Fálkinn


Fálkinn - 07.12.1960, Blaðsíða 26

Fálkinn - 07.12.1960, Blaðsíða 26
eitað Ifósmóður AÐ ríkti undarleg kyrrð yfir litla húsinu í dalnum, sem lá þar hjúpað snjó. Þetta var seint að kvöldi litlu jóla. Lampi með rauðum skermi varpaði mjúkri birtu um herbergið. í hinu opna eldstæði brunnu nokkrir viðarbútar til ösku og sendu litla flögrandi neista upp um reykháfinn. Amma kom inn úr eld- húsinu. Hún hélt á lérefti, sem hún lagði frá sér á borðið. Enginn mælti orð frá vörum. Börnin þrjú voru sofnuð og afi sat og blaðaði í „Barátta og sigur trúarinnar“ og „Lykillinn að fjárhirzlu Guðs“. Hann las ekki, aðeins sat þarna. — Ertu alltaf að hugsa um það, — sagði amma. Hann leit á klukkuna áður en hann svaraði. — Ég held að við hefðum þrátt fyrir allt ekki átt að láta hann fara . . . — Það hefði verið jafn rangt að leyfa honum ekki að fara. — Ó já, við vitum svo lítið . . . — Það fer allt eftir því, hverju við trúum, hvort við trúum á himnaföður- inn eða okkur sjálf. — Ætli við trúum ekki á hvorttveggja ef það bætir nokkuð úr skák. —- Ó já, þú hefur líklega rétt fyrir þér... Raddirnar hurfu í myrkrið. Það fór þytur um herbergið, og veik, nærri óheyranleg stuna innan úr litla herberginu kom afa til að rísa á fætur og taka hendurnar frá andlitinu. Amma kom inn, hljóðlausum skrefum. — Nú fer að koma að því. — Hann endurtók orðin og gekk þunglamalega um gólf. Ef aðeins Anders og Ane- Nú sló klukkan á veggnum 12 syngj- SMÁSAGA EFTIR andi slög, og Árni litli reis felmtri sleg- inn upp í rúminu. — Hva! hva! hvað var þetta, stamaði hann ruglaður. Systur hans tvær vöknuðu nú einnig. Þær settust upp með gljáandi augu og hárið í göndli yfir svefnþrungnum and- litum. Blátt grýlukerti glitraði á glugga- karminn og gluggakistan var þétt riðin hvítum snjóflygsum. Það var sem kyrrð næturinnar yrði enn dýpri og afa fannst hann verða að gera eitthvað fyrir þessi stífu, starandi andlit, áður en þau bæru fram hættulegar spurningar. — Vesalings börn, sagði hann aðeins og vissi ekki hvað hann átti að segja. — Vesalings börn, hvað þið hljótið að vera þreytt, bætti hann við. Inga litla, sú elzta af börnunum, hreyfði sig. — Er pabbi ekki kominn? —Hann hlýtur að koma á hverri stundu. En — hann heyrði veika stunu úr litla herberginu og röddin varð ó- styrk — það nær ekki nokkurri átt að halda vöku fyrir ykkur. Ég ætla að fara með ykkur upp á hlöðuloft og finna þar rúm fyrir ykkur. Það er bezt að þið sofið þar í nótt. Þá verðið þið ekki fyrir ónæði. Komið þið nú, börn . . . Hann ætlaði að segja eitthvað meira, en skyndilega gat hann ekki hugsað skýrt. Börnin fylgdu honum viljalaus út í tunglskinsbjarta snjódrífuna, þar sem hann tók yngsta barnið, Brit litlu, í fangið. Litlu síðar lágu þau umvafin skinn- teppum og hlustuðu á andardrátt dýr- anna, sem sváfu fyrir neðan þau. Myrkr- ið og hlýjan færðist yfir þau eins og IVAR RINGDAL mild víma. Það var svo gotf að liggja þarna og vera aðeins þreytt, lítil börn, gleyma öllu vondu og erfiðu og fyrir- gefa öllum, sem þau skildu ekki. — Mömmu, sem hafði falið sig og ætlaði að eignast barn, pabba, sem barðist nú úti í snjónum ásamt hestinum sínum — fyr- irgefa allt, sem þeim hafði ekki verið sagt. Það var, sem það yrði þeim allt fjarlægara, yrði að vera sem það var, fara sem færi . . . Og svo var það hinn fíngerði skafrenningur og litla, græna furan, sem glitraði eins og sú, sem var á hálsklútnum, sem afi átti að fá í jóla- gjöf . . . vettlingarnir og . . . ó--... ó . . lítil, góð börn . . . aðeins góð börn .... góð .... góð .... lítil börn . . . . ó .... ó . . . . ó . . . Á hlaðinu stóð afi í vetrarfötunum sínum og í snjóskóm. Hann hélt á exi í hægri hendinni. Hann hafði heyrt eitt- hvað neðan úr dalnum. Ekki skothvell, ekki þytinn frá snjónum, er hann féll til jarðar. Hann hafði heyrt eitthvað annað... II. Andardráttur litla, brúna hestsins sendi gráa stróka út í tunglskinsbjarta nóttina, þar sem hann barðist áfram í hríðinni. Á baki hans sat hávaxin, mög- ur kona um sextugt. Hún var klædd kápu úr úlfsfeldi, hún var blökk í and- liti og harðleit, varirnar samanbitnar. Hún var hvassnefjuð og augu hennar tindruðu fram undan skinnhúfunni og gráspengdum ennistoppi. Þegar hestur- inn nam staðar beygði hún sig fram og klappaði honum á hálsinn. — Svona, svona vesalingurinn, þú verður að reyna dálítið betur. — Já, svona . .. reyndu nú . .. sagði hún hvetj- andi, og hesturinn fór aftur af stað. 26 F-ALKINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.