Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1954, Síða 27

Fálkinn - 17.12.1954, Síða 27
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1954 ræða. Hún er kristileg og lýðræðis- leg. Hún byggir á grundvallarsann- indum kristindómsins og reyndar liinna æðri trúarbragða, um stjórn Guðs á alheiminum og eilífðareðJi mannsandans. Megináhersluna leggur hreyfingin á siðferðisviðJeitni manns- ins og byggir þar á manngildishugsjón kristindómsins, að maðuririn geti með Guðs hjálp ástundað hið fagra og góða. Siðferðisviðleitni mannsins á að byggj- ast á þessum 4 meginreglum: algjör- um heiðarleika, algjörum hreinleika, algjörri óeigingirni, og algjörum kær- leika. Með þeim fjórum siðferðilegu meg- inreglum, sem hér hafa verið nefndar, kann ýmsum að þykja markið sett hátt, og jafnvel hærra en liægt er að ætlast til af breyskum og syndugum mönnum, en öll siðgæðisviðleitni set- ur markið hátt, eins og best má sjá í sjálfu fagnaðarerindi Jesú Krists: „Verið þér því fullkomnir, eins og yðar liimneski faðir er fullkominn." (Ma'tt: 5, 48). Dr. Buclimann leggur ríka áherslu á trúarsamfélagið, að einmitt fyrir trúarsamfélagið við Guð fáum vér styrk, til þess að lifa siðferðilegu lífi. Guð blæs oss því í brjóst, hvað vér eigum að gera, en vér eigum að ldýða kalli hans. Ekkert má fá vald yfir mannssálinni, nema Guð og þess vegna er Jiann ákveðinn andstæðingur allra einræðisafla, hvort sem þau Jieita kommúnismi eða fasismi. Afstaða hans til Krists keniur skýrt fram í þessum orðum hans: „Það er boðskapur Jesú Krists í lieild, sem er síðasta vonin um frelsun mannkynsins. Guð sigrar, þegar bylting hefir farið fram undir merki krossins." Takmark siðferðisstefnu Dr. Bucli- manns er þvi að verða áhrifameiri í lífi manna en allir „ismar“ og öfga- stefnur. Hér er um að ræða lífsstefnu (ideology), sem getur gjörbreytt lífi cinstaklinganna og gert þá hamingju- sama og um leið skapað bjartari og betri heim. Þó að siðferðisstefna Dr. Buchmanns sé vaxin upp úr jarð- vegi kristindómsins, þá á hún líka erindi til þeirra, sem játa önnur trú- arbrögð, þvi að einmitt á sviði siðgæðisins eiga flcst æðri trúar- brögð margt sameiginlegt. Það hef- ir lika komið i ljós, að Jireyfing Dr. Buclimanns hefir átt miklu fylgi að fagna í Austurlöndum og þangað liefir honum og fylgis- mönnum lians oft verið boðið til sam- komuhalds og vakningastarfsemi. Vöxtur hreyfingarinnar. — Samfélagið í Caux. Siðferðisstefna Dr. Buehmanns hef- ir átt miklu fylgi að fagna í lýðræðis- löndunum og þar kannast flestir við MBA, en í einræðislöndunum er hún yfirleitt bönnuð, því að þar óttast menn að hér sé á ferðinni lifsstefna, cr geti orðið einræði kommúnisma yfirsterkari. Hér er aðeins um lireyfingu að ræða í siðferðilegum og trúarleg- um efnum, en ekki trúarflokk. Skipu- lag liennar er ekki fastmótað, en áhugamenn í ýmsum löndum vinna að útbreiðslu hennar. Merkasta miðstöð hreyfingarinnar er sumargistihúsið mikla í Caux sur Montreaux í Sviss. Er það eitt af glæsilegustu háfjallahótelum Sviss- lands. Aður fyrr var það sumarbú- staður auðkýfinga og milljónamær- inga víðs vegar að úr heiminum, en eftir að menn hættu að vilja eyða þannig fé sínu, borgaði sig ekki að reka liið mikla gistiliús og féll það í lirörnun og vanhirðu. Var þá gisti- liúsið keypt handa siðferðishreyfingu Dr. Buchmanns. Var það endurbætt stórlega af sjálfboðaliðum frá ýmsum löndum. Þar eru nú baldin sumarmót og námskeið fyrir þá, sem vilja kynna sér hreyfinguna og starfa fyrir hana. Nú er fátt um milljónamæringa í Caux, en þangað kemur nú fólk af öllum stéttum með siðferðileg vandamál sín cða til þess að fá nýjan styrk, til þess að lifa heilbrigðu siðferðilegu lífi. Gistihúsið er rekið með allt öðru sniði en áður var. Þar greiða menn fyrir dvöl sína eftir efnum og ástæðum og taka sjálfir þátt i þeim störfum, er vinna þarf. Biskupar, þingmenn, iðju- höldar og matreiðslustúlkur vinna eld- hússtörfin hlið við hlið og enginn þyk- ist of góður til þess að þvo gólf og búa um rúmið sitt, ef svo ber undir. Þar finnst enginn stéttarmunur og menn gera sér far um að kynnast hver öðr- um og vera sem alúðlegastir í fram- komu og viðmóti. Get ég vart hugsað mér betra sam- félag en þarna rikir, meðal fólks af Samkoma í Caux. Fremstir frá vinstri eru Dr. Leimgruber, kanslari Svisslands og Dr. Adenauer, kanslari Vestur-Þýskalands. Frá Caux: Syngjandi æska. hinum ólíkustu þjóðum og stéttum. í Caux haldast i hendur hin dásamleg- asta náttúrufegurð uppi í fjalllendi Svisslands og hið heimilislega and- rúmsloft í gistihúsinu sjálfu. Þangað koma menn ekki til þess að skemmta sér i venjulegum skilhingi þcss orðs heldur til andlegra hugleiðinga og lil þess að njóta heilbrigðs samfélags. Ég get vart hugsað mér betri andlega heilsuverndarstöð en einmitt Caux, og þangað ættu þeir að leggja leið sína, sem eiga þess kost að ferðast til Sviss. Allir eru velkomnir þangað, sem vilja kynna sér hreyfingu Dr. Buchmanns. Þar er ekkert spurt um trúarskoðanir eða litarhátt, ungir og gamlir eru þangað velkomnir. Þar ber mikið á ungu fólki, sem vill lielga hreyfingunni lcrafta sína og óvíða hefi ég heyrt fjörmeiri söng en meðal þessa unga fólks. Dagarnir í Caux eru fljóti,r að liða. Þar ræða menn vandamál líðandi stundar á fjölmennum samkommn, og einkamál sín í trjálundunum í nánd við gistihúsið. Hin fegursta tón- list er flutt i leikhúsinu eða leikrit sýnd, sem túlka skoðanir hreyfingar- innar. Menn koma og 'fara, sumir dveljast þar skannna stund, aðrir lengur. Boðsgestir og sendinefndir koma þangað og lagt er kapp á að ná til áhrifamanna frá ýmsum löndum. Lögð er áhersla á það, að menn byggi líf sitt á siðferðilegum grundvelli, og oft má lieyra þar merkilega vitnisburði um varanlega og blessunarríka lífs- stefnubreytingu, sem orðið hcfir fyrir álirif hreyfingarinnar. Það má full- yrða, að hún hefir þegar haft mikil áhrif i ýmsum löndum. Margir merkir stjórnmálamenn, kirkjulegir leiðtogar, skáld, rithöfundar, blaðamenn, iðju- höldar, verkalýðsleiðtogar og verka- menn hafa gist Caux og flestir hafa látið í ljós mikla viðurkenningu á þvi starfi, sem þar fer fram og allt miðar a'ð þvi að bera sáttarorð milli þjóða og efla frið og bræðralag. Um framtið þessarar hreyfingar skal liér engu spáð, en liún liefir þegar sett sinn svip á andlegt lif tuttugustu aldarinnar og enguin dylst að þörf er siðferðilegrar liervæðingar, áhrifa- mikillar trúarlegrar og siðferðilegrar lífsstefnu er geti mótað menningar- þróun framtíðarinnar á grundvelli friðar og bræðralags. Óskar J. Þorláksson. Fermingarbörn í Dómkirkjunni Víða er farið að nota sérstaka kyrtla við fermingar. Hefir þessari nýbreytni verið svo vel tekið, að ekki mun líða á löngu, áður en kyrtlar verði notaðir við fermingar um land allt. Kyrtlarnir eru smekklegir og létta af fólki óþarfa kostnaði. Þessi mynd var tckin af fermingarbörnum í Dómkirkjunni, en þar voru kyrtlarnir notaðir í fyrsta sinn í haust. — Ljósmynd: Erna og Eiríkur.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.