Fréttablaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 78
54 26. september 2009 LAUGARDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
PERSÓNAN
LÁRÉTT
2. skordýr, 6. í röð, 8. tunna, 9.
æxlunarkorn, 11. vörumerki, 12.
nautnameðal, 14. fyrirmynd, 16. tveir
eins, 17. þrí, 18. segi upp, 20. frá, 21.
tilræði.
LÓÐRÉTT
1. lítið, 3. í röð, 4. endurnefna, 5.
fljótfærni, 7. aldin, 10. hljóðfæri, 13.
sigað, 15. blóm, 16. hrökk við, 19.
bókstafur.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. maur, 6. áb, 8. áma, 9.
gró, 11. ss, 12. tóbak, 14. mótíf, 16.
bb, 17. trí, 18. rek, 20. af, 21. árás.
LÓÐRÉTT: 1. lágt, 3. aá, 4. umskíra, 5.
ras, 7. brómber, 10. óbó, 13. att, 15.
fífa, 16. brá, 19. ká.
Ingvar Geirsson
Aldur: 36 ára.
Starf: Tónlistarnörd og verslunar-
eigandi.
Foreldrar:
Geir Viðar
Guðjóns-
son læknir
og Jónína
Ingvarsdóttir,
starfsmaður
Landspítalans.
Fjölskylda:
Konan heitir
Mumbi Kihohia og við eigum Lúkas
Geir og Gabríel Geir. Þriðja barnið er
væntanlegt eftir tvo mánuði.
Búseta: Hverfisgata 78.
Stjörnumerki: Meyja.
Ingvar hefur opnað plötubúðina Lucky
Records á Hverfisgötu 82 þar sem vínyl-
plötur eru í miklu úrvali.
„Ég held að hún hafi sjaldan verið
jafnflott dómnefndin á Nordisk
Panorama,“ segir Guðrún Edda
Þórhannesdóttir, framkvæmda-
stjóri hátíðarinnar sem stendur
yfir fram í næstu viku. „Ísland
virðist trekkja að stærri nöfn en
hin Norðurlöndin.“
Þrír þungavigtarmenn úr alþjóð-
legum kvikmyndaheimi eru í dóm-
nefnd þessarar stutt- og heimildar-
myndahátíðar. Þeir eru Frederic
Boyer sem verður listrænn stjórn-
andi yfir Director´s Fortnight-dag-
skránni á Cannes-hátíðinni næsta
vor, Trevor Groth, sem stjórn-
ar vali á myndum á Sundance-
hátíðina, og Sharon Badal, dag-
skrárstjóri í stuttmyndaflokki
fyrir Tribeca-hátíðina. Meðfram
dómnefndarstörfum sínum ætla
þau að leita að myndum á Nord-
isk Panorama til að sýna á sínum
hátíðum. „Ef þú ert valinn inn á
réttu hátíðina hjálpar það mikið
við alla sölu og til að vekja athygli
á myndinni,“ segir Guðrún Edda
og bætir við að mikill fengur sé að
fá þetta fólk til landsins.
Um 450 aðilar úr kvikmynda-
bransanum taka þátt í Nordisk
Panorama og hittast meðal ann-
ars í Iðnó þar sem myndir ganga
kaupum og sölum. Starfsmenn
sjónvarpsstöðva á borð við hina
frönsku Canal+ og Arte, auk kan-
adísku heimildarmyndahátíðar-
innar Hot Docs verða á svæðinu
í von um að veiða til sín gæða-
myndir. Einnig verður hér stadd-
ur blaðamaðurinn Eric Legendre
frá hinu virta bandaríska kvik-
myndariti Variety sem ætlar að
gera Nordisk Panorama sérlega
góð skil. - fb
Þungavigtarfólk í dómnefnd
GUÐRÚN EDDA ÞÓRHANNESDÓTTIR
Framkvæmdastjóri Nordisk Panorama
er hæstánægð með dómnefndina á
Nordisk Panorama. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
„Við erum að fara bjóða upp á þessa Glómotion-þjálfun sem ég notaði meðal
annars með Kim Basinger og Brandon Routh,“ segir Guðni Gunnarsson,
Rope Yoga-gúrú okkar Íslendinga. Guðni vakti mikla athygli á sínum tíma
þegar fjölmiðlar greindu frá því að áðurnefndir leikarar
væru meðal skjólstæðinga hans í Hollywood þar sem hann
bjó í sextán ár. Guðni undirbjó Routh meðal annars fyrir
þá miklu athygli sem hann myndi hljóta í kjölfar Ofur-
mennis-myndarinnar með Glómotion-æfingunum. Guðni
og Ofurmennið urðu miklir vinir og var Guðna meðal
annars boðið í brúðkaup leikarans. Hann viðurkennir
reyndar að hann hafi ekki heyrt frá Routh í töluverð-
an tíma en bjóst við að það myndi breytast í
lok þessa árs en þá ætlar fjölskyldan að fara
á fornar slóðir og halda upp á jól og nýtt ár
í Los Angeles.
Of mikið pláss fer í að útskýra
Glómotion-þjálfunina í þaula en í stuttu
máli, að sögn Guðna, er reynt að ná
sem mestu út úr líkamanum á sem
skemmstum tíma með því að láta
hann alltaf vera að gera eitthvað nýtt.
Svo mörg voru þau orð. Annars er í nægu
að snúast hjá Guðna því Rope Yoga-setrið
er að opna útibú meðal kúrekanna í Ariz-
ona. „Við ætlum ekkert sjálf að flytja út
heldur ætlum við bara að ýta þessu úr vör.
Við munum þjálfa starfsfólkið til að sinna
þessu fyrir okkur þannig og sinnum bara
markaðssetningunni héðan,“ segir Guðni,
hvergi banginn við útrásina. „Hugmyndin
var alltaf sú að Rope Yoga-setrið hér yrði
svona sýnishorn og að það myndi fara út
um allan heim.“ - fgg
Rope Yoga-setrið opnar útibú í Arizona
ÞJÁLFUN AÐ HÆTTI STJARNANNA
Guðni Gunnarsson, Rope Yoga-gúru, hyggst
loksins bjóða Íslendingum upp á sömu þjálfun
og hann notaði fyrir Hollywood-stjörnurnar Kim
Basinger og Brandon Routh. Hann er jafnframt
að fara að opna Rope Yoga-setur í Arizona.
Þrettánda bók Arnaldar Ind-
riðasonar kemur út fyrir jólin.
Lögreglumaðurinn Erlendur er í
aðalhlutverki að nýju eftir að hafa
verið settur til hliðar í síðustu
bók höfundarins. Bók
Arnaldar hefur fengið
nafnið Svörtuloft. Þar
mun ekki vera um
vísun í Seðlabanka
Davíðs Oddssonar að
ræða, heldur svæði
yst á Snæfellsnesi, í
nágrenni við Önd-
verðarnes.
Fyrsti þátturinn af Fangavaktinni
verður sýndur á Stöð 2 annað
kvöld. Þeir sem fengið hafa að sjá
þáttinn láta mjög vel af frammi-
stöðu Björns Thors sem leikur einn
af föngunum. Þá þykja Ingvar E.
Sigurðsson og Ólafur Darri gefa
góð fyrirheit sömuleiðis. Tveir
aukaleikarar vöktu sömu-
leiðis mikla athygli.
Frosti „Gringó“ og
Garðar Ómarsson
sem betur er þekktur
sem Gaz-Man úr Merz-
edes Club. Vart þarf
að taka það fram
að hans framlag
felst að mestu
í því að hnykla
vöðvana.
Hið virta bókaforlag McGraw Hill,
sem gefur út bók Ásgeirs Jóns-
sonar, Why Iceland, hefur samið
um útgáfu á bókinni í Þýskalandi.
Auk þess eru útgefendur í Kína,
Tékklandi, Kóreu, Noregi og víðar
að skoða útgáfu hennar. Bókin
er þegar komin út í Bandaríkjun-
um og hefur þegar verið gerð að
skyldulesningu í hagfræðikúrsum í
sumum háskólum. Þessa dagana er
svo unnið að íslenskri þýðingu Why
Iceland. Samkvæmt upplýsingum
frá útgefanda verður
bókin staðfærð og
löguð að íslensk-
um lesendum og
kemur út um miðjan
nóvember. - hdm
FRÉTTTIR AF FÓLKI
„Það er ekkert barnaefni sem
tengist Formúlu 1-keppninni beint
en við munum vonandi breyta
því,“ segir Sigvaldi J. Kárason
leikstjóri. Hann tekur nú þátt í
sannkölluðu frumkvöðlaverkefni,
teiknimyndaseríu sem nefnist
Franco and Formula Fun. Þætt-
irnir fjalla um strákinn Franco
sem hverfur inn í Formúlu 1-heim-
inn og flýgur heimshornanna á
milli í flugvélinni sinni. Um borð
eru síðan formúlu-fun bílarnir og
lætur Franco þá keppa á ævin-
týralegum brautum.
Búið er að gera stiklu fyrir
seríuna og hugmyndin keppir til
úrslita á sjónvarps- og auglýs-
ingahátíðinni í Cannes sem hefst
í næstu viku. „Hún þykir ein af
fimm áhugaverðustu myndunum
fyrir börn á markaðnum í dag ef
marka má þetta,“ segir Sigvaldi
en þegar hafa nokkrar sjónvarps-
stöðvar sett sig í samband. „Þetta
hefur gengið vonum framar hjá
okkur og vonandi gengur þetta
allt saman upp.“
Sigvaldi segir að upphaflega
hugmyndin komi frá konu að nafni
Marina Nicholas. Maðurinn henn-
ar er forfallinn Formúlu 1-aðdá-
andi en henni þótti vanta leið til
að tengja saman eiginmanninn
og son þeirra hjóna. „Og þaðan er
þessi hugmynd kominn um Franco
og Formúlu 1.“ Sigvaldi var síðan
fenginn til að stjórna enda orðinn
nokkuð þekktur í þessum geira
fyrir störf sín í Latabæ. Hann fór
síðan á kreik, fékk inni hjá hinu
virta myndveri Blue-Zoo Studios
í London og eftir það fór serían í
fimmta gír. Sigvaldi hafði einnig
nokkra Íslendinga með sér út til
Bretlands til að vinna að verkefn-
inu. „Og þeir stóðu sig allir alveg
ótrúlega vel. Það var líka gaman
að geta gefið þeim tækifæri til að
flýja land í smá tíma.“
Og að sjálfsögðu er smá boð-
skapur í seríunum og þetta snýst
ekki allt um hraðskreiða bíla.
„Nei, við leggjum mikla áherslu
SIGVALDI J. KÁRASON: GERIR BARNAEFNI BARA FYRIR STRÁKA
Kominn í úrslit á Cannes
með Formúlu 1-teiknimynd
Í HÓPI ÁHUGAVERÐ-
USTU BARNAÞÁTTA
Franco and Formula Fun þykir vera í
hópi áhugaverðustu barna-
þáttanna á sjónvarps-og
auglýsingahátíðinni í
Cannes sem hefst í
næstu viku. Sigvaldi
J. Kárason leikstýrir
þáttunum, sem fjalla
um strákinn Franco
og ferðalög og for-
múlubílana hans.
á landafræði og þættirnir snúast
líka mikið um vináttu og barátt-
una gegn einelti.“ Leikstjórinn
segir þau heldur ekkert vera í
felum með þá staðreynd að Fran-
co og Formula Fun sé hugsuð fyrir
stráka. „Nei, það er alveg kórskýrt
að þetta er strákavara, við erum
ekkert að reyna að ýta því undir
stól.“ freyrgigja@frettabladid.is
Auglýsingasími
– Mest lesið
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8
1 Davíð Oddsson og Haraldur
Johannessen.
2 Í Vestmannaeyjum.
3 Þrisvar.