Fréttablaðið - 26.09.2009, Síða 47

Fréttablaðið - 26.09.2009, Síða 47
heimili&hönnun ● heimili Þ etta skemmtilega taflborð eftir spænska hönnuðinn Jaime Hayón, sem nefnist The Tournament, er á meðal þess sem var til sýnis á ný- afstaðinni hönnunarhátíð í London. Samanstendur taflborðið af 32 tveggja metra háum taflmönnum sem gnæfðu yfir gesti og gangandi sem áttu leið um Trafalgar-torg í miðborginni. Mikil vinna liggur að baki verkinu og við gerð þess átti Hayón í nánu samstarfi við sérfræðinga Bosa, ít- alska keramíkframleiðandans. Engir tveir taflmenn eru eins; á einhverja hefur hönnuðurinnn handmálað tákn sem vísa í sögu London. Aðrir minna í útliti á þekktar byggingar þar í borg, turna, spírala og fleira. Sjálfur segist hönnuðurinn hafa búið í London í þrjú ár og á þeim tíma hafi hann uppgötvað ýmislegt sem hafi komið honum gjörsam- lega í opna skjöldu. Hann vildi láta verkið endurspegla þessar uppgötv- anir ásamt því að fá borgarbúa sjálfa og auðvitað ferðamenn nálgast sögu borgarinnar á nýstárlegan hátt. Frumleg framsetning Hönnuðurinnn hæstánægður með taflið sem var til sýnis á hönnunarhátíð í London. ● LÆRT AÐ PRJÓNA það hefur væntanlega ekki farið fram- hjá nokkrum manni að það er í tísku að prjóna þessa dagana. En til er fólk sem ekki kann að velja prjóna sem henta garninu sem prjóna á úr og hefur aldrei fitj- að upp eða notið þess að taka sér prjóna í hönd á síðkvöldum. Þetta fólk þarf ekki að gráta örlög sín heldur bara að taka prjónana í sínar eigin hendur og byrja. Það getur fundið upplýsingar á net- inu svo sem á knittinghelp.com eða farið á námskeið hjá fagfólki. Í hannyrðaversluninni Storknum er til dæmis boðið upp á fjölbreytt námskeið í prjóni, hekli og bútasaumi í vetur. Á dagskrá eru komin nokkur námskeið sem hefjast í september og október en upplýsingar um þau má finna á síðunni storkurinn.is. LJÓSIN LOGA HJÁ ÓLA PRIK Sænski hönnuðurinn Marie-Louise Gustafsson fékk þá hugmynd að breyta blýantsmjórri skissu af Óla prik í lampa sem hefur fengið nafnið MAÑANA. Útkoman er óneitanlega spaugileg en hugmyndin þó ekki al- vitlaus enda minna lampar á fæti með skerm óneitanlega á slánalegan karl. - ve A T A R N A í september Glæsilegar vörur nú á Tækifærisverði. Láttu drauminn rætast. Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Skoðið Tækifæristilboðin á www.sminor.is Umboðsmenn um land allt. Tæki færi Yfirburðir Fréttablaðsins staðfestir! Fréttablaðið er með 106% meiri lestur en Morgunblaðið. Meðallestur á tölublaði á höfuðborgarsvæðnu, 18 – 49 ára. Könnun Capacent í maí 2009 – júlí 2009. Fréttablaðið er sem fyrr mest lesna dagblað landsins með glæsilegt forskot á samkeppnisaðila sinn eins og síðasta könnun Capacent Gallup ótvírætt sýnir. Við erum auðvitað rífandi stolt af þessum góða árangri og bendum auglýsendum á að notfæra sér forskot okkar þegar þeir velja auglýsingamiðil. MORGUNBLAÐIÐ 35% FRÉTTABLAÐIÐ 72% LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2009

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.