Fálkinn - 07.12.1960, Blaðsíða 33
Jólafaéjf ftrittiadcnnifHHar
En hvað margir hugsa til frúarinn-
ar, sagði stúlkan og rétti húsmóð-
ur sinni hrúgu af bréfum, þar sem hún
sat uppi í rúminu. — Æ, og frúin hef-
ur ekki snert við teinu ennþá, — það
var leiðinlegt, það er víst orðið kalt.
Frúin leit hægt til hennar. Augun
voru svört og stór og ólundarleg, í guln-
uðu andlitinu.
— Hvað eru þau mörg?
— Níu, sagði stúlkan og rétti henni
bréfin.
— Líklega frá skóurum og skrödd-
urum, sagði hún.
— Hérna er að minnsta kosti eitt,
sem er þykkt — reglulegt bréf!
Gamla primadonnan rétti úr sér og
fór að opna þunnu bréfin.
— Vissi ég ekki! sagði hún og fleygði
kortunum, sem hún dró úr umslögun-
um á náttborðið, — Skraddarar og skó-
arar. — En eitt einasta blóm — nei!
— Það er komið pottblóm frá dyra-
varðarfrúnni, sagði stúlkan hikandi.
— Af því að við sendum henni mat
þegar krakkinn hennar var veikur,
hreytti hin út úr sér, og opnaði þykka
bréfið.
Meðan hún var að lesa það, sneri hún
sér að náttborðinu og tók bollann.
— Á ég að koma með heitara te?
spurði stúlkan.
Hún hristi höfuðið og brosti og sötr-
aði ánægjulega kalda teið, en hafði ekki
augun af bréfinu.
— Á ég að fara? spurði stúlkan,
sem var vön að hlusta á athugasemdir
húsmóður sinnar, en fannst þær drag-
ast og ekki mundi vera þörf á sér
lengur.
Frúin hristi höfuðið ákaft, og las
áfram.
Þegar hún var búin, ljómuðu augu
hennar og hún varð glaðleg.
— Símaðu til systur minnar og spurðu
hana hvort hún vilji koma hingað til
mín og drekka með mér tebolla! sagði
hún. — Og heyrðu — lestu þetta snöggv-
ast.
Hún rétti stúlkunni bréfið og hallaði
sér út af og hagræddi sér án þess að
hafa augun af stúlkunni, sem las:
„Kæra frá ísabella!
Getur þetta nafn vakið endurminn-
ingar? Daprar? Gleðilegar? Ég veit það
ekki, en ég veit, að endurminningarnar
ættu að vera góðar, því að þær voru
gefnar yður af manni, sem elskaði yður.
Frh. á bls. 46.
SMÁSAGA EFTIR
EDITH RODE
FÁLKINN 33