Fálkinn - 07.12.1960, Blaðsíða 28
MINNISSTÆDASTA JÓLA
Menn lifa jól við margs konar aðstæð-
ur á ólíkum tímum. Gildir einu,
hvort búið er við allsnægtir eða alls-
leysi. Minningin um jólin máist ekki úr
hugum manna, minning um ótalmörg
jólakvöld, en ef til vill hefur eitt þeirra
verið óvenjulegra en öll hin og þess
vegna minnisstæðast.
FÁLKINN brá sér í heimsókn til nokk-
urra þjóðkunnra manna og bað þá um
að segja lesendum frá minnisstæðasta
jólakvöldinu. Við leituðum fyrst til séra
Jóhanns Hannessonar, prófessors, og
hann rifjar upp minningu um jólakvöld
í Kína.
★
„Þetta var árið 1941, þegar ég var
kristniboði í Sinhwa-sýslu. Styrjöldin í
Austur-Asíu hafði þá staðið í fimm ár.
íbúar í okkar umdæmi voru um milljón.
Meðal þeirra voru kristnir flóttamenn
úr ýmsum hlutum Kínaveldis. Flestir
voru þar í borg, sem Lantien heitir, um
sextíu kílómetra frá Sinhwa. í Lantien
voru margir skólar flóttamanna, þar á
meðal einn háskóli. Mennta-, gagnfræða-
og barnaskólar voru þar einnig. Höfðu
þeir allir orðið að flýja undan árásum
Japana, en fengu að vera í friði í Lanti-
en til haustsins 1944, þegar Japanir tóku
síðasta stóra fjörkippinn í styrjöldinni
gegn Kína.
Um þetta leyti stóð svo á, að báðir
kínversku prestarnir í sýslunni höfðu
látið af störfum. Söfnuðurinn í Lantien
þar sem kristnu flóttamennirnir voru
fjölmennastir, hafði skrifað bréf og beð-
ið um að prestur kæmi til þeirra um
jólin.
Fyrst hugsaði ég málið, en talaði síð-
an við konu mína. Við ákváðum að gera
það sem fáir gera á jólunum: fara að
heiman og vera hjá þessum kínversku
flóttamönnum á hátíðinni. Það var langt
burtu frá heimili okkar og þeim þæg-
indum, sem við höfðum þar. Eg bað
annan kristniboða, sem þá var staddur
í Sinhwa að sjá um stöðina fyrir mig,
meðan ég væri að heiman.
Við hjónin lögðum svo af stað fót-
gangandi. Þetta var viku fyrir jól. Þá
var rigning og kalt í veðri. Við fórum
20 km fyrsta daginn og gistum hjá Kín-
verjum, sem við þekktum. Rúmföt urð-
um við að hafa meðferðis. Þessa nótt
breiddum við rúmfötin á fjalir og bjugg-
um þannig um okkur. Þreytan olli því,
að maður svaf sæmilega, þótt rúmið
væri hart.
Næsta dag fórum við 40 km og kom-
umst á leiðarenda um kvöldið. Þá var
gott veður, snjór í fjöllum, en frostlaust.
Landslagið er fagurt þarna: hæðir, hól-
ar, fjöll og dalir. Vegirnir, sem við fór-
um, eru kínverskir þjóðvegir, að mörgu
leyti svipaðir kúagötum og reiðvegum í
sveit á íslandi, — viða brattir og krók-
óttir. Við mættum fjölda af burðar-
körlum, sem báru svín, pappír, korn,
vefnaðarvörur, kol og salt. Enda þótt
þeir ættu annríkt, var það ekki jóla-
annríki, heldur venjuleg og hversdags-
leg vinna. Fáir þessara burðarkarla
höfðu hugmynd um að til væri nokkur
jólahátíð.
Á aðfangadagskvöld byrjaði hátíðin
og kom fólk til kirkju. Unga kristna
fólkið stjórnaði sjálft hátíðahöldunum.
Jólaguðsspjallið var flutt þarna með
allt öðru móti en hér hjá okkur. Unga
fólkið hafði ákveðið að lesa og skýra
það á alveg sérstakan hátt og skipti með
sér verkum.
Fyrst voru jólasálmar sungnir, en eft-
ir nokkurt hlé kom jólaboðskapurinn
fluttur af ungum Kínverjum. Fyrst kom
inn ung, kínversk stúlka og sezt á stól
fyrir neðan ræðupallinn. Hún var í hvít-
um fötum með hvítan borða um hárið
og var mjög falleg. Hún situr þarna á
stólnum og segir ekki neitt. Skiljum við,
að þetta muni vera jómfrú María. Rétt
á eftir kemur önnur í svipuðum búningi
með kertaljós í hendinni. Hún staðnæm-
ist fyrir framan hina stúlkuna og segist
mjög hátíðlega vera engillinn Gabríel
og boðar Maríu, að hún muni eignast
son, sem verði frelsari mannanna. Svo
fór engillinn Gabríel og María varð ein
eftir. — Eftir þetta komu þrjár verur
inn á gólfið, skríðandi á fjórum fótum,
allar sveipaðar hvítu lérefti. Á eftir
þeim gengu menn með göngustafi og
ýttu á eftir þeim, sem á gólfinu skriðu.
Þegar hér var komið, hvíslaði sessu-
nautur minn að mér: „Þetta eru sauð-
irnir og hirðarnir á eftir með göngu-
stafina.“
Nú staðnæmdust bæði sauðirnir og
fjárhirðarnir þegjandi fyrir framan
Maríu og enginn sagði neitt. Þá komu
inn stúlkur í hvítum klæðum með kerta-
ljós í höndum og auk þess með hvíta
stjörnu, sem fest var í hári þeirra. Ein
stúlkan fór á undan hinum og sagði:
„Verið óhræddir! Sjá, ég boða yður mik-
inn fögnuð . .. o. s. frv. Hinar stúlkurn-
ar tóku undir og sungu: „Dýrð sé guði í
upphæðum og friður á jörðu með Þeim
mönnum, sem hann hefur velþóknun á.“
Þar með var jólaboðskapnum lokið
og allir englarnir, María, hirðarnir og
sauðirnir fóru út. Menn tóku nú aftur
Séra Jóhann Har
Kristmann Guðm
I
Yilhj. S. Vilhjálm
að syngja, segja stuttar jólasögur og
halda stuttar ræður.
Næsti dagur var jóladagur og þá flutti
ég hámessu á kínversku. Um kvöldið var
aftur samkoma og þar söng ég meðal
annars eftir ósk K,nverja „í dag er
glatt í döprum hjörtum" á íslenzku.
Annan jóladag kvaddi ég vini mína í
Lantien og hélt heimleiðis.
,,Ping-an“, sagði ég á kínversku, —
friður sé með yður. Og þeir svöruðu:
„I — lu ping — an“ — friður sé með
þér alla leiðina.
Rigning var og vegirnir blautir, er við
hjónin fórum heimleiðis gangandi allan
daginn. Við gistum í kínversku þorpi við
Tsu-fljótið.
Um nóttina snjóaði dálítið. Við feng-
um leigðan róðrarbát, þó að erfitt væri
þann dag. En báturinn komst ekkert
áfram, þótt undan straumi væri. Norð-
anvindur var og kuldi. Við urðum að
láta fyrirberast í bátnum hálfan dag og
heila nótt. Veitti ekki af að vera í öll-
um fötum og hafa dúnsængur og ullar-
Kristmann Guðmundsson