Fréttablaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 1
HELGARÚTGÁFA
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
BRUNI Tugir manna aðstoðuðu
slökkviliðið á höfuðborgarsvæð-
inu við að bjarga verðmætum út úr
Höfða þegar eldur kom upp í háa-
lofti hússins og þaki síðdegis í gær.
Borgarstarfsmenn dreif að úr
skrifstofum í Borgartúni og lög-
reglumenn lögðu hönd á plóginn,
ásamt sendibílstjórum, við að bera
verðmæti út meðan slökkviliðið
sinnti eldinum. Sjá mátti fólk faðm-
ast og bresta í grát að verki loknu.
Í húsinu var meðal annars gesta-
bók frá leiðtogafundi Reagans og
Gorbatsjovs síðan 1986 og mörg
verk eftir þekktustu málara lands-
ins. Í þessu sögufræga húsi hafa
dvalið ekki ómerkari menn en Win-
ston Churchill og er Marlene Dietr-
ich talin hafa sungið þar.
Slökkviliðið brást við eldinum
tuttugu mínútur fyrir sex og réð
niður lögum hans klukkustund
síðar.
Fyrr um daginn hafði verið opið
hús í Höfða til að minnast þess að
hundrað ár eru síðan fyrst var flutt
inn í húsið. Höfði drabbaðist mjög
niður á tímabili og var bústaður úti-
gangsmanna þegar Reykjavíkurborg
gerði hann að móttökuhúsi sínu.
Ekki er vitað um eldsupptök en
rafkerfi hússins mun hafa verið yfir-
farið í fyrra. Talsverðar skemmdir
urðu á ytra byrði hússins, en öllu
var bjargað innan úr því.
- kóþ / sjá síðu 4
26. september 2009 — 228. tölublað — 9. árgangur
Strákar eru ekki
allir eins
matur
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MAT ]
september 2009
Slátur er
veislukostur
Nokkur góð ráð fyrir
byrjendur í sláturgerð.
SÍÐA 7
Bláberjamuffins
með rjómaosti
Eftirréttur fyrir unga sælkera.
SÍÐA 2
Gæsarhjörtu og norræn ævintýri
Haustið í allri sinni lita-
dýrð er gengið í garð.
Haustið er tími fegurð-
ar og fjölbreytileika
en einnig villibráðar
og uppskeru. Frétta-
blaðið fékk frábæra
kokka til að töfra fram
rétti úr villigæs.
Áveitingastaðinn Dill, sem er í Norræna húsinu í miðri Vatnsmýrinni hönnuðu af
sjálfum Alvar Alto, er norrænni
ævintýrahefð í eldhúsinu gefin laus
taumurinn.
Tekið er á móti góðri íslenskri
gæs með fögnuði á Dill og var Ómar
Stefánsson, matreiðslumaður þar
á bæ, fenginn til að matreiða eina
slíka. Við matargerðina leitaðist
hann við að nota íslenskt hráefni en
starfsmennirnir á Dill leggja mikla
rækt við matjurtagarðinn sinn sem
er í námunda við húsnæði veitinga-
staðarins. Segir Ómar að svo virðist
sem Íslendingar séu í auknum mæli
að átta sig á því hve mikill gnægtar-
brunnur íslensk náttúra sé og hve
skemmtilegt það sé að leika sér með
hráefni úr henni í eldhúsinu. „Ég
hef aldrei vitað jafn marga fara að
tína sveppi og nú,“ segir hann en
að undanförnu hefur hann prófað
sig áfram með hinar ýmsu tegund-
ir matsveppa. Auk þess hafa kokk-
arnir á Dill prófað að sulta hvönn,
kerfil og annað villt hnossgæti úr
Vatnsmýrinni svo hægt sé að fram-
lengja sumarið í krukkum.
Galdra þarf við eldun góðrar súpu
Með tímanum hefur Úlfar Finn-
björnsson matreiðslumeistari orðið
jarðbundnar. Súpurnar sem hér er
getið eru dæmi um þá þróun.
Þegar Úlfar Finnbjörnsson, mat-
reiðslumeistari og starfsmaður hjá
Gestgjafanum, lýsir upplifun sinni
á gæsaveiðum langar jafnvel frið-
elskandi húsmæður í Vesturbæn-
um að taka sér byssu í hönd og
halda á gæs. Veiðar að morgni dags
segir hann sérstaklega ánægjuleg-
ar. Morguninn sem hann nýtti til að
veiða gæsirnar sem enduðu í súpun-
um sem hér er greint frá tók fyrst á
móti honum með himininn prýddan
tungli, því næst sólarupprás og að
síðustu regnboga. „Það er ólýsan-
legt að heyra fuglana vakna og sjá
daginn verða til, jafnvel þótt maður
veiði svo ekki neitt,“ segir Úlfar en
viðurkennir þó að best sé að hafa
FRAMHALD Á SÍÐU 6
FRÉTTA
B
LA
Ð
I Ð
/A
N
TO
N
heimili&hönnun
LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2009
TAFLMENN Á
TRAFALGARTORGI
Spænski hönnuðurinn Jaime Hayón sýndi
framsækið verk í London.
BLS. 3
FINNSKUR FJÁRSJÓÐUR
Tapio Wirkkala hannaði marga
flotta vasa, borð og ljós um
ævina.
BLS. 2
PRJÓNLES OG SULTUGERÐ
Hússtjórnarskólar landsins njóta
vaxandi vinsælda meðal ungs fólks.
MENNTUN 20
MATUR 6
Gunnar í Krossin-
um á tímamótum
VIÐTAL 16
Markaðurinn
Fylgir Fréttablaðinu einu sinni í mánuði
Næsta blað kemur út
miðvikudaginn 7. október
Traust
og vönduð
umfjöllun um
viðskiptalífið
TVÖ SÉRBLÖÐ Í DAG
Kynning á námskeiðum
Tækniskólans
f ylgja blaðinu í dag
VIÐTAL 18
TÍSKA 38
TUTTUGU ÁR FRÁ FALLI
BERLÍNARMÚRSINS
Voðaverk kommúnistastjórnar-
innar mega ekki gleymast
LITADÝRÐ MÆTIR
BRESKRI KLASSÍK
Á TÍSKUVIKUNNI
Í LONDON
Sláturkennsla
fyrir byrjendur
ELDTUNGUR Eldurinn kom upp á háa-
lofti og í þaki hússins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
EFNAHAGSMÁL Stjórnvöld eiga að
setja ný lög um Seðlabankann verði
stýrivextir ekki lækkaðir verulega
á næstu vikum, segir Vilhjálmur
Egilsson, framkvæmdastjóra SA.
Ögmundur Jónasson heilbrigðisráð-
herra segir mögulegt að lögum um
bankann verði breytt gengi hann
gegn þjóðarhag. - shá / sjá síðu 2
Seðlabankinn á að hjálpa til:
Ríkið taki völdSamhent viðbrögð
björguðu Höfða
Betur fór en á horfðist þegar kviknaði í Höfða í gær. Slökkvilið gat einbeitt sér
að eldinum meðan fjöldi starfsmanna borgar og lögreglu bar út húsgögn og
verðmæti. Fyrr um daginn hafði verið haldið upp á aldarafmæli hússins.
VERÐMÆTUM BJARGAÐ Allt kapp var lagt á að bjarga menningarverðmætum úr brennandi húsinu. Mörgum merkum málverkum var komið í skjól auk annarra dýrgripa,
meðal annars gestabókinni frá leiðtogafundinum 1986 með undirskriftum Reagans og Gorbatsjovs á einni blaðsíðu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM