Fréttablaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 70
46 26. september 2009 LAUGARDAGUR
sport@frettabladid.is
Stefán Gíslason er á leið frá danska úrvalsdeildarfélaginu
Bröndby þegar félagaskiptaglugginn verður opnaður um
næstu áramót nema eitthvað mikið breytist. Hann hefur
ekki verið í náðinni hjá nýjum þjálfara liðsins, sem tilkynnti
honum í sumar að hans væri ekki lengur óskað hjá félag-
inu.
Stefán reyndi að finna sér nýtt félag áður en félaga-
skiptaglugginn lokaði um síðustu mánaðamót en það
tókst ekki. Því er hann fastur hjá Bröndby til áramóta.
„Ég er bara á bekknum og finnst ekki líklegt að ég fái
mikið af mínútum. Það væri ekki nema einhverjir aðrir
leikmenn myndu meiðast,“ sagði Stefán í samtali við
Fréttablaðið.
„Ég hef þó verið í hópnum og komið inn á sem
varamaður í nokkrum leikjum en staða mín er
vissulega ekki góð. Við höfum einnig verið að vinna
okkar leiki að undanförnu og á meðan svo er tel ég
ólíklegt að þjálfarinn muni breyta byrjunarliðinu mikið.
Við því get ég lítið sagt.“
Stefán gekk í raðir Bröndby sumarið 2007 og var fljótlega gerður
að fyrirliða liðsins. Áður lék hann með Lyn í Noregi við góðan orðstír.
„Allan minn fótboltaferil, síðan ég var 17-18 ára gamall, hef ég
fengið að spila reglulega með mínum liðum. Þetta er því nýtt fyrir
mér. Ég er líka á þeim aldri að ég vil og þarf að fá að spila reglulega,“
segir Stefán en hann verður þrítugur á næsta ári.
Hann segir að þrátt fyrir að þjálfari Bröndby hafi ekki áhuga
á að nota Stefán andar ekki köldu þeirra á milli. „Alls ekki.
Þetta er allt gert á fagmannlegu nótunum,“ sagði Stefán.
Nema þjálfarinn skiptir skyndilega um skoðun þá er
Stefán á leið til annars félags nú um næstu áramót.
Hann veit þó ekki hvert.
„Það er erfitt að fullyrða eitthvað um það nú. Ég mun
líta í kringum mig og sjá hvað mér stendur til boða. Ég
veit svo sem vel af því að ég gæti sennilega fundið mér
lið í Noregi sem hefði áhuga á að fá mig en það yrði
ekki minn fyrsti kostur. Ég myndi frekar vilja skoða aðra
kosti fyrst ef ég fæ einhverju ráðið. En ég útiloka ekki
neitt. Mér leið vel í Noregi og það er aldrei að vita hvað gerist.“
LANDSLIÐSMAÐURINN STEFÁN GÍSLASON: FÆR EKKI LENGUR TÆKIFÆRI Í BYRJUNARLIÐI BRÖNDBY Í DANMÖRKU
Þetta er í fyrsta sinn sem ég spila ekki reglulega
> Skrifað undir eftir helgi
Gunnar Már Guðmundsson sagði í samtali við Frétta-
blaðið í gær að hann hefði átt í viðræðum við FH
síðustu daga. Hann vildi ann-
ars lítið láta eftir sér hafa um
málið en sagði þó að meira
yrði að frétta eftir helgi, líklega
strax á mánudaginn. Gunnar Már á
eitt ár eftir af samningi sínum við Fjölni
en hann hefur leikið með liðinu alla tíð
og alveg síðan liðið var í 3. deildinni árið
2001. Það er þó útlit fyrir að leikur Fjölnis
gegn Stjörnunni í dag verði síðasti leikur
Gunnars með félaginu.
FÓTBOLTI Lokaumferð Pepsi-deildar
kvenna í fótbolta fer fram um helg-
ina og þrátt fyrir að Valsstúlkur
séu þegar búnar að tryggja sér
Íslandsmeistaratitilinn og ljóst
er hvaða lið falla úr deildinni, þá
er enn að miklu að keppa. Bæði
fyrsta og annað sæti deildarinn-
ar gefa nefnilega þátttökurétt í
Evrópukeppni að ári en Breiða-
blik, Þór/KA og Stjarnan eru öll
hnífjöfn með 36 stig í öðru sætinu
fyrir lokaumferðina.
Breiðablik er með hagstæð-
asta markahlutfallið af liðunum
þremur fyrir lokaumferðina og á
eitt mark á Þór/KA og tíu mörk á
Stjörnuna. Blikastúlkur eru einn-
ig eina liðið af þessum þremur sem
leika á heimavelli í lokaumferðinni
en þær fá GRV í heimsókn á Kópa-
vogsvöll. Breiðablik hefur leikið
glimrandi sóknarbolta í sumar en
hefur ef til vill verið að gefa örlít-
ið eftir í síðustu umferðum eftir að
hafa misst tvo mikilvæga hlekki
úr sóknarleik sínum, Hörpu Þor-
steinsdóttur í meiðsli og Söndru
Sif Magnúsdóttur í nám erlend-
is. Þór/KA hefur verið á mikilli
siglingu og ekki tapað deildarleik
síðan í byrjun júní. Norðanstúlkur
eiga hins vegar fyrirfram ályktað
erfiðasta leikinn af liðunum þrem-
ur þar sem þær mæta KR á KR-
velli. Þór/KA vann fyrri leik lið-
anna í sumar en það var í fyrsta
skiptið sem Þór/KA vann KR í
efstu deild kvenna. Stjörnustúlk-
ur þurfa að treysta dálítið á GRV
og KR til þess að eygja möguleika
á öðru sætinu vegna áberandi slök-
ustu markatölunnar af liðunum
þremur. Þær sjá þó eflaust ákveð-
in sóknarfæri í því að mæta botn-
liði Keflavíkur í lokaumferðinni en
Keflavík hefur tapað öllum sautján
leikjum sínum í sumar.
Hver verður markadrottning?
Kristín Ýr Bjarnadóttir úr Val og
Rakel Hönnudóttir úr Þór/KA í eru
harðri baráttu um gullskóinn, sem
veittur er markahæsta leikmanni
deildarinnar, en báðar hafa þær
skorað 23 mörk í 17 deildarleikj-
um í sumar.
„Ég er ekkert að hugsa um að
fá gullskóinn. Ef það gerist, þá
bara gerist það,“ segir Kristín
Ýr og ítrekar að Valsstúlkur ætli
sér að klára mótið með sigri gegn
Aftureldingu/Fjölni. „Ég hugsa
bara um þrjú stig og við förum
eins í lokaleikinn og alla aðra leiki,
með því hugarfari að vinna. Það er
líka gott fyrir okkur að fá þenn-
an leik til þess að halda okkur á
tánum fyrir leikina í Evrópukeppn-
inni og úrslitaleikinn í bikarnum,“
segir Kristín Ýr.
Rakel Hönnudóttir er einnig
með fókusinn á gengi liðs síns í
lokaumferðinni og segir keppnina
um gullskóinn bara vera skemmti-
legan bónus.
„Leikurinn gegn KR leggst bara
mjög vel í mig en það er verst að
við erum ekki alveg með þetta í
okkar höndum þar sem Breiðablik
og Stjarnan eru þarna líka,“ segir
Rakel. „Við erum annars sáttar
með að hafa þegar bætt okkur frá
því síðasta sumar en við viljum
auðvitað enda tímabilið á jákvæð-
um nótum. Þetta er annars búin
að vera mjög jöfn og skemmtileg
deild og við erum búnar að taka
stórt skref í sumar með því að vera
eitt af þessum liðum sem voru að
berjast um titilinn. Ég man vel
eftir því þegar ég var að byrja í
þessu og við töpuðum jafnan 10-0
á móti Val og KR og þessum liðum
en núna erum við hins vegar þarna
uppi og viljum ná enn lengra en við
höfum náð í sumar.“
omar@frettabladid.is
Gullskór og Evrópusæti
Lið Breiðabliks, Þór/KA og Stjörnunnar bítast um annað sætið í Pepsi-deild.
Kristín Ýr Bjarnadóttir og Rakel Hönnudóttir berjast um gullskóinn eftirsótta.
BARÁTTAN UM GULLSKÓINN Landsliðskonurnar Kristín Ýr Bjarnadóttir úr Val og Rakel Hönnudóttir úr Þór/KA eru efstar og jafnar
sem markahæstu leikmenn deildarinnar fyrir lokaumferðina. Þær hafa báðar skorað 23 mörk í 17 leikjum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
LOKAUMFERÐIN
Laugardagur:
Afturelding/Fjölnir-Valur kl. 16
Sunnudagur:
Breiðablik-GRV kl. 14
KR-Þór/KA kl. 14
Keflavík-Stjarnan kl. 14
Fylkir-ÍR kl. 14
FÓTBOLTI Cristiano Ronaldo fylg-
ist enn grannt með sínum gömlu
félögum í Manchester United og
horfir á alla leiki liðsins í sjón-
varpi.
Ronaldo fór frá United til Real
Madrid í sumar fyrir áttatíu millj-
ónir punda í sumar, sem er það
mesta sem nokkurt félag hefur
greitt fyrir einn leikmann. Hann
hefur byrjað tímabilið
frábærlega og skorað
sjö mörk í fyrstu fimm
leikjunum í spænsku
deildinni og Meistara-
deildinni.
„Ég reyni að horfa á leiki Unit-
ed í sjónvarpinu þegar ég get,”
sagði Ronaldo í samtali við
enska fjölmiðla. „Ég hef enn
áhuga á því sem gerist á Old
Trafford. Og þótt ég sé hjá
Real Madrid núna er ég
samt ánægður þegar
United vinnur sína
leiki.“ - esá
Dýrasti knattspyrnumaður heims hefur ennþá sterkar taugar til Manchester:
Ronaldo styður enn United
Í STUÐI Cristiano
Ronaldo.
NORDICPHOTOS/AFP
KÖRFUBOLTI Bandaríski bakvörður-
inn Heather Ezell byrjaði feril sinn
frábærlega með Íslandsmeistur-
um Hauka í gærkvöldi en hún
var með fjórfalda tvennu í
sínum fyrsta leik með liðinu.
Ezell skoraði 24 stig, tók 13
fráköst, gaf 10 stoðsend-
ingar og stal 10 boltum í
75-50 sigri á Njarðvík
í átta liða úrslitum
Powerade bikarsins.
H au k a r m æt a
Hamar í undanúr-
slitum keppninnar
eftir að Hamar vann
34 stiga sigur á Val.
R a g n a M a rg rét
Brynjarsdóttir var
með 11 stig og 12 frák-
öst hjá Haukum og Bryndís Hanna
Hreinsdóttir skoraði 10 stig.
Kristrún Sigurjónsdóttir og
Sigrún Ámundadóttir voru í
aðalhlutverki í sínum fyrsta
mótsleik fyrir Hamar, sem
vann auðveldan 84-50 sigur
á Val. Kristrún skoraði
18 stig og Sigrún var
með 15 stig. Banda-
ríski bakvörðurinn
Koren Schram var
síðan með 16 stig og
Hafrún Hálfdánar-
dóttir skorað 10 stig.
Í hinum undan-
úrslitaleiknum mæt-
ast sigurvegararnir úr
leikjum KR-Snæfells (í
dag klukkan 16.00) og
Keflavík-Grindavík (á
morgun klukkan 17.00).
- óój
Heather Ezell í Powerade-bikar kvenna í gærkvöld:
Frábær frumraun
FJÓRFÖLD TVENNA Heather
Ezell. MYND/STEFÁN BORGÞÓRSSON