Fálkinn


Fálkinn - 07.12.1960, Blaðsíða 30

Fálkinn - 07.12.1960, Blaðsíða 30
 Hhiii 21. MARZ - 20. APRÍL 21. APRÍL — 21. MAÍ 22. MAÍ 21. JÚNÍ 22. JÚNÍ 22. JÚLÍ 23. JÚLÍ — 23. ÁBÚST 24. ÁGÚST- 23. SEPT. 24. SEPT.— 23. OKT. 24. OKT..— 22. NÚV. 23. NOV. 21. DES. 22. DES. — 20. JAN. 21. JAN. — 1S. FEBR. 19. FEBR. — 20. MARZ lílIÉl íiiffiBi STJORNUSPAIN HrútsmerkiS. Þetta verður hagstæð vika. Yður verður hampað mikið á vinnustað, hrósað fyrir skerf yðar til fyrirtækisins, og ef þér kunnið að notfæra yður þetta tækifæri, get.ið þér fest yður í sessi til langframa. Ungt. fólk mun eiga hátíðlega og ánægjulega helgi. Nautsmerkið. í þessari viku gerist dálítið, sem leggur grundvöil að nýju tímabili í lífi yðar. Það kemur ró og regla á sitthvað, sem áður var í ringulreið og öryggisleysi. Minniháttar stríö við einn af meðlimum fjölskyldunnar breytist til hins betra á síðustu stundu. Tvíburamerkid. Þér hafið eflaust veitt því eftirtekt, að eitthvað lá í loft- inu og í þessari viku rennur skyndilega upp fyrir yður, hvað það var. Þér fáið verðskulduð laun fyrir starf, sem þér hafið ynnt vel og samvizkusamlega af hendi. í einka- lífinu rætast margar óskir. Krabbamerkið. í þessari viku auðnast yður að veita yður örlitla hvíld og hugsa örlítið meira um yður sjálfan. Sumir fæddir undir þessu merki fá heimsókn vinar úr öðru héraði eða jafnvel úr öðru landi. Þér fáið skemmtilegt bréf með póstinum, sem þér skuluð muna eftir að svara. / Ljón8merki&. Vikan verður erfið fyrstu dagana og þér megið reikna með skakkaföllum bæði í einkalífi og á vinnustað. Milli elsk- enda þessa merkis hleypur snurða á þráðinn, en í vikuiokin verður það allt löngu gleymt og fyrirgefið. Jómf rúarmerkiS. Vikan verður sérstaklega góð og hamingjurík. Margir for- eldrar fá ástæðu til þess að vera stoltir af börnum sínum og margt ungt fólk finnur hvort annað eftir stutt kynni. Skapið verður að sjálfsögðu gott af þessum sökum. V ogarskálarmerkið. Þér hafið haft þungar áhyggjur og stórar undanfarna daga, en þér skuluð hætta að fárast yfir því, sem ekki verður breytt. Leitið heldur félagsskapar góðra vina og kunningja og þá munu áhyggjurnar hverfa af sjálfu sér. Þá fáið þér ný og skemmtileg áhugamál. Sporðdrekamerkið. Vikan verður kyrrlát og ekki sérlega spennandi. Það ríð- ur á að vinna starf sitt. vel af hendi og færa sér í nyt þau fáu tækifæri, sem bjóðast. Það verður mikið um að vera hjá ungu fólki, ný og æsileg tíðindi á sviði ástarmál- anna. B o ffmannsmerkið. Erfið vandamál verða á vegi yðar í þessari viku og þér þurfið að hugsa yður vel um og leita ráða og aðstoðar hjá öðrum. Þér skuluð ekki reyna að leysa vandann upp á eigin spýtur. Verið sérstaklega varkár í peningamálum. Þessi vika er ekki heppileg t.il að hætta á neitt. SteinpeitarmerkiS. Það reynir á taugarnar í þessari viku, en ef þér takið því sem að höndum ber með rósemi og stillingu, þá ætti allt að fara vel. Látið ekki gagnrýni annarra gera yður gramt í geði. Það er alltaf gaman að heyra álit annarra, enda þótt það sé ekki hagstætt fyrir mann. VátnsberamerkiS. í þessari viku neyðist þér til þess að taka mjög mikil- væga ákvörðun og þér hafið sáralítinn t.íma til þess að hugsa yður um. En eftir stjörnunum gerið þér rétt. Veríð vel á verði, ef vinur yðar vill fá yður til þess að leggja peninga í fyrirtæki með sér. Fiskamerkið. Reynið að taka tilveruna á léttan og skemmtilegan hátt, en ekki einblína stöðugt á dökku hliðarnar. Það er engin ástæða til að óttast stöðugt það, sem gæti gerzt. Bezt að bíða rólegur og sjá til og reyna að njóta lífsins á meðan. Verölaunagetraun FÁLIvANS lýk- ur í þessu blaði. Eins og kunnugt er, hefur getraunin verið framhalds- getraun og hirzt í undanförnum f jór- um blöðum. í hvert sinn hefur fylgt eyðublað til útfyllingar, sem þátt- takendur liafa væntanlega útfyllt og geymt. Þegar eyðublað þessa síðasta og fjórða hluta hefur verið útfyllt, ber að senda allar lausnirnar í lok- uðu umslagi og utanáskriftin er: Vikublaðið FÁLKINN, Vesturgötu 3, Reykjavík. Pósthólf 1411. Getraunin er að þessu sinni með svipuðu sniði og síðast. Við birtum tvær jólateikningar og verkefnið er fólgið i þvi, að önnur myndin er frá- brugðin liinni í ÁTTA ATRIÐUM. Fyrir þá, sem vilja útvega sér fyrri blöðin og hefja þátttöku nú á elleftu stundu, skal rifjað upp liið lielzta um fyrri hluta getraunarinnar: I 27. tbl. birtum við tvær götu- myndir frá Reykjavik og á aðra 'þeirra vantaði fimm hluti. 128. tbl. birtum við myndir af fjór- um íslenzkum leikkonum, sem allar Iiafa sézt ofl á sviðinu undanfarin ár. í 29. tbl. birtum við tvær götu- myndir frá Kaupmannahöfn og önn- ur þeirra var frábrugðin hinni i fimm atriðum. Dregið verður úr.réttum lausnum og sá heppni hlýtur glæsileg verð- laun: FERÐ TIL MIÐJARÐAR- HAFSINS eða Norður-Evrópubafna með einu af fellum Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga. Takið þátt í verðlaunagetraun FÁLKANS og vinnið til glæsilegra verðlauna!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.