Fréttablaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 14
14 26. september 2009 LAUGARDAGUR UMRÆÐAN Sturla Böðvarsson skrifar um Evrópumál Það er ánægjulegt að Andrés Pétursson, for- maður Evrópusamtakanna, skuli hafa lesið af áhuga það sem ég skrifaði um Evrópusambandið í vefrit- ið Pressuna. Þar varpa ég fram spurningunni hvort aðild að Evrópusambandinu yrði „fórn eða björgunaraðgerð“. Andrés skrifar grein sem birtist í Fréttablaðinu fimmtudaginn 24. september sl. þar sem hann send- ir mér tóninn. Ekki veitir honum af að lesa annað en áróður fyrir inn- göngu okkar í Evrópusambandið, svo forfallinn sem hann er í þeim efnum. Hann getur þess í tilskrif- unum að hugsanleg aðild að ESB sé mjög umdeild, en kveinkar sér undan því að afstaða mín gangi gegn sjónarmiðum sem fram hafi komið í skýrslu auðlindanefndar Sjálfstæðis flokksins sem hann vitnar til. Ég hef ekki gert athuga- semdir við efni þeirrar skýrslu. Hann getur sér þess til að skýring- in liggi í því að ég hafi ekki lesið umrædda skýrslu. Hann segir skýrsluna draga það fram að öllu sé óhætt fyrir okkur gagnvart inn- göngu í Evrópusambandið. Þetta eru dæmigerð rök aðildarsinna; að væna menn um þekkingarskort eða að andstæðingar aðildar hafi ekki kynnt sér málið. Tilvitnun hans í álit auðlindanefndarinnar, sem hann klippir saman og slepp- ir mikilvægum efnisatriðum, nálg- ast hins vegar fölsun svo alvarlegt sem það er. Andrés getur treyst því að ég hef kynnt mér Evrópumálin nægjanlega vel til þess að geta tekið afstöðu til málsins og verið sam- mála niðurstöðu landsfundar Sjálf- stæðisflokksins sem er; að það þjóni ekki hagsmunum okkar Íslendinga að ganga í Evrópusambandið. Það hittist raunar svo vel á að ég stýrði atkvæðagreiðslu á lands- fundinum þegar stefnan var mörk- uð. Ég hef tekið skýra afstöðu sem ég byggi m.a. á rækilegri skoðun á stefnu og starfs- háttum Evrópusamtakanna og einnig þeirri vinnu sem hefur farið fram á vegum málefnanefnda og auðlinda- nefndar Sjálfstæðisflokks- ins. Ég tel engar líkur á að við getum náð viðunandi samningum við Evrópu- sambandið um okkar mikil- vægustu hagsmunamál. Meginefni Pressugreinar minnar sem Andrés vitnar til er hins vegar hvernig Evrópusambandsþjóðirnar hafa komið fram við okkur í þeim þrengingum sem við höfum átt í eftir hrun bankanna. Andrés og aðrir einlægir aðildar- sinnar hljóta að átta sig á því að við erum beittir ofbeldi af hálfu Breta og Hollendinga í skjóli Evrópu- sambandsins. Skyndilegur áhugi Evrópusambandsins, og þar með sænskra stjórnmálamanna, beinist fyrst og fremst að því að komast yfir auðlindir okkar. Ekki síst auðlindir hafsins og tryggja aðgang að þeim hafsvæðum sem við ráðum. Allt tal um annað er hreinn og beinn barna- skapur og óskhyggja. Andstæðingar aðildar að ESB þurfa ekki að nota gróusögur eins og Andrés held- ur fram til þess að vekja athygli á vinnubrögðum Evrópusambandsins. Þær gætu aldrei tekið raunveruleik- anum fram þegar kemur að fram- göngu t.d. Breta sem hafa beitt sér sérstaklega gegn okkur og halda málum okkar hjá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum í gíslingu. Um leið og ég þakka Andrési fyrir tilskrifin vil ég biðja hann um að skrifa eina góða grein um það hvaða samningsmarkmið hann vill setja í samningum við ESB. Eða er það e.t.v. svo að við eigum að ganga beint til Brussel með hvítan fána við hún í höndum utanríkisráð- herra og biðjast vægðar og afsala okkur öllum okkar rétti sem sjálf- stæð þjóð og biðja um skjól í faðmi Evrópusambandsins? Höfundur er fyrrverandi ráðherra og forseti Alþingis. Formanni Evrópu- samtakanna svarað STURLA BÖÐVARSSON UMRÆÐAN Oddný Sturludóttir og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifa um Evrópumál Eftir seinni heimsstyrjöldina blasti við siðferðislegt hrun í Evrópu. Álfan var í sárum og ljóst var að hörmungar tveggja styrj- alda máttu ekki endurtaka sig. Sjö árum eftir styrjaldarlok var Kol- og stálbanda- lag Evrópu stofnað. Markmið þess var að útiloka að þjóðir Evrópu gætu vígbúist gegn hver annarri. Þá voru sex þjóðir aðilar að bandalaginu. Í dag eru 27 Evrópulönd aðilar að Evrópusambandinu og friður hefur ríkt meðal þeirra frá styrjaldarlokum. Yfir 500 milljónir manna búa í Evrópusambandsríkjum, í 27 fullvalda ríkjum, sem hafa ákveðið að framselja full- veldi sitt í ákveðnum málum til sameiginlegra stofn- ana Evrópusambandsins. Helstu stofnanir þess eru: Leiðtogaráðið þar sem allir æðstu þjóðhöfðingjarnir sitja, ráðherraráðið, þar sem ráðherrar mismunandi málaflokka sitja, framkvæmdastjórnin þar sem hvert ríki á einn framkvæmdastjóra á ákveðnu sviði og svo þingið. Lýðræðisþróunin síðustu ár hefur styrkt mjög stöðu þingsins og raunar er það svo að allir stórir sáttmálar sem hafa verið samþykktir síðan árið 1986 hafa stóraukið völd þingsins. Smáríki hafa hlutfalls- lega meira vægi atkvæða í ráðherraráðinu og rík hefð er fyrir því innan Evrópusambandsins að taka tillit til sjónarmiða allra aðildarlanda, stórra sem smárra. Það sem er þó mikilvægast í allri umræðu um Evrópu- sambandið og virkni þess er sú staðreynd að í 85% tilvika eru mál afgreidd án ágreinings. Þar skiptir miklu tilurð sambandsins sem friðarbandalags Evrópu og samhljómur og samstaða eru því ofar öllu. Árangur samstarfs Evrópuþjóða Á síðastliðnum 15 árum hafa 25.000 Íslendingar þegið styrki og verið þátttakendur í evrópsku samstarfi á sviðum mennta, vísinda, nýsköpunar og æskulýðs- mála. Evrópusambandið er leiðandi í mennta- og nýsköpunarmálum þar sem opið samráð, skilgreind markmið og árangursmat eru lykilþættir. Evrópusambandsríkin eru ótvíræðir leiðtogar í loftslagsmálum. Skiptir þar mestu órofa samstaða Evrópusambandsríkja við ákvarðanatökuborð heims- ins, sérstaklega gagnvart Bandaríkjunum og Kína. Evrópusambandið hefur sett sér það markmið að fyrir árið 2020 náist 20% samdráttur í kolefnislosun og að 20% orkunnar komi frá endur- nýjanlegum orkugjöfum. Ísland hefur alla burði til að verða leið- andi í þessu starfi og er auk þess eitt örfárra Evrópuríkja sem státa af víðfeðmri, ósnortinni náttúru. Byggðastefna Evrópusambandsins er um margt nútímaleg og ólík því sem við þekkjum. Hún er hugsuð heildrænt, jafnt fyrir strjálbýli sem borgir, hún er ekki hugsuð á þeim núningsnótum að þéttbýli og dreif- býli séu keppinautar. Rúmlega þriðjungur fjárlaga Evrópusambandsins fer til byggðamála, til að jafna kjör íbúa álfunnar. Höfuðmarkmið byggðastefnunnar er samkeppnishæfni, atvinnusköpun og samstarf svæða. Það er auðvelt að vera vitur eftir á en gott hefði verið að Íslendingar hefðu tamið sér góð vinnu- brögð fyrr, nú þegar sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu hafa farið fram úr sér í nýbyggingum svo um munar. Samstarf sveitarfélaga er hér hinn mikli galdur og Íslendingar geta lært heilmikið í öguðum vinnubrögðum af öðrum Evrópuþjóðum. Endurheimtum fullveldið Íslendingar hafa haft mikinn ávinning af alþjóðasam- starfi í gegnum tíðina með margvíslegu samstarfi á ótal sviðum. Við þurfum á alþjóðlegu samstarfi að halda, hér eftir sem hingað til, og það sem meira er um vert – við höfum heilmikið fram að færa á alþjóðavett- vangi. Enginn er eyland og rödd Íslands í alþjóðasam- félaginu verður að heyrast. Við erum þjóð meðal þjóða og tökum okkur alvarleg sem slík. Evrópusambandið er ekki fullkomið, ekki frekar en Sameinuðu þjóðirnar, Alþingi Íslendinga eða Norðurlandaráð. En til þess að hafa áhrif á þróun mála í Evrópusambandinu, sem nú þegar hefur mikil áhrif á nær alla þætti íslensks sam- félags, verðum við að bera höfuðið hátt og taka þátt. Við erum nú þegar aðilar að samningnum um hið Evr- ópska efnahagssvæði og tökum því upp fjölda tilskip- ana Evrópusambandsins í íslensk lög. En við höfum engin áhrif á gerð tilskipananna innan Evrópusam- bandsins því við stöndum fyrir utan. Við höfum því afsalað okkur fullveldi á ýmsum sviðum en með aðild að Evrópusambandinu værum við að endurheimta full- veldið. Við höfnum því að Ísland standi áfram á hliðar- línunni. Spilum heldur sóknarleik og verum virkir þátttakendur í bandalagi sem var stofnað af Evrópu- þjóðum með frið, menningu og lífsgæði borgaranna að leiðarljósi. Verum stolt þjóð meðal þjóða. Oddný er borgarfulltrúi Samfylkingar og Sigríður alþingismaður. Hugsjónin um Evrópu UMRÆÐAN Hlynur Hallsson skrifar um myndlist Það eru mikil verðmæti fólgin í menningunni á Íslandi, og ekki síst beinar tekjur þrátt fyrir að öðru sé stundum haldið fram. Ferðamenn streyma til landsins til að njóta tónlistar og myndlistar, fara á söfn og á tón- leika, í leikhús og flytja inn gjald- eyri í miklu magni, þetta eru beinar tekjur sem verslanir og þjónustu- fyrirtæki njóta góðs af. Undirstaðan fyrir öllu þessu er listamenn. Þegar myndlistar maður setur upp sýningu fá allir greitt fyrir sína vinnu nema listamaður- inn. Prentarinn fær greitt fyrir að prenta boðskort og sýningarskrá. Flutningabílstjórinn fær greitt fyrir að flytja verkin á sýninguna. Starfsmenn safnsins fá borgað fyrir að setja sýninguna upp, vakta hana og veita gestum upplýsingar. Sýn- ingarstjórinn fær auðvitað greitt fyrir sína vinnu, einnig fjölmiðla- fulltrúinn og blaðamennirnir sem fjalla um sýninguna. Ræstinga- fólkið fær auðvitað greitt fyrir sína vinnu (að vísu allt of lítið). Smiðir og málarar fá greitt fyrir að laga húsnæðið að þörfum sýningarinnar. Veitingamenn fá greitt fyrir seldar veitingar og opnun. Þannig mætti lengi telja. Svo er það bara spurn- ing hvort eitthvað selst af verkun- um og þá fær listamaðurinn hluta af því ef hann er svo heppinn. Listamannalaunin eru því kær- komin. Flestir listamenn sem ég þekki eru að vinna aðra vinnu ásamt því að leggja stund á sína list. Starfslaun gera þeim kleift að einbeita sér að listinni í ákveðinn tíma, 6 eða 12 mánuði, og örfáir fá jafnvel tveggja ára starfslaun. Þetta er ekki styrkur heldur laun sem eru greidd sem verk- takagreiðsla og af þeim þarf að borga skatta og öll hefðbundin gjöld. Launin fara svo í framleiðslu á verkum og í allan þann kostnað sem fylgir því að setja upp sýningar. Launin fara því beint út í þjóðfélagið aftur. Skila þarf skýrslu um hvernig laununum er varið og hvað listamaðurinn hefur gert. Umsóknar ferlið er einnig tals- vert og sem betur fer er skipt um fólk í úthlutunarnefnd á hverju ári til að fjölbreytt sjónarmið og viðmið komist að. Útgjöld ríkisins til lista- mannalauna eru eitthvert ódýrasta framlag til atvinnu- og verðmæta- sköpunar sem veitt eru af opinberu fé. Hinar skapandi greinar búa til fjölmörg önnur störf og fækka þar með atvinnulausum sem dregur úr bótagreiðslum hins opinbera. Það er því mikið fagnaðarefni að loksins skuli vera fjölgað þeim mánuðum sem eru til úthlutunar listamannalauna. Listamenn eru snillingar að vinna í sjálfboða- vinnu en það gengur auðvitað ekki endalaust. Þess vegna eru smá laun kærkomin. Frestur til að sækja um listamannalaun rennur út 19. októ- ber á www.listamannalaun.is og ég hvet alla myndlistarmenn til að sækja um. Höfundur er formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna. Þjóðhagslega hagkvæm listamannalaun HLYNUR HALLSSON ODDNÝ STURLUDÓTTIR SIGRÍÐUR INGI- BJÖRG INGADÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.