Fréttablaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 18
18 26. september 2009 LAUGARDAGUR Þ að er mjög mikilvægt að fólk muni þessa atburði. Marg- ir vilja gera lítið úr hlut- verki Kommúnistaflokksins og kommúnistakerfi öryggis- lögreglunnar í Austur-Þýska- landi. Það er nauðsynlegt að þessir slæmu tímar gleymist ekki.“ Þetta segir Cliewe Juritza í einkaviðtali við Fréttablaðið. Cliewe var tekinn höndum við tilraun til að flýja frá Austur-Þýska- landi og vestur yfir og var pólitískur fangi í haldi öryggislögreglunnar Stasi í um ár. Illræmdur staður Ég mælti mér mót við Cliewe Juritza í hinu illræmda öryggisfangelsi Stasi, Hohen schönhausen. Staðurinn er í útjaðri gömlu Austur-Berlínar, girtur háum íbúða- blokkum sem eitt sinn hýstu starfsmenn fangelsisins. Enginn vissi um staðinn, enda þótt hann væri í borginni, þótt íbúa hafi grunað margt. Þegar farið var með fanga þangað var ekið með þá blindandi í hringi, svo enginn vissi hvar áfangastað- urinn var. Þá er ekkert útsýni frá staðnum og allt gler í gluggum er matt. Við komum okkur fyrir í einum af eitt hundrað fangaklefum fangelsisins. Enda þótt langt sé um liðið síðan Cliewe var í höndum Stasi, og hafi það nú að atvinnu að leiða gesti um bera og kalda ganga þessarar óhugnanlegu stofnunar, er ekki eins og hann njóti þess mjög að setjast niður með blaðamanni í einum af klefum Hohen schönhausen til þess að rifja upp vistina hjá Stasi. Dæmdur „Það var farið með mig í fangelsi í Austur- Berlín, Berlin Wundersburg. Fimm aðrir voru með mér í klefanum. Þeir voru glæpa- menn,“ segir Cliewe þegar hann lýsir hand- töku sinni, eftir flóttatilraun til Vestur- Þýskalands. Hann segist ekki hafa verið vistaður í fangelsi fyrir pólitíska andstæð- inga ríkisins, eins og Hohenschönhau- sen, heldur almennu fangelsi. Verðirnir hafi ekki lamið hann, heldur samfangarn- ir. „Einn hafði verið handtekinn fyrir lík- amsárás. Hann réðst á mig. Ég féll bak við klósettið, sár. Verðirnir opnuðu dyrnar og rifu hann út,“ segir Cliewe skjálfandi röddu þegar hann rifjar upp erfiða vistina. Hann var dæmdur í árs fangelsi og sat inni með almennum glæpamönnum í tíu mánuði, þar til vestur-þýsk stjórnvöld greiddu fyrir hann lausnargjald. Það var árið 1985. Hann bjó síðan í Vest- ur-þýskalandi fram að falli múrsins. Misheppnuð flóttatilraun „Ég bjó í Berlín, austan við múrinn,“ segir Cliewe. Hann vildi komast vestur yfir, en þar átti hann ættingja. „Ég gerði mér grein fyrir því að ég kæmist ekki yfir múrinn, ekki í Berlín,“ segir hann. Því hafi hann hugsað sér að komast vestur yfir með því að fara í gegnum Ungverjaland, og þaðan til Austurríkis. „En þetta mistókst.“ Hann reyndi því að komast beint yfir til Vestur-Þýskalands yfir landamærin í suðri. „Dag einn stóð ég við girðingu á landa- mærunum og hafði hugsað mér að klifra Gömlu höfuðstöðvar Stasi hýsa enn gríðarlega mikið skjalasafn Stasi. Í allt eru þarna geymdir einir 180 hillukílómetrar af skjölum. Höfundur fór um safnið og fræddist um umsvif Stasi á sínum tíma. Hátt í 90 þúsund manns voru á launaskrá öryggislögreglunnar. Auk þeirra voru hátt í 180 þúsund manns það sem kalla má „óformlegir uppljóstrarar“, fólk sem fylgdist með vinum, vinnufélögum og fjölskyldu sinni. Allt var þetta skráð og geymt í skjalasafni Stasi. Þar er nú safn. Í allt eru til skýrslur um 5,6 milljónir manna. Kerfi Stasi var svo flókið að engir nema æðstu yfirmenn gátu haft nokkra hugmynd um hverjir þar voru skráðir. Til að mynda var haldin þrenns konar spjaldskrá. Á eitt spjald var skráð nafn þess sem fjallað var um og nafninu gefið númer. Í annarri spjaldskrá var bara tilvísun í númerið og sérstakt dulnefni sem viðkomandi var gefið. Loks var þriðja spjaldskráin þar sem stuðst var við númer á skýrslu og svo dulnefnið. Skjöl Stasi eru aðgengileg í skjalasafninu, en þau eru ekki öll opinber. Til að mynda er erfitt að fá upplýsingar um hverjir hafi verið þessir „óformlegu uppljóstrarar“ í þjónustu Stasi. Mikil vinna hefur farið í skráningu safnsins í seinni tíð, til að auðvelda fólki að finna skýrslur um sig, en um 1.400 beiðnir berast skjalasafninu árlega. Ég spurði Cliewe Juritza hvort hann hefði flett sér upp í skjalasafninu. „Ég hef sótt um aðgang, en ég hef ekki enn fengið að sjá skjölin. Það tekur tíma að finna þetta. Hver veit nema þar leynist ýmislegt sem kemur mér á óvart.“ Ætla má að eftirlit með hinum almenna borgara hafi verið gríðarlega kostnaðarsamt. Þegar dró nær falli múrsins fóru starfsmenn Stasi að eyða skjölum. Fyrst var reynt að tæta fjölmörg skjöl, en þau voru svo mörg að tætararnir bræddu fljótlega úr sér. Þá byrjuðu menn ein- faldlega að rífa pappírana í sundur. Í skjalasafninu er að finna sex þúsund poka með rifnum skjölum. Á þeim langa tíma sem liðinn er hefur aðeins tekist að líma saman skjöl úr um 300 pokum. Voðaverk kommúnistastjórn- arinnar mega ekki gleymast Cliewe Juritza lenti í höndum austur-þýsku öryggislögreglunnar Stasi, þegar hann reyndi að flýja vestur árið 1984. Hann segir við Fréttablaðið að voðaverkin austan járntjaldstjalds megi ekki gleymast. Falls Berlínarmúrsins er minnst um þessar mundir. SKJALASKÁPAR STASI Skjalasafn Stasi telur um 180 þúsundir hillumetra. Þar er að finna skrár um milljónir manna sem austur-þýska öryggislögreglan fylgdist með. TÆTARARNIR BRÆDDU ÚR SÉR FANGAKLEFAR STASI Í BERLIN Cliewe Juritza var handtekinn þegar hann reyndi að flyja Austur-Þýskaland og sat inni með dæmdum glæpamönnum í ár uns vestur-þýsk stjórnvöld keyptu hann lausan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.