Fálkinn


Fálkinn - 07.12.1960, Blaðsíða 6

Fálkinn - 07.12.1960, Blaðsíða 6
 keyrslu bað hún hann að stöðva bílinn. Þetta var á miðjum þjóðvegi og öll um- ferðin stöðvaðist. Óþolinmóð- ir ökumenn þeyttu hornin í gríð og ergi. En nokkrum mínútum síðar gat herra Tuffano glatt þá með því að nú væri allt í stakasta lagi. Nú gætu þeir ekið áfram. — Konan mín var bara að eignast tvíbura, sagði hann og brosti! * Kona nokkur í Englandi var heldur betur óheppin um jólin í fyrra. Hún varð að eyða jóladeginum í járn- brautarvagni á hliðarbraut. Hún ætlaði að dveljast um jólin hjá ættingjum sínum í Liverpool og skipti um lest í miklum flýti á stöðinni. Af tilviljun þurfti hún að bregða sér á salernið og ein- hver læsti hana inni. Áður en henni varð ljóst, að hún var í skakkri lest, var vagn- inum, sem hún var í, ekið á hliðarspor. Hún hrópaði og barði í gluggana, en enginn heyrði til hennar fyrr en löngu síðar. ★ Sá siður að skreyta tré á jólunum er upprunninn á meginlandi Evrópu og mun fyrst hafa náð almennum vinsældum í Þýzkalandi. — Þessi siður fluttist ekki til Englands, fyrr en Albert, eig- inmaður Viktoríu drottning- ar (en hann var af þýzkum ættum), keypti jólatré fyrir ensku hirðina. Jafnvel Dick- ens þurfti að útskýra fyrir lesendum sínum, hvað jóla- tré væri. — Um, 75% af jólatrjám Evrópu koma frá Noregi og álíka mikið af jólatrjám Vesturálfu koma frá Kanada. Flest jólatré eru 7—10 ára og eru höggvin frá rótum, vegna þess hve gróða- vænlegt þykir að selja þau, þótt þau yrðu sennilega arð- bærari til viðar, ef þau fengju að ná fullum þroska. ★ 23 ára gömul kona, Luise Tuffano, var úti að keyra með eiginmanni sínum á jóladag. — Eftir hálftíma Hann telur dagana til jóla og til þess að svala mestu eftir- væntingunni hefur hann kveikt á kerti og ímyndar sér að jólin séu gengin í garð. Bandaríkiamaðurinn Arthur Flanders hejur sannað það rækilega, að hlut má gera úr öllu og safnast, þegar saman kemur. Undanfarin fimm ár hefur hann safndd saman öll- um snœrisspottum, sem hann hefur náð í, og búið til risa- stóra hnykla úr þeim. Úr hnyklunum hefur hann síðan búio til heimsins stœrsta „snjómann“, sem vegur alls 500 kíló. Ekkert skal um það sagt, hvort þessi jól verða hvít eða rauð, en samt kynni ein- hverjum að þykja fróðleikur í því að vita, að það er orðin heil vísindagrein að athuga snjókornin. Einn Ameríku- maður eyddi allri ævi sinni í þetta og skráði 50000 teg- undir snjókorna. Þegar fór að snjóa, hljóp hann út með svarta tusku, veiddi á hana snjókorn og hljóp inn til sín. Síðan skoðaði hann snjó- kornið í smásjá og teiknaði mynd af því. Athuga verður vel úr hvernig skýi kornið er. Snjókorn úr lágskýjum eru oft hinar fegurstu rósir, en korn úr háskýjum eru það sjaldnar. — Það er sagt, að menn, sem stunda þessa vísindagrein, verði að vera grandheiðarlegir. Það er auð- velt að teikna fallega mynd og segja, að hún sé af snjó- korni, „sem ég veiddi í byln- um mikla hér um árið!“ ★ Það er ekki óalgengt, að menn gifti sig um jólin. Von- andi hafa þó ekki allir verið jafn óheppnir og maður nokkur, sem gisti á hóteli í Mílanó á jólanótt, sem var jafnframt brúðkaupsnóttin. Þegar hann var að greiða reikninginn daginn eftir kom í ljós, að hann vantaði 100 krónur upp á. Hótelstjórinn brást reiður við: — Engir peningar — engin brúður! sagði hann ákveðinn. — Hún verður lokuð inni þar til pen- ingarnir verða borgaðir. — Vesalings nýbakaði eigin- maðurinn varð að fara alla leið heim í þorpið sitt í Norð- ur-ítaliu, fá þar lánaðar 100 krónur hjá fjölskyldu sinni og hraða sér aftur til sinnar innilokuðu ekta- kvinnu. Hann var þó svo vit- ur að hafa lögregluþjón sér til verndar og hóteleigandinn var dæmdur til fangelsisvist- ar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.