Fálkinn - 07.12.1960, Blaðsíða 16
Myrkrið grúfði yfir
andi. Það var eins
djiípt
ETTA var á vetrarvertíðinni — á að-
fangadag jóla. Jón sterki var að búa
sig undir heimferðina.
Skipshöfnin hafði verið í róðri alla
nóttina fram á morgun, og nú lágu há-
setarnir uppi í rúmum sínum og reyktu
pípur sínar.
Dagsbirtan gægðist inn um lítinn fjög-
urra rúðu glugga á öðrum gafli hinnar
lágu sjóbúðar. Það var sæmilega bjart
í þeim enda búðarinnar næst rúmun-
um, en inni var hálfrökkur.
Hann sat á rúmstokknum og var að
fara í skinnsokkana. Hann sneri andlit-
inu fram að glugganum, athugull og
hugsandi á svip, eins og hann væri að
fylgjast með veðrinu úti.
Hann var sterklegur og stór vexti, og
svo ljóshærður var hann, að hvítum blæ
sló á hár hans og skegg í hinu daufa
dagsljósi. Hreyfingar hans voru þungar
og letilegar.
Þegar hann var kominn í skinnsokk-
ana, reis hann upp og spennti sig mitt-
isólinni. Hann gekk fram á mitt gólf til
að geta staðið uppréttur undir mænin-
um.
„Þú verður að bíða þangað til á morg-
un, Jón,“ sagði einhver í fremsta rúm-
inu, dimmri röddu. „Hann lítur illa út
á fjallinu.“
Það var Björn formaður, gamall og
skeggjaður sjógarpur.
Hann reis upp við olnboga og hvessti
augun á risann.
„Það er víst enginn gamanleikur að
leggja á Skarðsheiðina í hrið, jafnvel
fyrir kunnuga. Það þekkjum við.“
„Hverju orði sannara, Björn, en ég
hef lofað að koma heim með eitthvað í
jólamatinn og eitthvað smávegis handa
krökkunum," svaraði Jón, „og maður
verður að halda loforð sín. Ef ég bara
get heyrt árniðinn, er ég viss með að
rata.“
„Já, auðvitað gerirðu það, sem þér
sýnist. . . En minnstu Sigmundar heit-
ins Björnssonar, sem varð þar úti, og
hafa þó fáir verið þar kunnugri en
hann.“
Nú reis á fætur lítill maður og væsk-
ilslegur inni í króknum.
„Maður á ekki að freista drottins,
Jón,“ sagði hann. „Það er eins og allir
vita stórháskalegt að fara yfir heiðina
um þetta leyti enda þótt það sé um há-
bjartan dag í góðu veðri og...“
„Ætlar nú eggið að fara að kenna
hænunni,“ svaraði Jón og hló. „Gættu
nú að, Valdi, að þú verðir ekki dauður
úr sjóhræðslu, þegar ég kem aftur.“
Menn hlógu að orðum hans og tóku
að stríða Valda, sem var yngstur og ó-
vanastur af skipshöfninni. En Jón klædd-
honum, þungt og lam-
og hann lægi í gröf
ist skinnkuflinum, sem hékk á veggn-
um og dró lambskinnshúfuna og vetl-
ingana fram undan sperrunni. Síðan
varpaði hann tveimur pokum á herðar
sér. Þeir voru bundnir saman með snær-
um og bar hann þá bak og fyrir.
Þegar hann var ferðbúinn gekk hann
að rúmunum og kvaddi með handabandi.
„Blessaður! .. . Guð gefi þér gleðileg
jól.“
„Þakka þér fyrir, sömuleiðis, Jón,“
svaraði Björn formaður. „Blessaður
snúðu nú við, ef hann verður mjög
dimmur á fjallinu.“
„Já, já, en ég kemst áreiðanlega ...“
Tveir hásetar risu á fætur og fylgdu
honum til dyra.
Það var byrjað að dimma. Blærinn
var andkaldur eins og oft fyrir hríð.
Ennþá sást vel til fjalla, en það var eins
og skýin rynnu saman við hið vaxandi
húm, eins og rökkrið hefði alltaf setið
að völdum þarna uppi. Frá verbúðunum
var um klukkustundar gangur upp að
heiðinni, sem var svipuð á hæð og fjöll-
in umhverfis. Þau voru öll hulin snjó,
það var eins og jöklarnir væru að þenja
ríki sitt út yfir landið.
Vegurinn lá um þröngan dal í skorn-
ing með bröttum hlíðum til beggja
handa. Allir lækir voru ísi lagðir og
brekkurnar lágu undir hjarni, svo að
erfitt var að fóta sig.
Hann gekk hratt til að komast upp
eftir, áður en dimmdi alveg. Hann
spyrnti fast við með hælunum og beitti
fyrir sig broddstafnum, þar sem hátt
var. Það gat orðið honum að bana, ef
hann missti fótanna og hrapaði. Nokkr-
um sinnum sneri hann sér við og leit
niður eftir. í fjarska sá hann myrkrið
síga yfir hafið eins og grásvört þoka,
sem af hafi kemur og leggst yfir strönd-
ina, kletta og sker.
ísköld vindkviða fór eftir dalnum.
Hann leit upp á fjallsbrúnina, þar sem
skýin hengu uppi yfir eins og ægileg
skriða. Hann var ekki lengur í nokkr-
um vafa um, að á Skarðsheiði væru hríð-
arélin á ferðinni. Hann hægði gönguna
snöggvast eins og hann væri að hugsa
sig um. Heim til hans var fimm stunda
gangur. Bærinn lá rétt handan við heið-
ina.
Á leiðinni var nóg af gjám og giljum,
sem nú voru full af snjósköflum. Ef
hann nú villtist og lenti á einum slíkum
skafli, var hætt við að hann hrapaði
niður úr honum, því að oft voru þessir
skaflar ekki annað en spangir, sem ekki
voru mannheldar. Hann vissi, að þann-
ig hafði farið fyrir mörgum ferðamönn-
um frá því fyrsta. Það var eins og gilin
hefðu rænt sumum um alla eilífð, þeirra
varð aldrei vart framar . ..
Skyndilega rak hann stafinn harka-
lega í hjarnið. Nei, hann varð að leggja
út í tvísýnuna — með guðs hjálp. —
Þau biðu eftir honum heima. Hann
hafði lofað þeim ákveðið að koma heim
á aðfangadagskvöld. Þau máttu ekki
bíða án þess að fá jólamat, og þar að
auki var hann með ýmislegt smávegis
í pokanum: Svuntu handa konunni, húfu
handa Siggu og sjal handa Gunnu litlu
. . . Það væri synd að láta þau sitja ein
heima á aðfangadagskvöld og svipta þau
jólagleðinni. Og hann hélt áfram. Þeg-
ar hann var kominn upp, fór hann með-
fram árfarvegi, sem skarst gegnum fjall-
ið. Honum gat hann fylgt upp að vötn-
unum uppi á heiðinni. Síðan átti hann
að beygja til vinstri, þar til aftur fór
að halla undan fæti.
Kæmist hann að sæluhúsinu, sem var
á miðri leið, eða vel það, þá var hon-
um borgið. Þaðan gat hann tekið mið á
bæinn.
Nú var orðið dimmt á fjallinu. Hér og
þar sá hann móta fyrir nöktum klett-
um, sem stungu kollinum upp úr snjón-
um. Þeir líktust tröllum fannst honum.
Og þegar stormurinn hvein um þá, var
eins og þeir væru að hvíslast á illyrðum.
Þess vegna sneri hann sér heldur í átt-
ina til árinnar. Þar neðan úr djúpinu gat
hann heyrt fossnið hins rennandi vatns.
Það var sem áin kallaði upp til hans
gegnum myrkrið: Hér er ég, hér er ég',
— mér áttu alltaf að fylgja... Eins og
hún vissi að hún ætti að vísa honum
leiðina. Hann var ekki kominn langt
áleiðis, þegar fyrsta élið skall yfir hann.
Það kom hvínandi yfir gjár og kletta
eins og langdregið vein, sem bergmálið
endurtók í fjarska.
Haglkornin dundu í andlit honum og
sársaukinn kom honum til að lúta á-
16
FALKINN