Fálkinn - 07.12.1960, Blaðsíða 7
í borginni Betlehem í
Pennsylvaníu er nú hægt að
sjá hina björtu jólastjörnu.
Það er rafmagnsstjarna, sem
sett var á fjall skammt frá
borginni.
★
Er til nokkur betri jóla-
gjöf handa lítilli stúlku en
brúða? Þannig hefur þetta
verið allt síðan jólin voru
heiðin hátíð. Ein fyrsta tau-
brúðan var gefin rómverskri
telpu fyrir 2000 árum síðan.
Brúðan er nú varðveitt á
British Museum í London.
★
íbúarnir í litlu þorpi í
Californíu, fengu jólapóstinn
í fyrra með hundi, sem bar
hann í tösku á bakinu. Hann
stanzaði fyrir utan hvert ein-
asta hús og gelti, unz ein-
hver kom og tók þann póst,
sem til hans var. Ástæða þess
var sú, að eini póstur þorps-
ins var veikur, og fékk þá
snjöllu hugmynd að senda
hundinn sinn í staðinn, en
seppi var alltaf með honum
í póstferðunum.
★
Um þessi jól ætla sálfræð-
ingar í Ameríku að gera
leynilega rannsókn á jólainn-
kaupum íbúanna. Að þeirra
dómi má ráða sitthvað um
skapgerð manna á því hvern-
ig jólagjafir þeir kaupa. —
Einnig hefur það mikið að
segja, hversu stórar gjafir
menn gefa, segja þeir.
★
Menn gera margt sér til
dundurs í tómstundum sín-
um. Norskur iðnverkamaður
hefur til að mynda gert þetta
kirkjulíkneski og búið það
til eingöngu úr eldspýtum.
Það hafa þúsundir af eld-
spýtum farið í bygginguna og
þúsundir klukkustunda hef-
ur hann eytt í verkið. Stærð
líkneskisins er athyglisverð:
30 sinnum 75 cm. í grunnflöt
og 60 cm. á hæð. í kirkjunni
eru 70 sellofangluggar og
málaðir margbreytilegum
litum til þess að líkjast sem
mest kirkjugluggum. Kirkju-
smiðurinn segist hafa byrj-
að á þessu til að hvíla hug-
ann. — Hann uppgötvaði þó
Grískar konur miðuðu ald-
ur sinn við brúðkaup sitt en
ekki fæðingu.
Homer.
fljótt, að byggingin þarfnað-
ist mikilla heilabrota, en
hélt áfram engu að síður.
Hann hafði fengið áhuga á
verkinu og þegar allt kemur
til alls er hvíldin ef til vill
ekki fólgin í því að gera ekki
neitt, heldur skipta um starf.
Minningin um jólin er í huga okkar flestra tengd kerta-
Ijósunum og þrátt fyrir breyttar aðstœður eru það enn í
dag þau, sem mest snerta hugi barnanna. Aðdáunin leynir
sér ekki í andlitunum á myndinni hér að ofan.
Um hver jól fær Englands-
drottning heilu vagnhlössin
af jólakortum og jólagjöfum.
Þessar jólasendingar eru frá
alls konar fólki, bæði háu
og lágu. Nú vill þannig til,
að það er alger regla í
konungshöllinni, að drottn-
ingin má aðeins þiggja gjafir
frá þeim, sem hún þekkir
persónulega. Hvað skyldi þá
vera gert við allar þær þús-
undir gjafa, sem berast frá
ókunnum þegnum? Allan
desembermánuð er fjöldi
manna, sem vinnur við að
opna alla pakkana til drottn-
ingar og senda sendanda
þakkarkort. Að því búnu eru
gjafirnar sendar barnaheim-
ilum, sjúkrahúsum og öðrum
hjálparstofnunum. Það eru
ótrúlegustu hlutir, sem fólk
finnur upp á að senda drottn-
ingunni í jólagjöf. Fyrir
nokkrum árum fékk hún til
dæmis sex brjóstsykurssteng-
ur. — að sjálfsögðu af beztu
og dýrustu tegund! Öðru
sinni fékk hún pakka, sem
einungis hafði að geyma einn
ósköp venjulegan stein. Send-
andinn var útflytjandi og
hann kvaðst vona, að þetta
litla brot af Labradorfjalli
mætti hvíla í friði á Windsor-
jörð.