Fréttablaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 29
matur [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MAT ] september 2009 Slátur er veislukostur Nokkur góð ráð fyrir byrjendur í sláturgerð. SÍÐA 7 Bláberjamuffins með rjómaosti Eftirréttur fyrir unga sælkera. SÍÐA 2 Gæsarhjörtu og norræn ævintýri Haustið í allri sinni lita- dýrð er gengið í garð. Haustið er tími fegurð- ar og fjölbreytileika en einnig villibráðar og uppskeru. Frétta- blaðið fékk frábæra kokka til að töfra fram rétti úr villigæs. Á veitingastaðinn Dill, sem er í Norræna húsinu í miðri Vatnsmýrinni hönnuðu af sjálfum Alvar Alto, er norrænni ævintýrahefð í eldhúsinu gefin laus taumurinn. Tekið er á móti góðri íslenskri gæs með fögnuði á Dill og var Ómar Stefánsson, matreiðslumaður þar á bæ, fenginn til að matreiða eina slíka. Við matargerðina leitaðist hann við að nota íslenskt hráefni en starfsmennirnir á Dill leggja mikla rækt við matjurtagarðinn sinn sem er í námunda við húsnæði veitinga- staðarins. Segir Ómar að svo virðist sem Íslendingar séu í auknum mæli að átta sig á því hve mikill gnægtar- brunnur íslensk náttúra sé og hve skemmtilegt það sé að leika sér með hráefni úr henni í eldhúsinu. „Ég hef aldrei vitað jafn marga fara að tína sveppi og nú,“ segir hann en að undanförnu hefur hann prófað sig áfram með hinar ýmsu tegund- ir matsveppa. Auk þess hafa kokk- arnir á Dill prófað að sulta hvönn, kerfil og annað villt hnossgæti úr Vatnsmýrinni svo hægt sé að fram- lengja sumarið í krukkum. Galdra þarf við eldun góðrar súpu Með tímanum hefur Úlfar Finn- björnsson matreiðslumeistari orðið jarðbundnar. Súpurnar sem hér er getið eru dæmi um þá þróun. Þegar Úlfar Finnbjörnsson, mat- reiðslumeistari og starfsmaður hjá Gestgjafanum, lýsir upplifun sinni á gæsaveiðum langar jafnvel frið- elskandi húsmæður í Vesturbæn- um að taka sér byssu í hönd og halda á gæs. Veiðar að morgni dags segir hann sérstaklega ánægjuleg- ar. Morguninn sem hann nýtti til að veiða gæsirnar sem enduðu í súpun- um sem hér er greint frá tók fyrst á móti honum með himininn prýddan tungli, því næst sólarupprás og að síðustu regnboga. „Það er ólýsan- legt að heyra fuglana vakna og sjá daginn verða til, jafnvel þótt maður veiði svo ekki neitt,“ segir Úlfar en viðurkennir þó að best sé að hafa FRAMHALD Á SÍÐU 6 FRÉTTA B LA Ð IÐ /A N TO N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.