Fréttablaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 6
6 26. september 2009 LAUGARDAGUR EFNAHAGSMÁL Vonir stóðu til að hægt yrði að ljúka Icesave-málinu í þessari viku, en þær vonir eru nú brostnar. Viðræður hafa staðið yfir milli fulltrúa ríkjanna þriggja og hefur málið þokast áfram. Jóhanna Sigurðardóttir sagðist í byrjun vikunnar vonast eftir lúkn- ingu málsins fyrir helgi. Í samtali við Fréttablaðið í gær sagði hún óvíst hvort málið kláraðist fljótt eða nokkra daga þyrfti til viðbótar. „Síðast þegar ég frétti af þessu í gær [fimmtu- dag] þokaðist eitthvað áfram, en það er ekki komið svo langt að við getum sagt að það sé komin niður- staða sem allar þjóðirnar sætta sig við.“ Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær fullyrti Már Guðmundsson seðlabankastjóri að lækkun stýri- vaxta hefði strandað á Icesave. Það tefði fyrir endurskoðun Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins og láni frá Norðurlöndunum. Már bað þá sem standa í vegi fyrir því að hugsa sig tvisvar, ef ekki þrisvar um. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra hefur verið á Norður- og Austurlandi síðustu daga, að funda um vegagerðar- og sveitarstjórnarmál. Hann er væntanlegur til Reykjavíkur í dag. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins eru þó engir fundir áætl- aðir um málið yfir helgina. Jóhanna sagði vissulega von- brigði að ekki hefði tekist að ljúka málinu fyrir helgi eins og stefnt var að. Hún tekur undir með seðlabankastjóra að áætl- un Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Norðurlandalánin hangi á Icesave- spýtunni. „Það hangir ýmislegt á þessu, lánsfjármat þjóðarinnar getur hangið á þessu. Ég reikna með að það hafi verið partur af niðurstöð- unni sem menn komust að í gær með stýrivextina að þetta mál er ekki enn komið í höfn.“ Forsætisráðherra segist þó ekki telja að Bretar og Hollendingar setji vísvitandi pressu á Íslend- inga. „Nei, ég trúi því ekki að þeir haldi á málunum með þeim hætti. Ég geri mér grein fyrir því að þeir eru í erfiðleikum heima fyrir með þetta mál, en mér finnst menn vinna á þeim nótum að þeir hafi skilning á aðstæðum hver annars og það er auðvitað leiðin til að ná niðurstöðu.“ Alþingi verður sett á fimmtu- dag, en ráðamenn hafa sagt að breytingar á lögum um ríkis- ábyrgð vegna Icesave þurfi að koma til kasta þingsins. kolbeinn@frettabladid.is brjann@frettabladid.is Náms- og rannsóknarstyrkur Vísinda- og rannsóknarsjóður Fræðslunets Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um náms- og rannsóknarstyrk úr sjóðnum árið 2009. Styrkurinn nemur 800.000 krónum Styrkurinn er ætlaður námsfólki sem vinnur að rannsóknarverkefni til lokaprófs, bakkalárgráðu (BA/BS), sambærilegrar eða hærri gráðu. Verkefni, sem er lokið þegar umsóknarfrestur rennur út, telst ekki styrkhæft. Stjórn Fræðslunets Suður- lands áskilur sér rétt til að leita eftir vottorði umsjónarmanns um að verkefni sé ólokið. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að fi nna í starfsreglum sjóðsins sem birtar eru í heild á heimasíðu Fræðslunets Suðurlands, http://fraedslunet.is, en þar kemur m.a. fram að rannsóknarverkefnið skuli tengjast Suðurlandi og þjóni ótvíræðum atvinnu- og/eða fræðilegum tilgangi fyrir Suðurland eða hluta Suðurlands. Umsóknir um styrk ásamt ítarlegri verklýsingu og verkáætlun (sjá 5. gr. starfsreglna) póstleggist til Fræðslunets Suðurlands, Tryggvagötu 25, pósthólf 130, 802 Selfoss, í síðasta lagi 30. október 2009. Nánari upplýsingar veitir Ásmundur Sverrir Pálsson, framkvæmdastjóri Fræðslunets Suðurlands, í síma 480 8155. UMHVERFISRÁÐHERRA BOÐAR TIL UMHVERFISÞINGS VINNUMARKAÐUR Þrjátíu starfsmönn- um Jarðborana hf. var sagt upp störfum í gær. Uppsagnirnar eru sagðar liður í nauðsynlegum sam- dráttaraðgerðum. Verkefnum Jarð- borana hf. hafi fækkað verulega og tafir á boðuðum stórframkvæmdum hafi neikvæð áhrif á stöðu fyrirtæk- isins. Starfsmönnum verður boðin endur ráðning ef óvissu léttir um verkefnastöðu fyrirtækisins. „Við erum að segja upp mjög hæfu starfsfólki með sérhæfða reynslu,“ segir Bent Einarsson forstjóri í yfir- lýsingu. „Þetta er gott fólk sem við viljum ekki missa og það er vissu- lega sárt ef við missum það var- anlega frá okkur. Ef svo fer tapast hluti þeirrar þekkingar og forskots sem við höfum í dag í jarðvarma- nýtingu og aðrar þjóðir hafa svo mikinn áhuga á.“ Eftir uppsagnirnar starfa um 150 manns hjá fyrirtækinu, þar af um fjörutíu við boranir á Azoreyjum en því verkefni á að ljúka á næsta ári. Í tilkynningu fyrirtækisins kemur fram að uppsagnirnar hafi verið nauðsynlegar þótt verksamningar geri ráð fyrir fullri nýtingu á borum fram til ársins 2012. - pg Jarðboranir segja upp þrjátíu starfsmönnum: Ráðið aftur ef verkefnum fjölgar JARÐBORANIR Ef undirbúningur fram- kvæmda sem boðaðar eru í stöðug- leikasáttmálanum fer að hefjast eru líkur á að þrjátíu starfsmenn sem sagt var upp í gær fái endurráðningu. Mér finnst menn vinna á þeim nótum að þeir hafi skilning á aðstæðum hvors annars og það er auðvitað leiðin til að ná niðurstöðu. JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR FORSÆTISRÁÐHERRA ÞÝSKALAND, AP Angela Merkel Þýska- landskanslari á sér þá ósk heitasta að losna úr stjórnarsamstarfi við Sósíaldemókrata og mynda sam- steypustjórn með Frjálsum demó- krötum. Hvort henni verður að ósk sinni ræðst á morgun, þegar Þjóð- verjar kjósa sér nýtt þing. Merkel er leiðtogi Kristilegra demókrata, stóra íhaldsflokksins sem undanfarið kjörtímabil hefur verið í svonefndri „stórri sam- steypustjórn“ með hinum stóra flokknum í þýskum stjórnmálum, Sósíaldemókrötum. Önnur stjórnar- mynstur voru vart í boði eftir síð- ustu kosningar 2005. Kristilegir demókratar og Sósíal- demókratar hafa áratugum saman verið höfuðandstæðingar og skipst á um ríkisstjórnarmyndun, oftast með Frjálsum demókrötum, miðju- flokki sem undanfarið hefur hallað sér meira til hægri en vinstri. Ný skoðanakönnunin bendir til að Kristilegir og Frjálsir fái samtals 47 prósent atkvæða, sem dugar ekki til að að mynda ríkisstjórn. Kristilegum demókrötum er spáð 33 prósentum, Frjálsum demó- krötum 14 prósentum og Sósíal- demókrötum 25 prósentum. Niður- staðan gæti því orðið sú að „stóra samsteypan“ verði eina mögulega stjórnarmynstrið eftir kosningar. - gb Óvíst hvort Merkel verður að ósk sinni um að skipta um samstarfsflokk: Stóra samsteypan gæti lifað KOSNINGASPJÖLDIN SKREYTA BORGIR ÞÝSKALANDS Þau Angela Merkel, leiðtogi Kristilegra demókrata, og Frank Walter Steinmeier, kanslarefni Sósíal- demókrata, blasa við íbúum. NORDICPHOTOS/AFP ÓSÁTTIR Stuðningsmenn hollenska landsliðsins í knattspyrnu minntu á Icesave- skuldbindingar Íslendinga í leik landanna í undankeppni HM sem fram fór í Rotter- dam í október í fyrra. NORDICPHOTOS/AFPJÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Líst þér vel á að Davíð Oddsson verði ritstjóri Morgunblaðsins? Já 35,3% Nei 64,7% SPURNING DAGSINS Í DAG Hefurðu heimsótt Höfða? Segðu skoðun þína á vísir.is PÓLLAND, AP Neðri deild pólska þingsins samþykkti í gær frum- varp sem gerir yfirvöldum skylt að gelda barnaníðinga með lyfja- gjöf. Frumvarpið fer nú til efri deildar þingsins, en þarf einnig samþykki forsetans. Talið er víst að það verði að lögum. Lögin munu ná til þeirra sem nauðga börnum yngri en fimm tán ára, eða nákomnum ættingjum. Þá verður heimilt að gelda þá sem nauðga börnum á aldrinum fimmtán til átján ára. Pólsk lög leyfa í dag geldingu barnaníðinga með lyfjagjöf, en aðeins ef þeir óska sjálfir eftir þeirri meðferð. - bj Pólska þingið breytir lögum: Barnaníðinga verður að gelda Áfram þokast í við- ræðum um Icesave Ekki náðist að klára Icesave-málið fyrir helgi en viðræður þokast áfram. For- sætisráðherra segist ekki trúa því að Bretar og Hollendingar séu vísvitandi að tefja málið. Seðlabankastjóri segir drátt á Icesave hafa hamlað vaxtalækkun. KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.