Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1930, Síða 88

Fálkinn - 21.06.1930, Síða 88
88 F A I. K T N N Gísli J. Johnsen, Vestmannaeyjum. Gísli J. Jolmsen, konsúll. Þegar litið cr á hinar stórstígu framfarir síðustu ára, að því er snertir verslun og framleiðslu innanlands, fer eklci hjá því, að slaldrað verði við eitt stærsta verslunar- og atvinnufyrirtæki í landinu, firmað G. J. Johnsen í Vestmannaeyjum. Engum, sem komið hefir til Eyja, dylst, að þar liafa verið að verki starf- samar hendur og ötull vilji, því að fyrir þrjátíu árum var ekki um auðugan garð að gresja, livað framkvæmdir og framfarir snerti á þeim slóðum.. Árið 1899 stofnaði Gísli J. Jolmsen verslun sína í Vest- mannaeyjum. Byrjaði liann þá þegar með óvenju miklum kjarki og víðsýni og í stórum stíl á verslun og útgerð. 1 Vestmanna- eyjum var þá lítið um verslun. Þar var algert selstöðuverslunar- lag og peningar þektust ekki. Gísli J. Johnscn sýndi fljótt, að hann var rjettur maður á rjett- um stað. Verslunin jókst samfara útgerðinni, og ekki leið á löngu áður en firrnað fór að láta til sín taka um framkvæmdir. Árið 1904 keypti það fyrsta mótorbát, sem til Suðurlands kom, og hefir mótorbátaútgerð síðan orðið einn ríkasti þáttur í íslenskri útgerð og ekki síst í útgerð Vestmann- eyinga. Árið 1908 reisti það stórt frystihús með nýtísku sniði, sem einnig var liið fyrsta í sinni röð lijer á landi. Hefir firmað síðan flutt inn frystivjelar og sjeð um útbúnað fjölda frystihúsa víðs- vegar um landið. Það á einnig stórt frystihús á Siglufirði. Árið 1913 reisti það fyrstu fiskimjölsverksmiðju hjer á landi og hefir rekið þá fram- leiðslu síðan og bætt við annari verksmiðju i Keflavík. Hefir fiskimjölsframleiðsla aukist stór- um lijer á landi síðan, þannig að síðasta ár var jafnvel meiri út- flutningur fiskimjöls en ullar. Loks hefir firmað lengi rekið lýs- isbræðslu og er nú að reisa vand- aða bræðslustöð. Árið 1920 bygði firmað fyrstu olíugeymana hjer á landi, því að þá var auðsjeð orðið, að verslun með olíu, tunnuflutninga-aðferð- in, gat ekki lengur haldið áfram með sama móti og áður. Þótt þetta væri i smáum stíl, liafði það þó sin áhrif. Olíuverð lækkaði og þörfin óx fyrir greiðari og betri oliusölu. Firmað hefir upp á siðkastið aukið útgerð sína allmikið, feng- ið stærri og fullkomnari mótor- báta til fiskveiðanna og gert þá út frá Sandgerði á sumum tím- um árs. Mótorbátar þess eru hin- ir fyrstu, sem útbúnir liafa verið með loftskeytatækjum til að taka á móti veðurskeytum. Loks liefir firmað til að geta veitt starfsfólki sínu atvinnu alt árið úm kring, sett á slofn mikla síldarútgerð á Siglufirði. Verslunin í Vestmannaeyjum hefir lengst af starfað á sama hátt og byrjað var, en aukið og bætt við reksturinn að sama skapi og kaupstaðurinn liefir stækkað og framkvæmdir vaxið. Verslaði liún til að byrja með með allskonar vörur og gerir það enn. Varð hún til að leggja grundvöll að allri peningaversl- un í Eyjum með því að kaupa og selja við staðgreiðslu. Strax eftir að verslunin hafði hafið göngu sína með hinni ötulu for- ystu Gísla J. Jolmsen, tók verð- lag að breytast mjög til batn- aðar frá því sem áður var. Lækkuðu útlendar vörur, en inn- lendar hækkuðu. Ilinar miklu framkvæmdir Gísla ráku síðan hver aðra alt fram á þennan dag. Gísli J. Johnsen er fæddur 10. mars 1881 og var því aðeins 18 ára, þegar hann byrjaði verslun sína, enda varð liann 1901 að fá sjerstakt verslunarleyfi. Árið 1907 var liann skipaður ræðis- maður Breta í Vestmannaeyjum. Gísli hefir verið húsettur hjer í Reykjavík síðan 1919 enda þótt hugurinn liafi lengst af verið í Vestmannaeyjum, þar sem hann liefir unnið hið mikla og ósjer- hlifna starf sitt fyrir viðgangi og framförum bygðarlags síns. Má meðal hinna mörgu áhugamála lians nefna spítalamálið, sem liann barðist mjög ötullega fyr- ir og mun liinn vandaði spílali Eyjanna að mestu kominn úpp fyrir forgöngu lians. Vitann á Stórhöfða hvatti liann mjög til að byggja og framkvæmdi það verk fyrir landstjórnina árið 1906. Þá átti liann frumkvæðið að því, að stofnað var talsíma- fjelag í Eyjunum og varð það til þess að koma á símasambandi við land, en þann síma kostaði fjelagið að öllu leyti í fyrstu, en síðar keypti landsiminn hann. Má fullyrða, að simasamband milli lands og Eyja hefði dregist lengur, ef talsimafjelagið hefði ekki verið stofnað. Við firmað starfa nú Gisli Friðrik sonur lians og Ástþór Matthíasson tengdasonur lians, sem forstjórar. Verslun G. J. Johnsen hefir haft á hendi afgreiðslu skipa i Eyjum um langan tíma. Af- greiðslu Bergenska gufuskipafje- lagsins hefir hún liaft frá byrjun og í 20 ár afgreiðslu D.F.D.S.. Skip tli firmans hleður við bryggju i Vestmannaegjiun. Fiskþurkun á stakkstœðum G. J. Johnsen í Vestmannaegjum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.