje fyrirtækisins var upp-
haflega 105.000 kr. en hefir síð-
ar verið aukið svo að nú er það
259 þúsund kr. Fjelagið keypti
hús og áhöld Gísla Finnssonar og
Járnsteypu Hjalta Jónssonar og
Aug. Flygenring, en jók þeg-
ar í stað við fullkomnum
áhöldum og liefir jafnan síðan
fylgst með öllum nýjungum í
greininni til þess að geta boðið
vandaða og fullkomna vinnu.
Hefir Ilamar jafnan haft ýmsa
útlendinga í smiðjunni, ágæta
fagmenn og vel kunnandi. Enn-
fremur kent fjölda ungra manna
iðnina og margir þeirra orðið
dugandi menn í sinni grein.
Á myndinni, sem er framan
við þessa grein sjást byggingar
Hamars og skal þeim nú lýst
nolckuð. í aðalliúsinu er sjálf
vjelasmiðjan niðri — þar eru
m. a. vjelar allar til rennismíði
og gefur hin myndin nokkra hug-
mynd um, að sumar vjelarnar
þar sjeu ekkert smásmiði þvi að
veifás úr 600 hestafla togara-vjel
liggur þar i rennibekknum. Uppi
í þessu sama húsi er íbúð for-
stjóra, vita gluggar hennar út að
Norðustíg, en i álmunni, sem
liggur út að sjónum eru skrif-
stofurnar. Fyrir vestan aðalhús-
ið tekur við lág bygging, er þar
verslun og vörugeymsla i austur-
enda en í miðju eldsmiðja svo-
nefnd og nær hún langt vestur
eftir liúsinu. En vestast í þvi húsi
byrja steypuskálarnir og taka
þeir líka vestasta húsið, sem sjest
í sömu röð, að ofanverðu við göt-
una. Að neðanverðu við götuna
er vestast „Model-verkstæðið“ og
ketilsmiðja en i eystra húsinu,
sem liggur andspænis aðalhúsinu
er m. a. koparsmiðja. Má marka
af þessu, að starfsemi vjelsmiðju
þessarar er ærið margþætt.
Yfirleitt hefir Hamar öll liugs-
anleg tæki til skipaviðgerða; þar
er plötuverkstæði, járn- og
málmsteypa, þrýstiloftsáhöld, á-
höld rafmagns- og logsuðu o. fl.
Að sjálfsögðu hefir fyrirtækið
líka kafara í þjónustu sinni, til
rannsókna og aðgerða á skipa-
skemdum undir sjávarborði.
Árleg umsetning Hamars var
um 250 þúsund krónur fyrst i
byrjun, en hefir þrefaldast á
þeim tólf árum, sem liðin eru
frá stofnun vjelsmiðjunnar. Eru
það einkum togarar, sem leita
viðgerða lijer og er nú svo komið,
að islenskir togarar og línuveið-
arar geta fengið alla viðggrð hjer
til endurnýjunar í flokki (Klassi-
ficering), nema þegar um botn-
skemdir er að ræða, svo að taka
verði slcipið í þurkví til viðgerð-
ar. Er það mikið mein, að ekki
skuli vera til þurkví eða dráttar-
braut nægilega stór lil þess, að
taka togarana á land. Hefir það
verið framtíðardraumur fjelags-
ins að koma hjer upp dráttar-
braut og skipasmíðastöð, en því
hefir seinkað vegna ýmsra hluta
m. a. vegna þess að fjelagið
mundi þurfa að auka
stórum við hlutafje
sitt. Til byrjunar ætl-
aði fjelagið að leggja
dráttarbraut fyrir alt
að 250 feta löng skip
og leitaði Alþingis
um lán til þessara
framkvæda, en þing-
ið krafðist ábyrgð-
ar bæjarsjóðs jafn-
framt. Hefir þessi
málaleitun ekki náð
afgreiðslu ennþá, en
þess er að vænta að
aðilar málsins frá
bæjarins liálfu greiði
sem best og fljótast
fyrir að þetta nauð-
synjamál komist sem
fyrst í framkvæmd.
Erlendir togarar og
flutningsskip leita
oft til viðgerðar og
eru þau orðin mörg, sem Hamar
liefir gert við.
En þó að vjelsmiðjan væri
einkum stofnuð með það fyrir
augum, að gera við skip, þá er
þetta þó ekki orðið nema þáttur
úr starfsemi hennar. Þeir hundr-
að starfsmenn, sem þarna vinna
eru færir í fleira. Er gaman að
geta nokkurra verka, sem Ham-
ar hefir unnið í öðrum greinum.
Má meðal annars minnast á sam-
setning og uppsetning túrbínu-
röranna í Rafmagnsstöðinni við
Elliðaár og sölu ljóskerastólpa og
masturliringa til ljósaveitunnar,
smíði fjölmargra vitagrinda og
vitalampa, flóðgáttahurðir i á-
veiturnar austanf jalls, smíði gufu-
katla fyrir lýsishræðslur, Álafoss
verksmiðjuna og fleiri fyrirtælci,
t. d. fiskþurkunarhús, allskonar
spil fyrir skip og báta, uppsetning
kolakranans fyrir Iíol og Salt á
hafnaruppfyllingunni i Reykja-
vík, uppsetning óliugeymiranna i
Slcerjafirði og í Yiðey og fleira
því um líkt. Járnsmíðavinnu
ýmsa fyrir höfnina í Reykjavik
og til ýmsra brúargerða hefir
Hamar líka annast, ásamt mörgu
fleiru.
Fyrirtæki eins og Hamar er
stór þáttur i sjálfsbjargarviðleitni
þjóðarinnar og hefir verið til
þjóðþrifa. Því það er ekki aðeins,
að þessi stofnun liafi varnað miklu
fje út úr landinu fyrir viðgerðir
og ýmiskonar smíði, sem annars
hefði orðið að sækja til útlanda,
lieldur liefir hún jafnframt spar-
að mönnum stórfje með því, að
geta afstýrt þeim töfum og kostn-
aði, sem óhjákvæmilega leiða af
þvi, að senda skip til útlanda til
viðgerðar. Og ef að hjer kæmi
drátarbraut, sem tekið gæti á
þurt stærstu íslenska togara,
mundi þetta verða mikil framför
enda þótt sldp geti alla jafna far-
ið til flokkunar til útlanda á þeim
tíma, sem þeim er hentugastur
og siglt með fisk út. En bilanirri-
ar spyrja ekkert að því, hvenær
útgerðarmanninum sje hentug-
ast að senda skip sitt til útlanda,
og eru meira að segja stundum
svo, að skipið mundi ekki kom-
ast þá leið hjálparlaust. Sjest því
hve mikilsvert það er hverri sigl-
ingaþjóð að geta gert við skip
sín sjálf.
Fyrir nokkrum árum keypti
Hamar vjelsmiðju Á. Flygenrings
í Hafnarfirði og hefir útbú þar
síðan. Þessari smiðju veitir for-
stöðu Sigurður Finnbogason
v j elaverkf ræðingur.
Eins og áður er sagt stjórnar
Otto Malmberg enn IJamri og er
þess að vænta, að fyrirtækið
njóti starfskrafta hans enn í
mörg ár. Skrifstofustjóri Ham-
ars er Jón Gunnarsson, sem lief-
ir starfað hjá firmanu frá stofn-
un þess. En stjórn fjelagsins
skipa nú Hjalti Jónsson fram-
kvæmdarstjóri, Th. Krabbe vita-
málastjóri og Gisli Johnsen kon-
súll, en endurskoðendur eru Jes
Zimsen kaupmaður og Geir
Zoega vegamálastjóri.