Fréttablaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 80
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Davíðs Þórs Jónssonar Í dag er laugardagurinn 26. sept- ember 2009, 269. dagur ársins. 7.22 13.19 19.14 7.07 13.04 18.58 Holtasmári 1 Kópavogur Kaupvangsstræti 1 Akureyri Sími: 577 2025 www.sparnadur.is www.sparnadur.is 145,- Kappræður eru góð skemmt-un þegar gáfaðir, mælskir og fyndnir menn eigast við. Þessi íþrótt hefur þó ekki notið sannmælis lengi vel, en þar er að mínu mati oftast um misskilning að ræða. Þegar tvö lið mætast í kappræðum er nefni- lega ekki tekist á um það hvorir hafi rétt fyrir sér, eins og sumir virðast halda, heldur einungis hvorir leggi mál sitt fram, rökstyðji það og hreki rök hinna betur. Umræðuefnið er aðeins leikvöllur mælsku og raka sem auðvitað geta verið krydduð skopi þegar vel tekst til. Það er alls ekki tekist á um umræðuefnið sjálft, ekki frekar en að þegar tveir menn sitji að tafli takist þeir á um hvort svart eða hvítt sé fallegra. Kannski má rekja það hve kappræður eru almennt lágt skrifaðar hér á landi til Morfís, mælsku- og rökræðu- keppni framhaldsskóla á Íslandi, sem er fyrir löngu orðin hreinrækt- uð stæla-, útúrsnúninga- og skæt- ingskeppni og hætt að eiga nokkuð skylt við mælsku eða rökræður. KAPPRÆÐUR eru hins vegar aðeins íþrótt eða leikur. Markmiðið er eitt: sigur. Þær eru því afleit aðferð til að ná skynsamlegri niður stöðu. Þess vegna er veru- legt áhyggjuefni hve mikinn keim opinber umræða á Íslandi ber af kappræðum. Að hluta kann það að stafa af mikilli þjálfun unggæð- inga stjórnmálaflokkanna í þeirri afskræmingu mælskulistarinn- ar sem Morfís er. En kannski eru Íslendingar bara haldnir þeirri firru í óeðlilega miklum mæli að það sé dyggð að bíta eitthvað nógu fast í sig og hanga svo á því eins og hundur á roði. SENN taka Íslendingar eina afdrifaríkustu ákvörðun lýðveldis- sögunnar. Aðild landsins að Evr- ópusambandinu verður borin undir þjóðaratkvæði. Nú ríður á að við ræðum málin af skynsömu viti í stað þess að skiptast á slagorðum. Það þýðir ekki að bjóða þjóðinni upp á þann málflutning að annaðhvort feli aðild í sér himnasælu eða vítis- vist. Þjóðin er gáfaðri en svo. Hún veit of mikið um lönd sambandsins til að hægt sé að ljúga slíku í hana. Það þarf að rökræða aðild, ekki kappræða hana. ÞVÍ miður tel ég ráðningu Davíðs Oddssonar í starf ritstjóra Morgun- blaðsins benda til þess að ekkert slíkt sé á dagskrá þeim megin víg- línunnar. Þar á bæ standi ekkert til nema allsherjar herkvaðning ofan í skotgröfina. Davíð hefur aldrei verið maður yfirvegunar eða sátt- fýsi, heldur ávallt þvermóðsku, þykkjukulda, langrækni og hefni- girni. Hann er holdgervingur alls þess sem ekkert erindi á í vitræna umræðu. Hún mun því fara fram annars staðar en í Mogganum. Minna morfís, meira vit!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.