Fréttablaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 2
2 26. september 2009 LAUGARDAGUR LÖGREGLUMÁL Tollgæslan fann á miðvikudag á þriðja þúsund steratöflur í heildverslun sem hefur sérhæft sig í sölu á fæðu- bótarefnum. Efnin fundust á einum starfsmanna verslunar- innar. Talið er að þau hafi verið ætluð til sölu. Einnig fannst nokkuð af ólög- legum lyfjum, fæðubótarefnum sem innihalda ólögleg efni, auk nokkur hundruð þúsund króna í peningum. Í kjölfarið var leit- að á heimili starfsmannsins og þar fannst einnig nokkurt magn af sams konar vörum. Málið var unnið í samstarfi við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, heilbrigðis- eftirlitið og Matvælastofnun. - sh Leit í verslun fyrir vöðvabúnt: Yfir 2.000 stera- töflur fundust EFNAHAGSMÁL Ísland dettur niður um sex sæti í árlegri könnun Alþjóða- efnahagsráðsins, World Economic Forum (WEF), á samkeppnishæfni landa. Ísland er í 26. sæti af 133 ríkjum, en var í 20. sæti á síðasta ári. Óstöðugleiki í efnahagslífinu er helsti veikleiki Íslands. Ástæður þess að Ísland hrap- ar niður listann tengjast einkum hruninu, að því er fram kom í erindi Irene Mia, framkvæmdastjóra hjá WEF, á fundi um samkeppnishæfni og endurreisn sem Nýsköpunar- miðstöð Íslands og Háskóli Íslands stóðu fyrir í gær. Þegar einstakir liðir eru skoðað- ir sérstaklega er Ísland í 119. sæti af 133 þegar litið er til stöðugleika í efnahagslífinu, og 85. sæti þegar metið er hversu þróaður fjármála- markaðurinn hér á landi er. Mia sagði ýmsa þætti þó geta hjálpað Íslandi í að byggja upp samkeppnishæfni landsins í kjöl- far kreppunnar. Landið skori hátt þegar heilbrigðiskerfið og mennta- kerfið séu skoðuð, og starfsfólk hér sé almennt vel þjálfað og vel mennt- að. Þrátt fyrir mikið áfall stendur íslenskt atvinnulíf á sterkum stoð- um, sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á fundinum í gær. Þar var kynnt sérstök áætlun ríkis- stjórnarinnar byggð á starfi starfs- hóps sem skoðaði sóknarfæri lands- ins til ársins 2020. Stefnt er að því að Ísland komist hóp tíu samkeppn- ishæfustu landa heims. - bj Ísland fellur niður í 26. sæti af 133 í mælingu WEF á samkeppnishæfni landa: Óstöðugleiki Akkilesarhællinn ÁFALL Íslenskt atvinnulíf stendur á styrkum stoðum þrátt fyrir mikið áfall, sagði Jóhanna Sigurðardóttir á fundi um samkeppnishæfni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ragnar, fékk Fangavaktin þungan dóm á Hrauninu? „Já, mjög þungan en jákvæðan. Það má segja að þetta hafi stytt afplánunina hjá föngunum.“ Ragnar Bragason er leikstjóri Fanga- vaktarinnar. EFNAHAGSMÁL Stjórnvöld verða að taka ráðin af Seðlabankanum og setja ný lög um bankann ef stýri- vextir verða ekki lækkaðir veru- lega á næstu vikum. Þessa skoðun setti Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, fram á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva. Ögmundur Jónas son heilbrigðisráðherra setti fram sömu skoðun í júní. „Ég lít svo á að það sé hlut- verk ríkisstjórnarinnar að sjá til þess að Seðlabankinn taki þátt í þessu samfélagi eins og aðrir,“ sagði Vilhjálmur og vitnaði í takmark stöðugleikasáttmálans um að stýrivextir yrðu lækkað- ir niður í eins stafs tölu fyrir 1. nóvember. Hann sagði að efna- hagslegar forsendur til að halda stýrivöxtum svo háum sem raun ber vitni væru ekki til staðar. Ef fyrirtæki sjá sér hag í því að fjár- festa með lækkun vaxta og ef ráð- ist er í boðaðar framkvæmdir er Vilhjálmur þess fullviss að sam- drætti, sem er spáð, verði snúið til hagvaxtar sem muni nema tveim- ur til fjórum prósentum á næsta ári. „Ef það verður samdráttur á næsta ári þá er hann í boði Seðla- bankans,“ sagði Vilhjálmur. Hann sagði óhætt að segja að ófullkom- ið efnahagslíkan, sem búið væri til í Seðlabankanum, myndi ráða öllu í íslensku samfélagi. Vilhjálmur tók svo djúpt í árinni að segja að ef breyta þyrfti lögum um bankann til að ná þjóðinni út úr kreppunni þá ætti einfaldlega að ganga í það verk. Þessi skoðun hefur verið sett fram áður. Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra útilokaði ekki í viðtali við Fréttablaðið í byrjun júní að lögum um Seðlabankann yrði breytt. Það ætti við ef bank- inn gengi gegn þjóðarhag og efað- ist um að sjálfstæði bankans væri skynsamlegt. „Ef bankinn rís ekki undir því að axla samfélags- lega ábyrgð sína, hvers vegna er hann þá ekki færður aftur undir lýðræðislegt ákvörðunarvald?“ spurði Ögmundur. Hann sagði sjálfstæði Seðlabankans hluta af peningahyggju liðinna áratuga og sá tími væri á enda runninn. Um hvort til stæði að breyta lögum um bankann á kjörtímabil- inu, sagði Ögmundur: „Allt hlýt- ur að vera í stöðugri endurskoð- un, lög um Seðlabankann líka. Ef hann er farinn að ganga gegn þjóðarhag, þá hljótum við að taka hans starfsemi til endurskoðunar. Það er sem betur fer ekki bannað með lögum að breyta lögum.“ svavar@frettabladid.is Ný Seðlabankalög ef vextirnir lækka ekki Vilhjálmur Egilsson segir að ef ekki verði hagvöxtur á Íslandi strax á næsta ári verði það í boði Seðlabankans. Vaxtastefna bankans haldi samfélaginu í heljar- greipum. Hann vill ný lög um bankann ef vextir lækka ekki fljótlega. RÍKI Í RÍKINU Vilhjálmur Egilsson sagði á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva að setja yrði ný lög um bankann ef þeir stæðu ekki við markmið um vaxtalækkanir. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA VILHJÁLMUR EGILSSON ÖGMUNDUR JÓNASSON SLYS Maður lést er jeppi valt á Hlíðar vegi í Jökulsárhlíð í gær- morgun. Slysið varð um klukkan ellefu skammt norðan við bæinn Sleðbrjót sem liggur undir Hlíðar- fjöllum sem skilja að Héraðsflóa og Vopnafjörð. Í tilkynningu frá lögreglu segir að slysið hafi orðið með þeim hætti að jeppabifreið á norðurleið hafi oltið á veginum. Tveir menn voru í bifreiðinni og lést annar þeirra en hinn var fluttur slasaður á Fjórðungs- sjúkrahúsið í Neskaupstað. Rann- sókn málsins er í höndum rann- sóknardeildar lögreglunnar á Eskifirði í náinni samvinnu við lögregluna á Egilsstöðum. Jeppi valt í Jökulsárhlíð: Maður lést og annar slasaðist VIÐSKIPTI Magnús Jónsson, forstjóri Atorku Group, lét af störfum í gær í tengslum við fjárhagslega endur- skipulagningu félagsins. Atorka fékk greiðslustöðvun til þriggja mánaða í júní og sótti í gær eftir framlengingu til októberloka. Meðal helstu eigna Atorku Group eru Promens, áður Sæplast á Dalvík, og 41 prósents hlutur í Geysi Green Energy, sem á stóran hlut í HS Orku. Arnar Már Jóhannesson, for- stöðumaður fjármálasviðs Atorku Group, segir viðræður standa yfir við kröfuhafa félagsins, sem eink- um eru íslenskir viðskiptabankar og lífeyrissjóðir. Þeir hafa kraf- ist þess að taka félagið yfir. Ekki stendur til að selja eignir, að sögn Arnars Más. - jab Forstjóri Atorku hættur: Enn rætt við kröfuhafana MENNING Kanadíska kvikmyndin Ég myrti móður mína (J´ai Tué Ma Mère), frumraun leikstjórans Xaviers Dolan, hlaut Gyllta lund- ann á Alþjóðlegu kvikmyndahátíð- inni í Reykjavík (RIFF) sem lauk í gær. Myndin, sem leikstjórinn bygg- ir á eigin ævi, fjallar um samband móður og samkynhneigðs sonar hennar. Í umsögn dómnefndar segir að persónusköpun hafi verið afar sannfærandi og leikstjóranum tek- ist að setja samband mæðginanna í stórt samhengi. Forvitnilegt verði að fylgjast með ferli leikstjórans í framtíðinni. Formaður dómnefndar var danska leikkonan Iben Hjejle, sem þekktust er hér á landi fyrir hlut- verk sín í sjónvarpþáttunum Klovn og Anna Pihl. Auk hennar sátu í nefndinni Elísabet Ronaldsdóttir kvikmyndaklippari, Sitora Alieva sem hefur meðal annars gegnt stöðu framkvæmdastjóra Opnu rússnesku kvikmyndahátíðar innar Kinotavr, austurríski leikstjórinn Jessica Hausner og leikkonan Elva Ósk Ólafsdóttir. Metaðsókn var á kvikmynda- hátíðina í ár. - jab Ég myrti móður mína hlaut Gyllta lundann á RIFF: Djúpt samband mæðgina STJÓRNMÁL Skúli Helgason, for- maður iðnaðarnefndar Alþingis, vill breyta lögum um fjárfestingu útlendinga í orkugeiranum en sam- kvæmt þeim mega aðeins aðilar innan EES eiga í íslenskum orku- fyrirtækjum. Kanadíska fyrirtækið Magma Energy fór auðveldlega í kringum þau lög við kaup á hlut í HS orku nýverið með stofnun eignar- haldsfélags í Svíþjóð. Skúli segir í grein á blogg- síðu sinni að reglur verði að vera gagnsæjar og skýrar og mismuna ekki eftir þjóðerni. Þessi skoðun Skúla á, eftir sem áður, aðeins við um nýtingarrétt á orkuauðlindunum; hann vill að áfram verði tryggt að auðlindirnar sjálfar verði í þjóðareigu. - bþs Formaður iðnaðarnefndar: Allir fái að fjár- festa í orkunni SKÚLI HELGASON VERÐLAUNAMYND Mæðginin ræðast við í Ég myrti móður mína. LANDBÚNAÐUR Sala lambakjöts hefur dregist mikið saman á síð- astliðnu ári og er efnahagsástand- inu kennt um. Salan er þúsund tonnum minni en á sama tíma í fyrra. Á fyrstu átta mánuðum ársins seldust 3.155 tonn en sömu mánuði í fyrra seldust 4.164 tonn. Eins og blaðið sagði frá nýlega stefnir í að um þriðjungur af haustframleiðslu lambakjöts verði fluttur úr landi. Helstu markaðir eru í Bretlandi, Noregi, Færeyjum, á Spáni og í Bandaríkjunum. - shá Neysla breytist í kreppu: Sala lambakjöts dregst saman LAMBAKJÖT Landinn kaupir síður lambakjöt þegar harðnar á dalnum. NEYTENDUR „Ég gat ekki betur heyrt en Jón Bjarnason væri að hvetja til brota á samkeppnis- lögum,“ segir Jóhannes Gunnars- son, formaður Neytendasamtak- anna. „Það að ráðherra geri slíkt er fáránlegt.“ Jóhannes gagnrýnir að land- búnaðar- og sjávarútvegsráðherra hafi í Kastljósi fyrr í vikunni hvatt til að bændur og afurðastöðvar gætu rætt saman í ró og næði um vöruverð og önnur sameigin- leg mál sín. Jóhannes segir nor- ræn samkeppnisyfirvöld telja að aukin samkeppni sé besta leiðin til að stytta kreppuna. Ráðherrann virðist hins vegar vilja draga úr samkeppni og tala fyrir aukinni einokun landbúnaðar á kostnað neytenda. - pg Neytendasamtökin: Ráðherra hvatti til brota á sam- keppnislögum SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.