Fálkinn


Fálkinn - 07.12.1960, Blaðsíða 42

Fálkinn - 07.12.1960, Blaðsíða 42
Framhaldssaga eftir Patricia Fenwick STJÖRNUHRAP — Þetta er yndislegt, sagði Irena og leit við. Nú sá hún að hún var ein. Hugh og Coral höfðu ekki komið á eftir henni út á svalirnar. Þau voru inni í stofunni og þegar hún kom til þeirra, fannst henni sem þau hefðu alveg gleymt, að hún var til. — Já, þau eru úti í Ihla das Pedras, sagði Coral lágt, til svars einhverju, sem Hugh hafði spurt um. Þegar hún sá að Irena kom inn í stofuna, hækkaði hún róminn og sagði í samræðutón: — Útsýnið er dásamlegt, — er það ekki? — Jú, sagði Irena og óskaði að Hugh hefði sýnt henni útsýnið — að hann hefði að minnsta kosti komið út og stað- ið hjá henni þegar hún sá það í fyrsta sinn — í staðinn fyrir að verða eftir inni í stofunni og tala við Coral um ein- hverja, sem væru á „Ihla das Pedras“. Nafnið minnti hana á eitthvað óviðfelldið. Hún hugsaði sig um, og allt í einu mundi hún það? Brian hafði svarað spurningu, sem hún lagði fyrir hann: „Ég er aðstoðarmaður hjá Grant Sum- mers, verkfræðingnum. Við erum úti á Ihla das Pedras.“ Hún var nýbúin að kynna hann fyrir Hugh, þegar hann sagði þetta, og Hugh hafði orðið drumbslegur og fár, án þess að hún skildi ástæðuna til þess. Hún vissi ekki enn, hversvegna hann hafði brugðizt svona við, því að hún hafði gleymt að spyrja hann um það. Hugh hafði með öðrum orðum verið að spyrja hana um einhverja, sem áttu heima úti á Ihla das Pedras. Hún leit á Hugh, en gat ekki lesið neitt út úr andlitinu á honum. — Komdu og skoðaðu íbúðina, Irena, sagði hann, og Coral var undireins til taks. — Já, Irena, þig langar lík- lega til að sjá það, sem þú átt óséð af heimilinu þínu. Við skulum sýna þér svefnherbergið fyrst, og síðan verð ég að útskýra fyrir Önnu og Maríu, að „o patrao“ hafi komið með konu með sér frá Englandi. Hún talaði rólega og skynsamlega, en Irenu líkaði ekki þetta „við skulum sýna þér“. Hún vildi ekki láta Coral sýna sér nýja heimilið sitt. Hana hafði dreymt um að Hugh mundi sýna henni það, og að þau yrðu tvö ein saman. Hún hafði vonað að þegar Valerie og Bill og hinir farþegarnir voru ekki nærri þeim lengur, mundi hún aftur fá að njóta sælunnar, sem hún hafði notið þessi fáu augnablik uppi á bátaþilfarinu forðum. En nú var Coral heima hjá þeim, í stað Wilsonshjónanna. -—- Þetta stendur ekki lengi, hugsaði Irena með sér. — Hún fer bráðum. Og í fullvissu um það lét hún Coral sýna sér íbúðina. — Ég vona að ég hafi hagað þessu þannig, að þér líki það, sagði Coral. — Já, það hefurðu gert, sagði Irena og reyndi að leggja hlýju og þakklætiskennd í röddina. Hún fór að velta fyrir sér, hve miklu af þessu Coral hefði eiginlega „ráðstafað“. Hún vissi, að Hugh hafði aldrei búið í þessari íbúð, en hann hafði sagt henni, að ibúðinni hefði verið komið í lag áður en hann fór frá Rio til Eng- lands. Líklega þurfti ekki að gera annað síðan en gera hreint Allt í einii varö henni Ijóst, að öll herbergin báru þess merki, að kvenhendur hefðu verið þar að verki... og opna gluggana við og við, og vinnustúlkurnar hefðu getað annazt um það. Coral hafði ráðið þær og sett þær inn í starfið. Það hlaut að vera Coral, sem hafði pantað körfuna með gladiólunum — í allskonar litum, frá ljósgulum til dreyrrauðra — sem stóðu á stofuborðinu. Það hlutu að vera blómin, sem gerðu stofuna vistlega, hugsaði Irena með sér. Án þeirra .... En svo varð henni allt í einu ljóst, að öll herbergin — þótt engin blóm hefðu verið þar — báru þess merki, að kvenhendur hefðu verið þar að verki. Það var líkast og þetta heimkynni hefði verið skipað af konu fyrir konu, en ekki fyrir karlmann. Coral hlaut að hafa gert það .... En hún hafði ekki vitað, að Hugh kom kvæntur heim aftur. Hún hvarf frá þessum hugleiðingum, er hún heyrði Coral segja: — Og hérna er eldhúsið. Hún opnaði nýjar dyr og bros- andi framan í digra og blíða múlattakonu fór hún að tala portúgölsku við kerlingu, sem hún kallaði Maríu, og aðra yngri, sem hét Anna. Þær brostu báðar framan í nýju frúna sína, er Coral togaði hana með sér inn í eldhúsið, og portú- galski orðaflaumurinn bunaði út úr þeim. En þá gerði Coral athugasemd, og þær þögnuðu. — Ég hef sagt þeim, að þú skiljir ekki portúgölsku, sagði hún við Irenu. Hún reyndi ekki að þýða neitt af því, sem þær höfðu sagt, en sneri sér að þeim aftur og fór að tala við þær. Hún hlaut að hafa sagt eitthvað skemmtilegt, því að þær hlógu báðar, og Hugh brosti til Önnu litlu stofu- stúlku, og hún sagði aftur og aftur: — Sim senhora — sim senhora — sim senhora. Irena vissi, að það þýddi „Já, frú,“ og nú hélt Coral áfram að rausa við þær á portúgölsku, en Irenu fannst hún vera alger hornreka þarna — umrenn- ingur á sínu eigin heimili. — Hvað er Coral að segja? spurði hún Hugh, og hann svaraði í léttum tón: — Hún er bara að segja þeim hvað þær eigi að kaupa, og annað þess háttar. Coral hefur líklega heyrt spurninguna, því að hún sneri sér -að Irenu og sagði á ensku: — Nú held ég að þetta sé allt í lagi. María ætlar að kaupa í matinn og ég skal ráðstafa „assignatura" viðvíkj- andi mjólkinni. Irena horfði á hana spyrjandi og Coral hélt áfram útskýrandi: — Það þýðir, að þú færð ákveðinn mjólk- urskammt á hverjum degi. Ef þú hefur ekki „assignatura“, verður þú að senda stúlkuna með flöskur eða brúsa og láta hana standa í biðröð við mjólkurbúðina. — Já, ég skil, sagði Irena með hálfum hug. Þetta var svo flókið, í eyrum enskrar stúlku, sem var alin upp í þorpi og var vön því að mjólkin væri borin heim að dyrum á morgnana. — Anna færir þér árbítinn á morgnana, hélt Coral áfram. — Hve snemma viltu fá hann? Irena horfði spyrjandi á Hugh. — Hvenær borðar þú morg- unverðinn? — Kringum klukkan hálfátta. Ég verð að vera kominn i skrifstofuna klukkan hálfníu. Coral kinkaði kolli og útskýrði þetta fyrir Önnu á portú- gölsku og Anna þuldi enn á ný: „Sim senhora — sim senhora — sim senhora.11 Coral hlaut að hafa miklu meira á hjarta en að segja vinnukonunni fyrir morgunverðinum, hugsaði Irena með sér, en henni var ómögulegt að fylgjast með í sam- talinu. Hún kunni ekki við að spyrja Hugh aftur, og hann sýndi engan lit á að þýða það, sem Coral var að segja við stúlkurnar. Loks þagnaði Coral og Hugh sagði: — Eigum við nokk- uð kalt að drekka á heimilinu? — Já, hérna, sagði hún og gekk á undan þeim inn í eins konar búr, sem var næst eldhúsinu. Veggir og gólf voru með mjallahvítum flísum, og í einu horninu stóð kæliskáp- ur. Og aðrir skápar með öllum veggjum. Meðan Hugh var að ná í ísmola úr kæliskápnum, blandaði Coral appelsínu-, grape- og ananassafa í stóra glerkrukku og rétti þeim bros- andi. — Þetta ætti að vera rétt blandað, hugsa ég. Eins og þú sérð, þá hef ég ekki gleymt því. Hún einblíndi á hann dökkum augunum á meðan hann var að ná sér í glas úr 42 FALKINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.