Fréttablaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 10
10 26. september 2009 LAUGARDAGUR NEYTENDUR Matvörukarfan í lág- vöruverðsverslunum kostar 14.267 krónur í Bónus þar sem hún er ódýrust en 15.595 í Krónunni þar sem hún er dýrust. Verðmunurinn er 10 prósent. Þetta kemur fram í nýrri verðkönnun ASÍ sem gerð var síðastliðinn þriðjudag. Minnstur var verðmunurinn á forverðmerktum osti og áleggi sem „bendir til þess að forverðmerk- ingar birgja á matvörum takmarki verðsamkeppni milli matvöruversl- ana eins og verðlagseftirlitið hefur margoft bent á“ segir í fréttatil- kynningu. Verulegur verðmunur var á hreinlætisvörum eða frá 21 prósenti til 121 prósents. Mikill verðmun- ur var einnig á grænmeti eins og tómötum en þar munaði allt að 71 prósenti og grænni papriku en þar munaði 27 prósentum á hæsta og lægsta verði. Vörukarfan sem borin var saman í verslunum samanstóð af 38 almennum neysluvörum til heimil- isins svo sem mjólkur vörum, græn- meti, áleggi, dósamat, hreinlætis- vörum og fleira. Sums staðar eru vörumerki mismunandi eftir versl- unum. Könnunin var gerð í eftirtöldum verslunum: Bónus Egilsstöðum, Krónunni Vestmannaeyjum, Nettó Akureyri og Kaskó Húsavík. - sbt Tíu prósenta verðmunur á vörukörfu í lágvöruverslunum: Allt að 120 prósenta verðmunur á vörum í körfu Verðlagseftirlit ASÍ brýnir fyrir neytendum að gera verðsamanburð áður en verslað er og bendir neytendum sérstaklega á að nýta mæleiningaverð við verðsamanburð á vörum sem eru í mismunandi pakkastærðum. Hér eru nokkur dæmi**: Dýrast* ódýrast* verðmunur Brauð 297 (Nettó) 179 (Bónus) 66% Haframjöl 239 (Kaskó) 172 (Bónus) 39% Hrísgrjón 349 (Krónan) 168 (Bónus) 108% Tómatar 399 (Krónan) 233 (Bónus) 71% Colgate Total 5.720 (Krónan) 2.590 (Bónus) 120% *kílóverð eða lítraverð **Frekari upplýsingar er að finna á www.asi.is MIKILL VERÐMUNUR Á EINSTÖKUM VÖRUM Völundarverk-Reykjavík, átaksverkefni um handverk og verklag í tengslum við viðhald og endurgerð sögufrægra eldri húsa í Reykjavík. Völundarverk Reykjavík BANDARÍKIN, AP „Hið gamla kerfi alþjóðlegrar efnahagssamvinnu heyrir sögunni til. Nýja kerfið, frá og með deginum í dag, er komið af stað,“ sagði Gordon Brown, for- sætisráðherra Bretlands, á leið- togafundi tuttugu mestu iðnríkja heims í Pittsburgh í Bandaríkjun- um. Ákveðið var að tuttugu ríkja hópurinn, G20, tæki að mestu við af G7-hópnum svonefnda, sem fyrir nokkrum árum var stækk- aður upp í G8-hóp þegar Rúss- land bættist í hópinn. Leiðtogar ríkjanna tuttugu munu héðan í frá gegna lykilhlutverki í því að móta samhæfða alþjóðlega stefnu í efnahagsmálum. Meðal annars var samþykkt að takmarkanir yrðu settar á kaup- aukagreiðslur til bankamanna. Þetta verður gert til þess að fjár- málastofnanir freistist síður til þess að taka áhættu sem átti sinn þátt í að steypa heiminum út í kreppuna djúpu. Ágreiningur er engu að síður meðal ríkjanna tuttugu um útfærslu þessa, og bíður það verk- efni síðari funda leiðtoganna. Leiðtogarnir samþykktu einnig tillögur Bandaríkjastjórnar um rammareglur um hagvöxt, sem myndi tryggja bæði sjálfbærni og jafnvægi. Með þessu á að tak- ast á við erfiðleika í efnahagslífi ríkjanna, svo sem gríðarlegan við- skiptahalla Kína og vaxandi fjár- lagahalla Bandaríkjanna. Brown sagði gert ráð fyrir því að sett yrðu ákveðin efnahagsmark- mið fyrir hvert ríki, sem endur- skoðuð yrðu árlega í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Ekki er þó gert ráð fyrir að ríkj- um verði refsað fyrir að ná ekki þessum markmiðum, því ekki vilja ríkin sjá fullveldi sínu ógnað af alþjóðastofnunum á borð við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þrátt fyrir margvíslega fyrir- vara sögðust leiðtogarnir hóflega bjartsýnir á framhaldið og töldu mikilvægum áfanga náð. Í G20-hópnum eiga ekki aðeins sæti auðug ríki á borð við Banda- ríkin, Bretland, Þýskaland og Japan, heldur einnig upprennandi efnahagsveldi í „þriðja heimin- um“ á borð við Kína, Indland og Brasilíu. Barack Obama Bandaríkjafor- seti boðaði til fundarins, sem hófst í Pittsburgh á fimmtudag. Hann gekk á milli leiðtoga og ræddi meðal annars við Hu Jintao, for- seta Kína, og Dmitrí Medvedev Rússlandsforseta. gudsteinn@frettabladid.is Boða nýtt regluverk Leiðtogar tuttugu mestu iðnríkja heims ætla að herða alþjóðlegar reglur um fjármálaviðskipti. Meðal annars náðist samkomulag um að takmarkanir yrðu settar á kaupaukagreiðslur til bankamanna. MÁLIN RÆDD Í PITTSBURGH Dmitrí Medvedev Rússlandsforseti hlýðir á Kevin Rudd, forsætisráðherra Ástralíu. NORDICPHOTOS/AFP GENGIÐ 25.09.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 235,6194 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 124,53 125,13 199,56 200,54 182,94 183,96 24,577 24,721 21,488 21,614 18,004 18,110 1,3801 1,3881 197,05 198,23 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.