Fréttablaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 60
36 26. september 2009 LAUGARDAGUR Sýningar Lýðveldisleikhússins á barnaleikritinu Út í kött! hefjast að nýju um helgina í Gerðubergi. Út í kött! er nýr dans- og söngleik- ur fyrir börn á öllum aldri sem var frumsýndur síðastliðið vor. Verk- ið er ævintýraleikur og fjallar um tvo krakka og ferðalag þeirra um tölvu og ævintýraheima. Skól- um, leikskólum og foreldrafélög- um gefst kostur á að kaupa sýning- ar á sérstökum afsláttarkjörum og geta þeir sent fulltrúa sína á sýn- ingarnar um helgina í Gerðubergi til að kynna sér verkið. Sýningarn- ar verða í dag og á morgun og hefj- ast kl. 14. Leikritið fjallar um strákinn Erp sem neyðist til að taka á móti dóttur vinafólks foreldra sinna inn í her- bergið sitt. Helga Soffía er hress og hraðlygin og kann frá mörgu und- arlegu að segja. Erpur á erfitt með að sætta sig við þennan gest sinn, enda snýr hún heimi hans, þar sem hetjur teiknimynda og tölvuleikja eru karlmenn, á hvolf. Með fjörugu ímynd- unarafli sínu nær hún að sýna honum að tilveran þarf ekki að vera nið- urnjörvuð í fyr- irfram ákveðin hólf og kassa. Sögur Helgu Soffíu eru þrjú Grimms- ævintýri byggð á ú t g á f u m Roalds Dahl og fléttast þau inn í leikverkið með tónlist, dansi og söng. Þar birt- ast Rauðhetta, Öskubuska, prins, úlfar og grísir en Rauðhetta er enginn ráðvilltur sakleysingi sem lætur éta sig mótþróalaust og Ösku- buska áttar sig á að hamingjan felst ekki í því einu að vera fótnett og fríð. Tvö tólf ára börn fara með hlut- verk Erps og Helgu Soffíu, þau Fannar Guðni Guðmundsson og Sóley Anna Benónýsdóttir, Ragn- heiður Árnadóttir söngkona fer með hlutverk sögumanns, og leikararnir Finnbogi Þorkell Jónsson og Ólöf Hugrún Valdemarsdóttir fara með hlutverk geimskrímsla og ýmissa ævintýrapersóna til dæmis Rauð- hettu og úlfsins og Öskubusku og prinsins. Benóný Ægisson er höf- undur handrits, semur tónlistina og þýðir kvæði Roalds Dahl. Kolbrún Anna Björnsdóttir er leikstjóri, Sig- ríður Ásta Árnadóttir gerir búning- ana en Kristrún Eyjólfsdóttir leik- myndina. Markmiðið með sýningunni er að skemmta og vekja börn og full- orðna til umhugsunar um birting- armyndir staðalmynda í umhverfi barnanna. Mikilvægi skapandi og gagnrýninnar hugsunar er seint ofmetið og því brýnt að börnin fái tæki og tól í hendurnar til að tak- ast á við flóðbylgju skilaboða úr umhverfinu. Sýningin er farand- sýning og með henni fylg- ir kennsluefni sem gefur kennurum tækifæri til frekari úrvinnslu á grundvelli leiksýning- arinnar. Sýningin gæti meðal annars nýst í kennslu í íslensku, lífs- leikni, leiklist og tón- list. - pbb Út í kött LEIKLIST Rauðhetta er enginn ráðvilltur sakleysingi sem lætur éta sig mótþróalaust. MYND/LÝÐVELDISLEIKHÚSIÐ HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Sunnudagur 27. september ➜ Tónleikar 13.00 Barna- tónleikar í Salnum við Hamraborg í Kópavogi. Flutt verður „Karnival dýranna“ eftir C. Saint- Saëns. Flytj- endur: Kammerhópur Sheherazade ásamt Guð- rúnu Ásmundsdóttur og Sigurþóri Heimissyni. Frá klukkan 12:30 verður boðið upp á ókeypis andlitsmálun. Börn eru beðin að koma klædd grímubúningum ef þau geta. 16.00 og 20.30 Gerður Bolladóttir sópran, Victoría Tarevskaia selló og Hilmar Örn Agnarson orgel, flytja 12 sálma eftir Matthías Jochumson ásamt verkum eftir m.a. W.A. Mozart og G.F. Handel, á tveimur tónleikum á sunnu- dag. Þeir fyrri eru kl. 16 í Eyrarbakka- kirkju á Eyrarbakka en þeir seinni verða kl. 20.30 í Stóra Núps kirkju í Gnúpverjahreppi. 16.00 Elisabeth Wärnfeldt sópran og Anna M. Sigurðardóttir píanó- leikari flytja verk eftir Bellini, Puccini, Verdi o.fl. á tónleikum í Hömrum, sal Tónlistarskóla Ísafjarðar við Austurveg. 20.00 Karlakórinn Þrestir heldur tónleika til styrktar MND félaginu á Íslandi í Víðistaðakirkju við Hraunbrún í Hafnarfirði. 21.30 Kim Bock Quartet heldur jazztónleika á Kaffi Rósenberg við Klapparstíg. ➜ Félagsvist 14.00 Félagsvist verður spiluð í Breiðfirðingabúð við Faxafen 14. Allir vel- komnir. ➜ Sýningar Sýningu Hönnu Christel Sigurkarls- dóttur og Þórunnar Eymundardóttur í Gallerí Klaustri að Skriðuklaustri (Gunn- arshús) hefur verið framlengd til 18. okt. Þar stendur einnig yfir sýning í tengslum við 70 ára byggingarafmæli hússins. Opið sunnudaga kl. 13-17. ➜ Kvikmyndir 15.00 Sovéska kvikmyndin „Elsku hjartans skepnan mín“ eftir Emil Loteanu, verður sýnd í MÍR-salnum að Hverfisgötu 105. Enskur texti og aðgangur ókeypis. ➜ Dansleikir Dansleikur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni verður haldinn að Stangarhyl 4 milli kl. 20 og 23.30. Danshljómsveitin Klassík leikur danslög við allra hæfi. ➜ Leikrit 16.00 GRAL- leikhópurinn sýnir barna- og fjölskylduleikritið „Horn á höfði“ í húsnæði leikhóps- ins við Hafnargötu 11 í Grindavík. Nánari upplýsíngar á www.midi.is. ➜ Dans 14.00 Íslenski dansflokkurinn verður með fjölskyldusýningu í Borgarleikhús- inu þar sem sýnd verða brot úr fimm verkum fyrir ungt fólk og fjölskyldur. ➜ Leiðsögn 15.00 Inga Jónsdóttir verður með leið- sögn um sýninguna „Andans konur“ í Listasafni Árnesinga við Austurmörk í Hveragerði. Í dag er síðasti dagur sýn- ingarinnar. 15.00 Kristín Ingvarsdóttir verður með leiðsögn um sýningu Errós „Japönsk ástarbrér“ í Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu. Allir velkomnir. ➜ Listamannaspjall 16.00 Vilborg Dagbjarts- dóttir verður með upplestur og ræðir um Kvæðakver Halldórs Laxness í stof- unni á Gljúfrasteini, húsi skáldsins í Mos- fellsdal. Allir velkomnir. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 26. september ➜ Tónleikar 16.00 Karlakórinn Þrestir heldur tón- leika til styrktar MND félaginu á Íslandi í Félagsheimili Hrunamanna á Flúðum. 17.00 Léttsveitin flytur óskalög sjó- manna á tónleikum í Grindavíkurkirkju. 17.00 Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands verður með tónleika í Háskóla- bíói við Hagatorg þar sem flutt verður Sinfónía nr. 5 eftir Shostakovitsj. 20.00 Tónlistarhópurinn Elektra Ensemble heldur tónleika á Kjarvals- stöðum við Flókagötu þar sem á efnis- skránni verður suðuramerísk tónlist eftir H. Villa-Lobos og A. Piazzolla. 21.00 Útgáfutónleikar Gus Gus verða haldnir hjá Nikitu við Laugaveg 56. 21.30 Ljótu hálfvitarnir verða með tónleika á Kaffi Rosenberg við Klappar- stíg. 22.00 Mánar frá Selfossi verða með tónleika á Græna hattinum við Hafnar- stræti á Akureyri. Húsið verður opnað kl. 21 ➜ Opnanir 14.00 Friðlaugur Jónsson opnar sýn- inguna „Bjargið okkur!“ í DaLí gallerí við Brekkugötu á Akureyri. Opið lau. og sun. kl. 14-17. 14.00 Samúel Jóhannsson opnar sýn- ingu í GalleríBOXi við Kaupvangsstræti á Akureyri. Opið lau. og sun. kl. 14-17. 15.00 Í Lista- safni ASÍ við Freyjugötu verða opnar tvær sýningar. Guðjón Ket- ilsson sýnir í Ásmundarsal og Lothar Pöpperl í Gryfjunni. 15.00 Í Ljósmyndasafni Reykjavíkur verður opnuð sýning á myndum ljós- myndarans André Kertész. Ljósmynda- safn Reykjavíkur, Tryggvagata 15 (6. hæð) Opið virka daga kl. 12-19 og um helgar kl. 13-17. 16.00 Í Skaftfelli, Menningarmiðstöð á Seyðisfirði verða opnaðar tvær nýjar sýningar. Ólafur Þórðarson opnar sýn- ingu á Vesturvegg og Aðalsteinn sýnir verk í verkefnarýminu Bókabúðin. Opið fös.-sun. kl. 12-22. ➜ Sýningar Í Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu verður sýnt valið efni úr DVD-sjónritinu Rafskinnu frá kl. 14-16. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Íslandspóstur stend- ur fyrir sýningu í Þjóðmenningar- húsinu sem helguð er gerð íslenskra frímerkja og póstsamgöngum Íslendinga fyrr og síðar. Þjóðmenn- ingarhúsinu við Hverfisgötu 15 er opið alla daga kl. 11-17. Í Listasafni Akureyrar við Kaupvangs- stræti á Akureyri, stendur yfir sýning á Íslenskum ljósmyndum frá árunum 1866-2009. Opið alla daga nema mánudaga kl. 12-17. Aðgangur er ókeypis. Ólöf Björg Björnsdóttir hefur opnað sýninguna „Visas” á Café Karólínu við Kaupvangsstræti á Akureyri. Opið mán.- fim. kl. 11.30-01, fös. og lau. kl. 11.30- 03 og sun. kl. 14-01. ➜ Síðustu forvöð Í Þjóðarbókhlöðinni við Arngrímsgötu í glerhýsinu (2. hæð) stendur yfir sýning á íslenskum kvennablöðum og kvenna- tímaritum en henni lýkur á miðvikudag. Opið virka daga kl. 8.15-19, lau. kl. 10-17 og sun. kl. 11-17. í Listasal Mosfellsbæjar, Kjarna við Þverholt, lýkur sýningu Bjargeyjar Ólafs- dóttur á þriðjudaginn. opið Mán.- fös. kl. 12 -19 og lau. kl. 12-15. ➜ Ökuleikni Opin Íslandsmeistara- keppni í Ökuleikni verður haldin fram- an við Forvarna- húsið í Kringlunni 3, kl. 13-16. Nánari upplýsingar á www.brautin.is. ➜ Útivist 10.00 Skógræktarfélag Hafnarfjarðar efnir til gróðursetningarferðar í Seldal. Mæting kl. 10 í Seldal (ekið niður að Hvaleyrarvatni og fram hjá húsi bæjarins við vatnið og suður í Seldalsháls. ➜ Kvikmyndir Kvikmyndavika tengd kreppu, kakki og kvótabraski hjá Kvikmyndasafninu til 26. sept. Sýningar fara fram í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Nánari upplýsingar á www. kvikmyndasafn.is. 16.00 Sýnd verður kvikmynd Mar- grétar Jónasdóttur og Magnúsar Viðars Sigurðssonar „Síðasti valsinn, þorska- stríðin 1952-1976.“ ➜ Dansleikir Spútnik verða á Skemmtistaðnum Spot við Bæjarlind 6 í Kópavogi. ➜ Dagskrá Í tilefni af evrópska tungumáladeginum verður fjölbreytt dagskrá í Borgarbóka- safni við Tryggvagötu milli kl. 13 og 16. Nánari upplýsingar og dagskrá á www. borgarbokasafn.is. ALGJÖR SVEPPI NÝ ÞÁTTARÖÐ LAUGARDAGA OG SUNNUDAGA KL. 8:00 Algjör Sveppi vaknar með börnunum allar helgar í vetur og lendir í ýmsum ævintýrum ásamt Villa vini sínum. Á milli atriða býður Sveppi svo upp á fyrsta flokks barnaefni eins og Dóru landkönnuð, Díegó, Dodda, Strumpana og margt fleira, allt með íslensku tali. Óska eftir að kaupa íslensk-ensku námskeið Óska eftir að kaupa íslensk-ensku Lingapon námskeið. En ég tel nær fullvíst að aðeins eitt íslenskt – ensku Lingapon námskeið hafi komið út á Íslandi. Kennslubókin var innbundin kilja en bæði hærri og breiðari en venjuleg kilja. Eigir þú námskeiðið þá borga ég glaður 40.000 kr fyrir námskeiðið. Viljir þú ekki selja getum við samið um greiðslu fyrir afnot af bókinni. Björgvin Ómar Ólafsson s. 8657013 Tómasarmessa í Breiðholtskirkju í Mjódd sunnudaginn 27. september kl. 20 Hvar er Guð í sorginni? Fjölbreytt tónlist og fyrirbæn Allir velkomnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.