Fréttablaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 22
22 26. september 2009 LAUGARDAGUR B jörgvin smíðar orgelin sín í frið- semdinni á Stokkseyri og hefur gert síðustu ár. Áður var hann í Mosfellsbænum, þar sem hann sleit barnsskónum en þá var bærinn sá raunar sveit. „Stokkseyri er paradís og okkur hefur verið mjög vel tekið hér,“ segir Björgvin sem keypti sér gamalt hús í þorpinu fyrir margt löngu og notaði sem frístundahús fyrir sig og fjölskylduna. „Sumir segja að ég hafi bara keypt húsið út af nafninu. Það heitir Björgvin,“ segir hann og hlær. Seinna bauðst honum svo atvinnu- húsnæði til kaups á góðu verði og sló til. Hann fluttist búferlum og opnaði verk- stæði sitt árið 2005. Formleg opnun var 12. október, á fæðingardegi Páls Ísólfssonar, þess mikla organista og tónlistarmanns. Verkstæðið er í gamla hraðfrystihúsinu en hvorki er að sjá né finna að þar hafi fisk- ur verið unninn og frystur um árabil. „Við gerðum þetta flott og fínt en það tók sinn tíma að losna við lyktina.“ Sameinar áhugamálin Í stað fiskilyktarinnar forðum angar loftið á verkstæðinu við Hafnargötuna á Stokkseyri af dýrindis viðarlykt. Auðvitað fer fínasti viður í orgelin sem eru jú, auk annars, sómi hverrar kirkju. En hvað rak Björgvin í orgelsmíðanám á sínum tíma? „Ég lærði tónmenntakennslu á sínum tíma og hafði mikinn áhuga á bæði tónlist og smíðum. Það má segja að ég hafi sameinað þessi tvö áhugamál og þessar tvær starfsgreinar í einni með því að verða orgelsmiður.“ Haustið 1978 hélt Björgvin til Þýskalands og lauk sveinsprófi frá Orgel- bau Fachschule Ludwigsburg 1983. Hann starfaði í þrjú ár hjá meistara sínum en kom heim 1986 og vann í fyrstu við viðgerðir og stillingar orgela. Árið 1998 var Björg- vin fenginn til að smíða lítið orgel í Akur- eyrarkirkju og í framhaldinu fylgdu fleiri verkefni. Áraverk og áransverk Nú, rúmum tuttugu árum síðar, eru org- elin orðin 30 og unnið er að uppsetningu þess 31. í Blönduóskirkju. Vígsla er áform- uð um miðjan nóvember. Slíkar stundir eru stressandi fyrir orgelsmiðinn enda skipt- ir hvert smáatriði máli þegar orgelsmíði er annars vegar. „Þetta eru erfiðar athafnir. Það getur alltaf eitthvað komið upp á. Þegar unnið er með tré og borað og sagað getur sagkorn þvælst undir einhvern ventilinn sem orsakar að tónninn þagnar ekki. Ger- ist það vill maður hverfa,“ segir Björgvin. „En þegar komin er reynsla á hljóðfærið er gott að sitja í kirkju og hlusta á það.“ Það tekur annars um eitt ár að smíða orgel. Orgelsmíði er áraverk og áransverk, segir Björgvin stundum í gríni. Verðið er jafnan um og yfir þrjátíu milljónir króna. En Björgvin er ekki einn að verki, með honum eru tveir völundar; Jóhann Hallur Jónsson húsgagnasmiður, sem unnið hefur með Björgvini í rúm fimmtán ár, og Guð- mundur Gestur Þórisson, smiður á Stokks- eyri, sem kom til starfa á verkstæðinu þegar það var flutt í þorpið. Synir Björg- vins, Egill og Júlíus Óttar, hafa líka unnið við orgelsmíði og viðgerðir á verkstæði föður síns undanfarin ár. Júlíus vinnur þar í dag og langar að feta í fótspor föður síns, læra iðnina í Þýskalandi. Fær ekki alltaf að bjóða Það eru blikur á lofti. Björgvin óttast að starfsemi hans og þar með orgelsmíði á Íslandi sé að líða undir lok. Orgelið á Blönduósi kann að verða síðasta nýsmíði Björgvins og félaga. „Við vitum ekkert hvar við erum staddir,“ segir hann. Ástæðan er sambland af bágu efnahags- ástandi og sú staðreynd að Björgvin hefur ekki smíðað eitt einasta orgel að tilhlutan orgelnefndar Þjóðkirkjunnar eða söngmála- stjóra embættisins. Víkjum fyrst að kreppunni. „Ég gerði samning um smíði orgels í Guðríðarkirkju í Grafarholti en þau þar vita ekki hvað þau geta gert í þessu efnahagsástandi.“ Auðvit- að hefur kreppan sín áhrif en hitt er ekki jafn sjálfsagt og krefst útskýringa. „Sko. Upp á síðkastið hafa verið keypt hingað fjölmörg orgel að utan. Í mörgum tilvikum hefur mér ekki einu sinni boðist að bjóða í verkin. Þetta finnst mér hart. Orgel- nefndin er skipuð tveimur mönnum, báðum organistum Hallgrímskirkju. Þeir eru ráð- gefandi við orgelkaup og mér finnst að ég starfi í óþökk þeirra.“ Björgvin telur þetta skrítið enda finnst honum að organistarnir tveir í orgelnefnd Þjóðkirkjunnar ættu að hafa áhuga á að orgelsmíð gæti þrifist á Íslandi. Nefndarmennirnir eru Hörður Áskelsson, sem jafnframt er söngmálastjóri, og Björn Steinar Sólbergsson. Ómöguleg staða Björgvin segist ekki kunna almennilegar skýringar á hvers vegna orgelnefndin mæli aldrei með kaupum á orgelum frá honum en kveðst þó hafa heyrt eitt og annað. Smáfugl- arnir eru víða. „Sumir segja ástæðuna þá að nefndarmennirnir tveir telji nóg komið af mínum orgelum. Aðrir segja að ég þurfi ekki að halda annað en að þeim sé launuð milliganga um kaup á orgelum erlendis frá. Í það minnsta njóti þeir einhverra fríðinda. Sé það rétt er auðvitað ómögulegt að berjast við einhverja kalla sem eru ráðgjafar og í raun umboðsmenn um leið.“ Áhyggjur Björgvins eru ekki nýjar af nál- inni og á sínum tíma færði hann þær í tal við Ólaf biskup Skúlason. „Ég sýndi honum lista yfir orgel landsins, hvenær ég hefði fengið að gera tilboð og hvenær ekki. Hans úrskurður var að þetta væri hrollvekja fyrir íslenska orgelsmíð. Það hefur ekkert breyst í þessum efnum síðan þá.“ Sagði sig úr þjóðkirkjunni Fyrir fáum árum bauðst Björgvini að gera tilboð í nýtt orgel í Stykkishólmskirkju. Honum blöskraði að formlegt boðsbréf þess efnis var skrifað á ensku en ekki íslensku. „Út á þetta setti ég við söngmálastjórann sem svaraði því til að allir þyrftu að sitja við sama borð. Eftir að hann lét þau orð falla sagði ég mig úr íslensku þjóðkirkjunni. Ég sat náttúrlega ekki við sama borð og kolleg- ar mínir erlendis, verandi í þjóðkirkjunni.“ Björgvin segist aðspurður síður en svo gera þá kröfu að fá að smíða orgel í hverja einustu íslensku kirkju. Hann vilji aðeins fá að starfa á jafnréttisgrundvelli. „Þetta er búið að vera basl í tuttugu ár og ég hef alltaf haft á tilfinningunni að ég starfi í óþökk þessara aðila. Ég þori samt að full- yrða að þetta eru ekki slæm hljóðfæri sem ég hef smíðað.“ Þörf og ekki þörf Um leið og útlitið er dökkt og Björgvin ósáttur við gang mála er hann fullur þakk- lætis í garð þess fólks sem hefur veitt honum tækifæri til að fá að smíða þau orgel sem hann jú hefur smíðað. „Það er einstak- lega gaman að koma með orgel í kirkjurn- ar og finna fyrir ánægju fólksins,“ segir hann. Slíkar móttökur vonast hann til að fá í Guðríðarkirkju eftir um það bil eitt ár en þar eru blikur á lofti eins og áður sagði. „Ég er búinn að teikna orgelið og get byrjað að smíða á morgun en ef ekkert verður úr get ég lokað verkstæðinu og þar með verðum við atvinnulausir.“ Af æðruleysi strýkur Björgvin yfir fallega fjöl á smíðaborðinu, fjöl sem gæti orðið framhlið í nýju pípuorgeli. „Það er enginn galdur að smíða orgel. Maður lærir það bara,“ segir hann og vitnar að endingu til orða sem hann lét falla í sjónvarpsvið- tali við Sirrý fyrir allmörgum árum. „Hún spurði hver þörfin væri fyrir íslenskan orgelsmið. Ég svaraði því til að segja mætti að hún væri engin en líka mætti segja að hún væri næg. Þannig er það í rauninni. Það er næg þörf en það er líka hægt að halda þannig á málum að orgelsmiðsins sé ekki þörf. Það er jú hægt að kaupa þessa þjón- ustu í útlöndum.“ Lífið er … pípuorgel Senn líður að því að 31. pípuorgelið úr smiðju Björgvins Tómas sonar verði vígt. Hann er fyrstur Íslendinga til að nema orgelsmíð í útlöndum og vinna við iðn sína hér heima. Nú ótt- ast hann að þetta 31. orgel verði það síðasta sem hann smíðar. Björn Þór Sigbjörnsson tók hús á Björgvini á Stokkseyri. VÖLUNDAR Góður andi er á verkstæðinu á Stokkseyri hjá þeim Júlíusi, Björgvini og Jóhanni. Guðmundur var að gera við hús úti í bæ þegar Stefán Karlsson ljósmyndari leit í heimsókn. Fyrir framan þremenningana stendur sveinsstykki Björgvins, líklega minnsta pípuorgel landsins. Verkstæðið er í gamla frystihúsinu á Stokkseyri og þaðan er gott og róandi að horfa yfir hafið. SNILLINGUR Gunnar Gunnarsson, organisti í Laugarneskirkju, vinnur á eitt af orgelum Björgvins. Það var vígt í desember 2002 og án þess að Björgvin vilji gera upp á milli orgelanna sinna segir hann hljóminn í því fallegan. Þar ráði ekki síst frábær hljómburður í Laugarneskirkju auk þess sem snillingurinn Gunnar kunni með hljóðfærið að fara. Ef að líkum lætur verður leikið á það næstu 150 árin eða svo. TEGUND Í ÚTRÝMINGARHÆTTU Björgvin Tómasson er smeykur um að orgelsmíði á Íslandi kunni að líða undir lok. Hann hefur aldrei fengið verkefni að tilstuðlan orgelnefndar Þjóðkirkjunnar og finnst það bæði hart og sárt. Hvað sem því líður er hann þakklátur fyrir þau verk sem hann þó hefur fengið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.