Fálkinn


Fálkinn - 07.12.1960, Blaðsíða 34

Fálkinn - 07.12.1960, Blaðsíða 34
BRÉF TIL JÚLASVEINSINS Kæri Santa! Mig langar að fá rafmagnsjárnbraut- arlest, gátu til að setja saman, hund og lifandi mús fyrir köttinn minn, hann Tinker. Anthony Hallen. BÖRN UM ALLAN heim trúa á jóla-, sveina, sennilega víðast hvar meira en hér á íslandi. Og það sem meira er: Börn um allan heim trúa þvá, að jóla- sveinninn búi á íslandi. Á hverjum vetri undanfarin ár hafa pósthúsinu í Reykjavík borizt hundruð bréfa, sem lítil börn í útlöndum hafa skrifað til þess að ræða við hann og segja honum hvers þau óska um jólin. Litlu börnin eru ekki í miklum vafa um heimilisfang jólasveinsins, þegar þau skrifa honum. Hvort sem hann heit- ir á þeirra máli Santa Claus, Julenissen, Father Christmas eða St. Nikulás, skrifa þau heimilisfang eins og Jólatréshúsi, Álfastræti, Skýjaborg, Hreindýraborg, Snjókastala, Hæstafjalli, Jólasveina- húsi, Reykháfshorni, Leikfangalandi eða eitthvað slíkt, og allt er þetta, að því er þau halda, á Norðurpólnum á íslandi. Nú skulum við athuga, hvernig sum þessara bréfa eru og birta nokkur: Kæri jólasveinn! Ég vona að þér líði prýðilega eins og mér. Ég hlakka til jólanna og mig lang- ar til að segja þér. hvað ég vildi fá, svo hér er listinn: 1. hjól, 2. kvikmyndavél, 3. eitthvað fyrir bæinn minn, 4. vasaútvarp, 5. kábojföt, 6. litla haglabyssu. Vonandi getur þú komið með þetta. Ég skrifa nú ekki meira, en skrifa fljót- lega aftur. Þinn einlægur Anthony Arrowsmith. PS. Ég vona að það verði snjór, svo að þú getir komið á sleðanum þínum. Ég er sjö ára. Kæri jólasveinn! Gæti ég fengið glerdúkku með aug- um, sem opnast og lokast og alvöruhári, sem er krullað og fallegt, og væri hægt að klæða hana í bleikan kjól og setja húfu á hana. Þín einlæg Joan Jennings. Á litlu myndunum eru tíu krakkar og allir hafa Þeir sent jólasveininum bréf og beðið hann um eitthvað ákveðið í jólagjöf. Hann er búinn að taka til gjaf- irnar handa þeim öllum, en hann er ekki alveg viss um, hver hafi beðið um hvað. Nú þurfið þið að hjálpa honum, svo að gjafirnar ruglist ekki. Athugið litlu myndimar vandlega og síðan gjafirnar, sem jólasveinninn œtlarað gefakrökkunum. Mörg börnin gæta þess vandlega í bréfum sínum að vera kurteis við jóla- sveininn til að þóknast honum. Sean Brennan, lítill hnokki, sem á heima í. Tipperary í írlandi, endar bréf sitt á því að segja — vafalaust með ráðum föður síns, sem ekki hefur vitað hverj- um stráksi var að skrifa: Ég er þinn auðmjúkur þjónn! En við skulum halda áfram að skoða bréfin: Til Sánkti Kláusar, Álfalandi, Norðurpólnum, ísland, Noregur. Mamma segist halda að þú komir ekki um þessi jól, af því að við eigum engan pabba núna, svo viltu gera svo vel og senda mér dót og systur mína langar í dót ldka. Ég er kölluð Kristín og ég verð sjö ár,a eftir jól. Rut er 9. Blegs frá Kristínu og Rut Bunian. PS. Mig langar í tesett og mikkimús- bók og biblíu. Rut langar í saumakassa með skærum og prjónum og bók og mömmu langar í eitthvað líka. Ég vona að þú hafir það gott og sért ekki með flensu eins og við. Jólufaðirinn, Snjólandi, íslandi. Kæri jólasveinn! Viltu gera svo vel og gefa mér barna- dúkku í síðum kjól og eitt af þessum rúmum, sem þú getur borið. Og snjó- föt og blússu fyrir Karol. Og silfurdós eins og mamma gaf Súsan. Ann. Jólasveinninn, Hreindýraeyju, íslandi. Kæri jólafaðir! Ég vona að þú sért ekki lasinn og komir á aðfangadagskvöld. Ég ætla að hengja upp beztu sokkana mína, svo að þeir rifni ekki og nú ætla ég að segja þér hvað mig langar í. Dúkkuföt, litblýanta, stól úr plastik, og útvarp úr plastik. Nú ætla ég að segja þér hvað systur mína langar í. Dúkku, bök- unardót, inniskó, leiksíma og síðast ætla ég að segja þér, hvað bróður minn langar í. Fótboltahlífar, flugvél, bækur, og nú er þetta búið. Með kærri kveðju frá Davíð, Sheilu og Hilary.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.