Fréttablaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 36
 26. september 2009 LAUGARDAGUR2 JAPÖNSK ÁSTARBRÉF er heiti á sýningu á verkum Errós í Hafnar- húsi. Þar prýða veggina nokkrar af þekktustu kvenréttindakonum Japans og ýmsir menntamenn. Á sunnudaginn klukkan 15 mun Kristín Ingvars- dóttir segja frá nokkrum af þeim persónum sem sjá má á myndunum. Börn heillast ekki af bóklestri nema lesið sé fyrir þau. Bóka- áhuginn getur svo leitt af sér ótelj- andi góða kosti sem nýtast hverri manneskju á lífsleiðinni, svo sem góðan orðaforða, ríkt ímyndunar- afl og hæfileika til að einbeita sér að verkefnum. Þar fyrir utan er sá tími sem foreldrar verja í lest- ur fyrir barnið sitt verðmæt sam- verustund sem gerir bæði barninu og foreldrinu gott og styrkir tengsl þeirra á milli. Um helgina er því tilvalið að bregða sér af bæ með börnin og finna skemmtilegt lesefni. Þess- ar ferðir geta auk þess reynst skemmtileg fjölskylduskemmt- um sem þarf ekki að kosta mikið. Til að mynda opnaði Forlagið risa- bókamarkað í gær á Fiskislóð 39 úti á Granda. Forlagið hefur nú flutt alla sína starfsemi í Vestur- bæinn en lagerhúsnæði þess var fram til þessa bæði í Reykjanes- bæ og Reykjavík. Þessa lagera þarf nú að sameina og því þarf að rýma auk þess sem einnig þarf að losa pláss svo koma megi tilvon- andi jólabókum fyrir. „Það er augljóst að bókin stend- ur alltaf fyrir sínu. Nú hugar fólk líka meira að menningunni og ekki síst íslenskri framleiðslu. Bókin er og verður besta gjöfin,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Forlagsins, um vaxandi bók- lestur og bókakaup landans. Yfir 3.000 titlar eru í boði á markaðnum, á allt að níutíu prósenta afslætti. Þetta má svo hafa í huga þegar líða dregur að skógjafatímanum því allir kannast við það hve leiðigjarnt getur verið að fá bara jólasveina með mandar- ínur og slikkerí í heimsókn. Ánægjulegt getur svo verið að leiðbeina barninu við val á bókum og leita svo sjálfur að dýrgripum sem kunna að leynast inni á milli á bókahlaðborðunum. Fara svo heim og sjá til þess að allir geti átt nota- lega stund saman við lestur. Foreldrum er einnig bent á að á síðunni barnung.khi.is má finna áhugaverðar ráðleggingar við val á bókum fyrir börn, hvernig hægt er að vekja áhuga þeirra á lestri og fá þau til að tileinka sér hann. karen@frettabladid.is Njóta má haustsins við lestur með fjölskyldunni Mikill meðbyr er með íslenskri bókaútgáfu um þessar mundir og eru bóksalar almennt ánægðir með söluna það sem af er ári. Þótt ánægjulegt sé fyrir þá fullorðnu að gleyma sér í töfraheimi bóka ættu þeir einnig að huga að því leiða börnin sín með sér inn í hann. Stundin sem varið er í að leita að góðum bókum fyrir fjölskylduna getur verið einkar ánægjuleg og enn notalegra er að koma heim og lesa saman. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON NÝ HEIMASÍÐA BEINT FRÁ BÝLI LEIT DAGSINS LJÓS Í GÆR EN ÞAR ER HÆGT AÐ NÁLGAST ÍSLENSKAR LANDBÚNAÐARAFURÐIR Á AUÐ- VELDAN OG SKILVIRKAN HÁTT. Hægt er að leita að vörum eftir landshlutum eða ákveðnum sveita- bæ en mikill áhugi á milliliðalaus- um viðskiptum með matvörur hefur hreiðrað um sig hér á landi á undanförnum árum. Tilgangur Beint frá býli, félags heimavinnsluaðila, er að hvetja til heimavinnslu og sölu beint frá bændum. „Meginmarkmið félags- ins er að tryggja neytendum gæða- vöru þar sem öryggi og rekjan- leiki vöru er í fyrirrúmi,“ segir á síð- unni. Auk þess er tilgangurinn að hvetja til varðveislu hefðbundinna framleiðsluaðferða og kynningar á svæðisbundnum hráefnum og hefðum í matargerð. Slóðin á síðuna er www.beint- frabyli.is. Ný heimasíða Beint frá býli opnuð Á heimasíðunni er hægt að nálgast íslenskar landbúnaðarvörur á auð- veldan hátt. Úrval af ódýrum skóm á alla fjölskylduna LAGERSALA Loðfóðruð stígvél á börnin Úrval af skóm í leikfimina Öryggisskór á frábæru verði LightStep dömu og herraskór Grensásvegi 8 - 108 Reykjavík Allar upplýsingar í síma 517-2040 Opið virka daga 12:00 - 18:00 laugardaga & sunnudaga 12:00 - 16:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.