Fálkinn


Fálkinn - 07.12.1960, Blaðsíða 36

Fálkinn - 07.12.1960, Blaðsíða 36
Fimm krónur sjö- tíu og fimm aurar AÐ augnablik, sem maður missir blikkbakka hlaðinn kaffikönnu, tveim bollum, sykurkari og rjómakönnu, skál með appelsínumauki, nokkrum hníf- um og skeiðum ásamt fjórum smurðum brauðsneiðum, er venjulega ekki talið til afreksaugnablika mannsæfinnar. En þegar þetta henti Mikjál Marteinsson gat það í rauninni heitið mesta happ. En við skulum heldur byrja á byrjun- inni. Þetta var á Þorláksmessu og Mikjáll sat við teikniborðið sitt og var að horfa út um gluggann. Honum gekk illa að leggja sálina í teikninguna, sem hann var að gera að vorauglýsingapésa um baðföt, en pésinn átti að vera tilbúinn fyrir nýár. Það var enginn hægðarleik- ur að innlifa sig í veröld öldunnar, sem brotnar við ströndina, sólbakaðra ung- meyja með sand milli tánna og þess hátt- ar, þegar köld og illúðleg desembergola skvetti rigningunni á gluggann; en jafn- vel undir hagstæðari veðurskilyrðum mundi ég hafa spáð því, að Mikjáll ætti erfitt með að hafa hugann við verkefnið. Þessi kitlandi og sundlandi tilfinning, sem var í kroppnum á honum, stafaði frá meðvitundinni um að hann ætti að verða með Öddu um jólin, en hún — það hlutu allir að viðurkenna, fannst honum — var stúlka, sem allar baðandi stúlkur, jafnvel á fallegustu auglýsinga- teikningum hlutu að blikna við hliðina á. Það var eitt af dásamlegustu verkum forsjónarinnar að láta hann kynnast þessari dásamlegu dís fyrir tveimur mánuðum, og nú hafði hún boðið honum að verða á búgarði föður síns á Suður- Fjóni um jólin. Og úr því að svona stóð á var engin furða Þótt Mikjáll starði út I bláinn, með fjarrænt bros um munninn — kannske ofurlítið kjánalegt bros í augum þeirra, sem ekki vissu hvernig á stóð — og óm fjarlægra brúðkaups- klukkna í eyrunum. En sá Mikjáll var í bezta standi, sem nokkrum klukkutímum síðar settist í litla bílinn sinn og brunaði af stað. Það hafði kólnað í veðri og áttin orðin á 36 FALKINN norðaustan. Mikjáll hagræddi sér við stýrið og skrúfaði frá útvarpinu. Þaðan hljómaði söngur barna úr leikskóla og þau sungu: „Göngum við í kringum eini- berjarunn“, en um leið klesstust fyrstu slydduflygsurnar í framrúðuna. Mikjáll fékk bráðlega að reyna, að þær voru ekki þær síðustu. Alltaf kólnaði og nú kom skafrenningur á norðan og snjó- inn fór að draga saman í skafla. En samt naut Mikjáll unaðstilhugsunarinn- ar um jólin eins og þau, sem hann að- eins þekkti af póstkortum, jól með sveitakirkju með snjó á þakinu og gyllt ljós í hverjum glugga. Jú, þar var sú rétta jólastemning. Hann leit á klukkuna. Eftir þrjú kortér mundi verða tekið á móti honum í forstofudyrunum á Silfrastöðum. Adda mundi koma hlaupandi á móti honum, og á dyraþrepinu mundi faðir hennar og móðir standa og haldast í hendur með bros um munninn. Eftir dálitla stund mundi hann sitja í skemmtilegu rabbi í stofunni, við arininn og með rjúkandi toddýglas fyrir framan sig, og strjúka hnakkann á írskum veiðihundi, sem hafði lagt hausinn á hnéð á honum. í stuttu máli: allt mundi leika í lyndi. Mér er nær að halda, að rás viðburð- anna mundi hafa stefnt í þá átt, sem að ofan hefur verið lýst, ef Mikjáll hefði ekki lifað í sínum draumaheimi og sumpart ef snjókoman hefði ekki á- gerzt svo, að skyggnið var slæmt. — En af því leiddi, að Mikjáll hafði villzt inn á hliðarveg og hann ók áfram þang- að til hann sat fastur. Þetta var aðdragandinn að því, að hinn 23. desember kl. 15.43 hittum við Mikjál og litla bílinn hans á kafi í skafli talsvert langt frá þjóðvegi einhvers stað- ar á Fjóni. í tvo tíma reyndi hann að grafa sig gegnum skaflinn — það var tilhugsun- in um hina dásamlegu Öddu, arininn og rommtoddýið, sem hélt hetjuhug hans við. En þegar þessir tveir tímar voru liðnir, hafði náttúran sigrazt á mannin- um og skóflunni. Mikjáll varð að láta bílinn eiga sig, og hóf nú erfiða göngu sína um þæfinginn. Er hann hafði vaðið snjóinn upp í hné í nærri því klukku- tíma, sá hann ljós í fjarska. Dimmt var orðið, kuldi og næðingur, og snjónum kyngdi niður. Þetta ljós reyndist vera á greiðasölustað. Gamalt og niðurnítt hreysi, komið að hruni, en greiðastaður var það nú samt. Mikjáll fór inn. Það er tvenns konar þefur í svona krám, þægilegur, gamall þefur og eingöngu gamall þefur. Þarna var sá síðarnefndi. Mikjáll fór inn í veitingastofuna. — Þar voru húsgögn, klædd flaueli, sem einhvern tíma hafði verið grænt, og brúnt veggfóður með ryðrauðum blómum af rósaættinni á veggjunum, bornhólmsklukka, sem hafði hætt að ganga einhvern tíma kl. 10.13, dökkgræn gluggatjöld úr þykku efni og með skúfabryddingu og postulínslampi með perlufrunsum. Gestgjafinn stakk hausnum inn um lúku á þilinu. — Hvað vilt þú? spurði hann og góndi ólundarlega á Mikjál. — Enskan bauta. Þökk fyrir, og glas af öli. — Þú getur fengið kirfilsúpu, sagði gestgjafinn. — Get ég ekki fengið neitt annað? spurði Mikjáll. — Kirfilsúpu, sagði gestgjafinn og skellti aftur hlemmnum fyrir lúkunni. Nokkru seinna birtist hausinn aftur. — Kirfilsúpu og hvítöl. Mikjáll andvarpaði og settist og beið. Gestgjafinn kom inn með kirfilsúpuna og hvítölið. Bragðið á matnum var al- veg eins og útlitið, og það var ekki gott. — Gæti ég fengið lánaðan síma? spurði Mikjáll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.