Fálkinn - 07.12.1960, Blaðsíða 35
OFURLITIL
DÆGRADVÖL
Þátttakendur í leiknum fá hver sitt
pappórsblað stinnt, 8X6 sm. Þeir brjóta
eftir endilöngu. Svo klippir maður
brúðumynd úr blaðinu, eftir teikning-
unni. Stykkið milli fótanna skal ekki
klippt úr heldur beygt aftur. Gerið
svo marklínu á borðið með tvinna-
spotta og látið brúðurnar standa á
miðju borði. Og nú er spurningin hver
fyrstur verður að blása sinni brúðu að
marklínunni.
Auðveldara en
það sýnist
Leggðu 9 peninga í raðir á borðið,
þannig að 5 verði í annarri röðinni
en 4 í hinni, eins og myndin sýnir. Og
nú er þrautin sú að flytja einn pening
þannig, að peningarnir verði fimm,
bæði í láréttu og lóðréttu röðinni.
(•g -ju ts ubjo x -ju jnggoj ricj ueAg]
Ævintýrið um
Á hafísnum langt fyrir norðan Can-
ada er sífelldur vetur, og þar búa Eski-
móarnir í snjóhúsum, sem þeir kaíla
„iglo“. Þau eru eins og hálft egg í lag-
inu. Stundum koma vakir í ísinn og
þá stinga selir upp hausnum og leggjast
upp á vakarbarminn og það þykir Eski-
móum gott, því að þeir veiða selinn með
skutli og éta af honum ketið en bræða
feitina og nota hana á grútarlampana,
því að þarna eru hvorki olíulampar eða
rafmagn. Og svo sauma konurnar stakka
og brækur úr skinnunum, með náliun
sem eru búnar til úr beini ...
Einn duglegasti strákurinn þarna í
Eskimóalandi hét Úrsus. Það þýðir
sama sem björn, og nafnið hafði hann
fengið af því að hann veiddi einu sinni
hvítabjörn. Honum leizt ákaflega vel
á Nani prinsessu, sem átti heima í
stórri klakahöll. En annar Eskimói vildi
ná í prinsessuna líka. Hann hét Agot
og var slægur eins og refur. Nani sagðist
miklu heldur vilja Úrsus en Agot og
þá reiddist Agot og fór til særinga-
mannsins og sagðist ætla að gefa honum
hundrað selskinn, ef hann hjálpaði sér
til að ná í prinsessuna. Særingamaðurinn
hugsaði sig um og sagði svo: — Nú veit
ég, hvað við eigum að gera. Farðu heim
til þín og bíddu þangað til nýtt tungl
kemur næst, og þá færðu hana Nani.
Þegar Agot var farinn fór særingamaður-
inn í kvenföt og labbaði upp í höllina.
Hann faldi andlitið undir hettunni og fór
að gráta og kveina. — Hvað gengur að
þér? spurði prinsessan.
— Æ, hann Úrsus er veikur, skrækti
hann. — Viltu koma með mér til hans?
Og hún lét ekki á sér standa en fór með
særingamanninum. — Hérna er snjóhús-
ið hans, sagði hann. Prinsessan skreið inn
í kofann. En þar var enginn Úrsus. Þetta
var ekki snjókofinn hans. Nú heyrði hún
tröllahlátur og í sömu svifum var þykk-
um ísjaka skellt fyrir dyrnar ... Hún
var lokuð inni.
Bráðlega var prinsessunnar saknað.
Nú var leitað og leitað en hún fannst
hvergi. Úrsus var óhuggandi. En einn
daginn hitti hann gamlan karlfausk,
sem sagði honum að Nani prinsessa
hefði farið til norðurljósakóngsins, til
þess að kaupa sér sælu áður en hún
giftist. Úrsus afréð að fara þangað.
Hann vissi ekki að karlfauskurinn var
enginn annar en særingamaðurinn, sem
Úrsus prins
þarna var kominn til að ginna hann.
Nú þóttist særingamaðurinn viss um að
Úrsus mundi deyja á leiðinni til norð-
urljósakóngsins, og að hann mundi fá
hundrað selskinnin frá Agot.
Norðurljósakóngurinn sat i klaka-
hásætinu sínu norður undir heimskauti.
Það ljómaði af ískrystöllunum langar
leiðir. Kóngurinn var í bezta skapi, því
að drottningin hafði verið að gefa hon-
um ísrjóma. Hann vaggaði höfðinu svo
að geislarnir frá kórónunni voru á ein-
lægu iði. Fólk, sem sá geislana í mörg
hundruð mílna fjarlægð, kallaði þá
norðurljós.
Kóngurinn var að renna niður síðasta
rjómaísnum þegar barið var á dyrnar.
— Kom inn! kallaði hann. Og nú sá
hann Úrsus. — Hvað er þetta? Mann-
eskja! rumdi hann forviða. — Hvað
vilt þú mér? Úrsus beygði sig djúpt,
svo að marraði í hryggnum á honum.
Honum fannst hann fá naglakul í all-
Frh. á bls. 46.