Fálkinn - 07.12.1960, Blaðsíða 19
Við manneskjurnar erum villidýr innst inni.
Það er eins og fjötrar falli af okkur, þegar við
keyrum skutul á kaf í náhveli. . .
FRÁSÖGUÞÁTTUR EFTIR PETER FREUCHEN
ið til okkar; samvistargleðinnar yrði
notið við okkar bústað í Melvilleflóan-
um þennan vetur.
Þó að við, að vísu, værum ekki heima-
menn hér og á leið til annarra staða,
en ferðamaðurinn sezt um kyrrt, þar
sem veizlan býðst mest, og því varð
aðsetur okkar nú hér. Við sendum kon-
urnar til lands, þar sem kofarnir þrír
stóðu. Hundarnir voru tregir að fara
af stað, en konurnar í Kap York aka
hundasleðum á við hvern karlmann. Við
losuðum veiðitæki okkar af hlassinu,
skutul og fangalínu og flugbeittan
flensuhnífinn.
Við manneskjurnar erum villidýr
innst inni. Það er eins og fjötrar falli
af okkur þegar við keyrum skutul á
kaf í náhveli og stöðvum dýrið á flótt-
anum. Það tekur aldeilis í herðar og
búk, þegar hvalurinn sendist af stað
og strengist á línunni, svo að fleinninn,
sem rekinn er niður í ísinn gegnum
lykkju á fangalínunni, hefur næstum
því skellt manni. Maður spyrnir við
með öxl og fæti og sársaukann af
hnykknum skynjar maður einungis sem
fagnaðarbylgju um líkamann, bardaga-
gleði tvinnaða eftirvæntingu um hvor
muni sigra.
Náhveli verða meir en sex metrar
á lengd, og það er ekki svo auðvelt
að draga þessi stóru dýr upp um litla
vök upp á ísinn, en hér þurftum við
aðeins að skutla niður í vökina til að
ná í fórnardýr okkar. Bardaginn var
of ójafn, því að hér vorum við tveir
karlmenn með hnífa okkar og góðan
vað, og fyrsta hvalinn drógum við upp
úr þannig, að við létum hundaeykið,
sem eftir varð þegar konurnar fóru
eftir mönnum til hjálpar, draga með
okkur, og þegar hvalurinn var hálfur
upp úr, komu vesalingarnir niðri í vök-
inni okkur til hjálpar og ýttu undir.
Svo drápum við þann næsta, og hinn
þriðja. Við létum þá liggja í snjónum
og tókum að skera þann fyrsta í mesta
flýti, áður en hann frysi. Meðan við
vorum að skipta næsta hval sundur í
dásamleg spikstykki með hveljunni á
og blóðrautt kjötið, svart í tunglskin-
inu, lá umhverfis okkur með öll sín
fyrirheit, heyrðum við til mannaferða
langt í burtu.
Þeir færðust nær með háum hrópum
og hvínandi keyrum, og innan skamms
voru þeir komnir til okkar og kölluðu
hver í kapp við annan af hrifningu.
Auðvitað bar okkur að hagnýta aðstöðu
okkar sem allra bezt.
Við létum sem ekkert væri, snerum
í þá baki og héldum áfram að skera
hvalinn, steinþegjandi. Það var ekki
fyrr en komumenn höfðu umkringt okk-
ur algerlega, að Minik, félagi minn,
rétti úr sér með hægð, tók vænan bita
og rétti að næsta manni með þeim svip
og orðum, að ætla mátti, að þeir hefðu
þegar setið saman og gætt sér á krás-
um í margar klukkustundir. „Manni
gæti dottið í huga, að þig langaði
til að fá þér bita af mattaki (hvals-
húð).“ En von bráðar var skopleikn-
um lokið, við entumst ekki til að halda
leikaraskapnum áfram lengur, og innan
skamms hömuðumst við allir við veið-
arnar. Við drógum hvern hvalinn upp
eftir annan, og umhverfis okkur hlóðust
heil fjöll af spiki og húð.
Annað slagið hurfu hvalirnir úr vök-
inni. Ef til vill áttu þeir sér glufu til
að anda upp um annarsstaðar, en þeir
komu ætíð aftur. Meðan þeir voru burtu,
fengum við tíma til að skera þá hvali,
sem þegar voru veiddir. Hvalskurður
er erfitt starf og getur reynt á þolrif-
in; að innan urðu föt okkar brátt svita-
blaut, en að utan brynjuð af frosnu
blóði og sjó.
En meðan veiðigleðin varir, er mað-
ur sem í vímu. Sigurgleðin, vitundin
um mikið kjöt og tilhlökkunin vegna
aðdáunar annarra stappar í mann stál-
inu. — En nú hurfu hvalirnir. Meðan
við vorum að skera þann fjórtánda,
hurfu þeir endanlega á brott. Þeir voru
vafalaust skelfdir og leituðu langt í burt,
og vel getur verið, að þeir hafi fundið
auða rennu, ef til vill leið til hafs.
Og víst máttum við vel við una. í þann
mund er konurnar komu akandi með
þreytta hunda okkar fyrir sleðanum,
þar sem öll börnin sátu nú, var veið-
inni lokið, og þá hófst forleikurinn að
veizlunum.
Hér var nú haldin stóra miðsvetrar-
veizlan í Thule þetta árið. Við, sem
áveðurs búum, fyrir suðvestanvindin-
um, erum nefnilega jafnan verr birg
af kjöti en fólkið hlémegin.
Nú þurfti að senda af stað sleða til
að breiða út fréttirnar um vetrarveiði
íbúanna við Melvilleflóann. Fyrst hugs-
uðum við þó um okkur sjálf. Náhvelis-
kjöt er ekki vel fallið til suðu, en hrátt
og frosið með spiki, er það nærandi
og góð fæða, ljúffengur forréttur, áður
en tekið er til að höggva upp beinfros-
inn mattakhauginn. Og í sannleika var
nú höggvið. Öll viðhöfn var látin lönd
og leið, hver tók sjálfur sem hann lysti,
karlar og konur átu saman meðan rætt
var um veiðina. Ekkert rúm fannst
lengur á gólfi hússins, þannig höfðum
við sankað að okkur kjöti og spiki og
heilum breiðum af mattaki.
Aðeins að magi manns væri ekki
svona lítill. Jafnvel þótt maður fái sér
blund öðru hverju, er ekki hægt að
eta endalaust. Samt er matur og meiri
matur það, sem hugurinn snýst í sífellu
um meðan á ferðinni stendur. En í þetta
skipti höfðum við girnzt meira en við
gátum torgað, og þegar amman gamla
kom með sitt lostæti, harðsteikta hamsa
úr nýju spikinu, sem hún hafði brætt,
þá veitti enginn henni neina sérstaka
athygli. Hún hafði setið inni í hinu
húsinu og brætt spik og hlakkað til að
sjá fögnuð barnanna, og nú kom hún
inn með fulla skál af þessu óvænta
sælgæti; náhvelisveiðin á sér nefnilega
yfirleitt stað á sumrin. Við átum af
skyldu einni saman, fyrsta matargleðin
var liðin hjá og kjálkarnir þreyttir.
Svo var farið að segja sögur. Ró og
værð færðist yfir okkur, og ég sagði
frá jólum eins og ég þekkti þau úr öðru,
fjarlægu landi, og frá matskemmtun-
um, sem þar tíðkast. En glampinn í aug-
unum dofnaði, og menn tóku að dotta.
Við vorum þreytt eftir veiðiskapinn og
úttroðin af öllum þessum mat og svefn-
þurfi. Veiði, matur og gleði; við þetta
hafði tíminn liðið, en hve lengi höfð-
um við enga hugmynd um.
Ég vissi það eitt, að þannig höfðu
jólin liðið, mánaðardagurinn skipti mig
engu máli. Hann fyndi ég fljótlega þeg-
ar heim kæmi til hornamælisins míns
og stjörnufræðinnar. Hér naut ég þess
eins að vera í beinni snertingu við æða-
slátt lífsins sjálfs, heilbrigðar sálir í
hraustum líkömum, gott fólk í dýrðlegu
umhverfi. Og hérna var ásinn, sem gleð-
in snerist um þennan vetur. Þennan
mikla mat höfðum við fengið sendan
frá móður hafsins, sem býr niðri á
botni djúpsins. Af auðæfum sínum sendi
hún okkur fjórtán stóra hvali, og aldrei
Frh. á bls. 50.
FALKINN 19