Fréttablaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 47
heimili&hönnun ● heimili Þ etta skemmtilega taflborð eftir spænska hönnuðinn Jaime Hayón, sem nefnist The Tournament, er á meðal þess sem var til sýnis á ný- afstaðinni hönnunarhátíð í London. Samanstendur taflborðið af 32 tveggja metra háum taflmönnum sem gnæfðu yfir gesti og gangandi sem áttu leið um Trafalgar-torg í miðborginni. Mikil vinna liggur að baki verkinu og við gerð þess átti Hayón í nánu samstarfi við sérfræðinga Bosa, ít- alska keramíkframleiðandans. Engir tveir taflmenn eru eins; á einhverja hefur hönnuðurinnn handmálað tákn sem vísa í sögu London. Aðrir minna í útliti á þekktar byggingar þar í borg, turna, spírala og fleira. Sjálfur segist hönnuðurinn hafa búið í London í þrjú ár og á þeim tíma hafi hann uppgötvað ýmislegt sem hafi komið honum gjörsam- lega í opna skjöldu. Hann vildi láta verkið endurspegla þessar uppgötv- anir ásamt því að fá borgarbúa sjálfa og auðvitað ferðamenn nálgast sögu borgarinnar á nýstárlegan hátt. Frumleg framsetning Hönnuðurinnn hæstánægður með taflið sem var til sýnis á hönnunarhátíð í London. ● LÆRT AÐ PRJÓNA það hefur væntanlega ekki farið fram- hjá nokkrum manni að það er í tísku að prjóna þessa dagana. En til er fólk sem ekki kann að velja prjóna sem henta garninu sem prjóna á úr og hefur aldrei fitj- að upp eða notið þess að taka sér prjóna í hönd á síðkvöldum. Þetta fólk þarf ekki að gráta örlög sín heldur bara að taka prjónana í sínar eigin hendur og byrja. Það getur fundið upplýsingar á net- inu svo sem á knittinghelp.com eða farið á námskeið hjá fagfólki. Í hannyrðaversluninni Storknum er til dæmis boðið upp á fjölbreytt námskeið í prjóni, hekli og bútasaumi í vetur. Á dagskrá eru komin nokkur námskeið sem hefjast í september og október en upplýsingar um þau má finna á síðunni storkurinn.is. LJÓSIN LOGA HJÁ ÓLA PRIK Sænski hönnuðurinn Marie-Louise Gustafsson fékk þá hugmynd að breyta blýantsmjórri skissu af Óla prik í lampa sem hefur fengið nafnið MAÑANA. Útkoman er óneitanlega spaugileg en hugmyndin þó ekki al- vitlaus enda minna lampar á fæti með skerm óneitanlega á slánalegan karl. - ve A T A R N A í september Glæsilegar vörur nú á Tækifærisverði. Láttu drauminn rætast. Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Skoðið Tækifæristilboðin á www.sminor.is Umboðsmenn um land allt. Tæki færi Yfirburðir Fréttablaðsins staðfestir! Fréttablaðið er með 106% meiri lestur en Morgunblaðið. Meðallestur á tölublaði á höfuðborgarsvæðnu, 18 – 49 ára. Könnun Capacent í maí 2009 – júlí 2009. Fréttablaðið er sem fyrr mest lesna dagblað landsins með glæsilegt forskot á samkeppnisaðila sinn eins og síðasta könnun Capacent Gallup ótvírætt sýnir. Við erum auðvitað rífandi stolt af þessum góða árangri og bendum auglýsendum á að notfæra sér forskot okkar þegar þeir velja auglýsingamiðil. MORGUNBLAÐIÐ 35% FRÉTTABLAÐIÐ 72% LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2009
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.