Fréttablaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 72
48 26. september 2009 LAUGARDAGUR FÓTBOLTI FH-ingar hafa verið frá- bærir sóknarlega í Pepsi-deild karla í sumar sem sést best á því að liðið er búið að skora 56 mörk í 21 leik eða 2,7 mörk að meðaltali í leik. Það hefur aðeins eitt lið skor- að fleiri mörk í efstu deild á einu tímabili frá upphafi og það voru Skagamenn sem skoruðu 62 mörk (í 18 leikjum) sumarið 1993. Alveg eins og með Skagamenn fyrir sextán árum eru það þrír leik- menn FH-liðsins sem hafa verið í aðalhlutverki í sóknarleiknum. Hafnarfjarðarliðið á þrjá mark- sæknustu leikmenn Pepsi-deildar karla þegar aðeins loka umferðin er eftir. Þetta eru þeir Atli Viðar Björnsson, Atli Guðnason og Matthías Vilhjálmsson. Skagamenn höfðu þá Þórð Guðjónsson (19 mörk, 7 stoðsend- ingar), Harald Ingólfsson (14 mörk, 9 stoð- sendingar) og Mihajlo Bibercic (13 mörk, 6 stoðsending- ar) í fararbroddi í sókninni sinni þegar þeir settu markamet sitt sumarið 1993. Atlarnir hafa báðir átt þátt í 21 marki í sumar, Atli Viðar í 20 leikj- um og Atli Guðnason í 19 leikjum en Matthías Vilhjálmsson hefur síðan átt þátt í 20 mörkum í 21 leik. Matthías er eini leikmaður deild- arinnar sem hefur bæði skorað 10 mörk og gefið 10 stoðsendingar. Atli Guðnason hefur fastan stað á vinstri vængnum og Atli Viðar Björnsson spilar sem fremsti maður en Matthías hefur verið að spila á ýmsum stöðum á vellinum. Matthías hefur leikið á miðjunni, á hægri kanti og jafnvel sem bakvörður en hefur engu að síður skil- að frábærri markatölfræði í sumar. Einhver þeirra þriggja hefur átt beinan þátt í 50 af 56 deildarmörkum FH-liðsins og í mörgum tilfellum hafa þeir verið að leggja upp mörk hver fyrir annan. FH-liðinu hefur aðeins mistekist að skora í þremur af 21 deildarleik í sumar. Í seinni tveimur leikjunum spiluðu þeir í 150 mínútur án Atla Guðnasonar og í þeim fyrsta misstu þeir fyrir- liða sinn út af með rautt spjald eftir aðeins 19 mínútur. FH-ingar tryggðu sér Íslands- meistaratitilinn um síðustu helgi en geta tryggt sér tvo aðra ein- staklingstitla í lokal- eiknum um helgina, markakóngs- t it i l i nn og stoðsendingatitilinn. Atli Viðar Björnsson er lang- markahæsti leikmaður deild- arinnar með 14 mörk og gullskóinn vísan fyrir síðustu umferðina. Hann hefur þriggja marka for- skot á Blikann Alfreð Finn- bogason, Grindvíkinginn Gilles Daniel Mbang Ondo og KR- inginn Björgólf Takefusa. Matthías Vilhjálmsson hefur gefið flestar stoðsendingar í deild- inni eða alls 10. Hann hefur eina stoðsendingu í forskot á næstu menn sem eru FH-ingurinn Atli Guðnason, KR-ingurinn Gunnar Örn Jónsson og Stjörnumaðurinn Halldór Orri Björnsson. Lokaumferðin fer fram í dag og hefjast allir leikirnir klukk- an 16.00. Þá mætast Valur-KR, Stjarnan-Fjölnir, Breiða- blik-Grindavík, Fram- Þróttur R., Keflavík- ÍBV og Fylkir-FH. ooj@frettabladid.is Þríhöfða sóknarlína hjá FH í sumar FH-ingar eiga þrjá marksæknustu leikmenn Pepsi-deildar karla þegar aðeins ein umferð er eftir. Atli Viðar Björnsson, Atli Guðnason og Matthías Vilhjálmsson hafa allir átt þátt í 20 mörkum FH-liðsins í sumar. FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í Mónakó-liðinu fá Saint- Étienne í heimsókn í frönsku 1. deildinni klukkan 17.00 í dag. Leik- urinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Þetta verður fjórði leikur Eiðs Smára með Mónakó en honum hefur enn ekki tekist að skora á þeim 190 mínútum sem hann hefur spilað fyrir félagið. Að þessu sinni fá þeir eitt af neðstu liðum deildarinnar í heim- sókn og það ætti því að vera kjörið tækifæri hjá Eiði að opna marka- reikninginn í dag. Saint-Étienne vann þó 4-1 sigur á Nice í deildar- bikarnum í vikunni á sama tíma og Mónakó tapaði 0-2 fyrir Veig- ari Páli Gunnarssyni og félögum í Nancy. Alain Perrin, þjálfari Saint-Éti- enne, hræðist fjögurra manna sóknarlínu Mónakó-liðs- ins. „Ég hef ekki verið ánægður með vörn- ina hjá okkur og við erum enn að finna réttu blönduna. Við þurfum því að passa á okkur á kvartettinum hjá Món- akó því Park, Guðjohnsen, Nene og Alonso eru allir teknískir og skeinuhættir leikmenn. Mónakó er að byggja upp mjög sterkt lið og þessi leikur verður stórt próf fyrir okkur,” sagði Perrin fyrir leikinn á heimasíðu félagsins. Þeir Chu Young Park, Nene og Alejandro Alonso hafa allir notið góðs af komu Eiðs Smára og þeir tveir síðarnefndu hafa báðir skorað tvö mörk í tveimur deildarleikjum hans í Mónakó. Íslenskur leikmaður hefur ekki skorað í frönsku 1. deildinni síðan faðir Eiðs Smára, Arnór Guðjohnsen, skoraði fyrir Bordeaux 20. apríl 1991. Veigar Páll Gunnars- son hefur ekki enn kom- ist á blað hjá Nancy enda hefur hann aðeins fengið að spila í 147 mín- útur samanlagt í deildinni. Okkur Íslend- ingum finnst þó alveg vera tími kominn á að okkar maður reki af sér slyðruorð- ið og komist á blað í franska boltanum. - óój Mónakó mætir Saint-Étienne í frönsku deildinni: Eiður bíður enn eftir fyrsta markinu sínu Í BÚNINGI MÓNAKÓ Eiður Smári Guðjohn- sen. NORDICPHOTOS/AFP Atli Viðar Björnsson, FH 21 (14 mörk skoruð + 7 mörk undirbúin) Atli Guðnason, FH 21 (10 mörk skoruð + 11 undirbúin) Matthías Vilhjálmsson, FH 20 (10 mörk skoruð + 10 undirbúin) Björgólfur Takefusa, KR 18 (11 mörk skoruð + 7 undirbúin) Gilles Mbang Ondo, Grindavík 18 (11 mörk skoruð + 7 undirbúin) Gunnar Örn Jónsson, KR 17 (8 mörk skoruð + 9 undirbúin) Ingimundur Níels Óskarsson, Fylki 17 (7 mörk skoruð + 10 undirbúin) Halldór Orri Björnsson, Stjörnunni 17 (7 mörk skoruð + 10 undirbúin) Alfreð Finnbogason, Breiðabliki 16 (11 mörk skoruð + 5 undirbúin) Kristinn Steindórsson, Breiðabliki 14 (7 mörk skoruð + 7 undirbúin) Tryggvi Guðmundsson, FH 13 (7 mörk skoruð + 6 undirbúin) Baldur Sigurðsson, KR 13 (7 mörk skoruð + 6 undirbúin) Guðmundur Benediktsson, KR 12 (4 mörk skoruð + 8 undirbúin) Hjálmar Þórarinsson, Fram 11 (7 mörk skoruð + 4 undirbúin) Almar Ormarsson, Fram 11 (6 mörk skoruð + 5 undirbúin) Óskar Örn Hauksson, KR 11 (6 mörk skoruð + 5 undirbúin) Scott Ramsay, Grindavík 11 (4 mörk skoruð + 7 undirbúin) Fimm hafa átt þátt í 10 mörkum FÓTBOLTI Chelsea getur komist í fámennan hóp vinni liðið Wigan í ensku úrvalsdeildinni í dag. Chelsea hefur unnið sex fyrstu leiki sína í deildinni og alls ellefu deildarleiki í röð ef tekið er með endirinn á síðasta tímabili. Það eru aðeins lið Arsenal (14 sigrar í röð frá febrúar til ágúst 2002) og Manchester United (12 sigrar í röð frá mars til ágúst 2000) sem geta státað af því að hafa unnið svo marga leiki í röð í ensku úrvalsdeildinni. - óój LEIKIR HELGARINNAR Laugardagur Portsmouth-Everton Kl. 11.45 Birmingham-Bolton Kl. 14.00 Blackburn-Aston Villa Kl. 14.00 Liverpool-Hull Kl. 14.00 Stoke-Man. Utd Kl. 14.00 Tottenham-Burnley Kl. 14.00 Wigan-Chelsea Kl. 14.00 Fulham-Arsenal Kl. 16.30 Sunnudagur Sunderland-Wolves Kl. 15.00 Mánudagur Man City-West Ham Kl. 19.00 Chelsea á toppnum í enska: Heldur sigur- gangan áfram? FRÁBÆR BYRJUN Chelsea hefur ekki enn tapað stigi undir stjórn Ítalans Carlo Ancelotti. NORDICPHOTOS/AFP ATLI GUÐNASON Leikir 19 Mínútur spilaðar 1595 Mörk+mörk undirbúin 10+11 Þáttur í mörkum 21 Mín. á milli marka 159,5 Mín. á milli skapaðra marka 76,0 MATTHÍAS VILHJÁLMSSON Leikir 21 Mínútur spilaðar 1887 Mörk+mörk undirbúin 10+10 Þáttur í mörkum 20 Mín. á milli marka 188,8 Mín. á milli skapaðra marka 94,4 ATLI VIÐAR BJÖRNSSON Leikir 20 Mínútur spilaðar 1658 Mörk+mörk undirbúin 14+7 Þáttur í mörkum 21 Mín. á milli marka skoraða 118,4 Mín. á milli skapaðra marka 79,0 ÞÁTTUR Í FLESTUM MÖRKUM Í PEPSI-DEILD KARLA Frumsýnd 28. september í Háskólabíói Stranglega bönnuð innan 18 ára Alls ekki fyrir viðkvæma „Afskaplega undarleg, gríðarlega óvenjuleg og skringilega fullkomin!“ - Damon Wise, Empire „Frammistaða Dafoe og Gainsbourg er óttalaus og flokkast sem hetjudáð.... Ég get ekki hætt að hugsa um þessa mynd. Þetta er alvöru kvikmynd og hún yfirgefur huga minn ekki. Von Trier hefur náð til mín og komið mér úr jafnvægi.“ - Roger Ebert „Þetta var bara viðbjóður. Hann er greinilega ekki með réttu ráði höfundurinn.“ - Jón Baldvin Hannibalsson „Ég hellti í mig brennivíni þegar ég kom heim, bara til að hrista upp í mér og fá doðann úr líkamanum.“ - Bryndís Schram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.