Fálkinn


Fálkinn - 07.12.1960, Blaðsíða 14

Fálkinn - 07.12.1960, Blaðsíða 14
SVO nefnist hæsta fjall á íslandi. Nafnið lætur ekki mikið yfir sér, enda er það dregið af dalverpi einu í Svínafellsheiði, sem heitir Hvannadalur. Þangað leggja fáir leið sína, og aldrei hef ég séð ljósmynd þaðan, en hitt er rétt, að hnúkurinn stendur beint í norð- austri fyrir botni dalsins. Hvannadalshnúkur er talinn 2119 m á hæð frá sjávarmáli, og er þá miðað við jökulhúfuna á kolli hans, en hún getur hækkað nokkuð eða lækkað eftir árferði. Danskir landmælingamenn mældu hæð- ina nákvæmlega árið 1904. Þeir dvöld- ust þá lengi sumars á Öræfajökli, og frá þeim eru runnin örnefnin Hermanna- skarð, norðan jökulsins; Tjaldskarð á hájöklinum og Þuríðartindur í austur- hlíðinni. Sumarið 1956 var hæð Hvanna- dalshnúkar mæld á nýjan leik með mjög nákvæmum mælitækjum, en hún virtist mjög lítið eða ekki breytt. Eins og kunnugt er, rís Hvannadals- hnúkur upp úr kolli Öræfajökuls og er í raun og veru einn af mörgum „hnöpp- um“ eða strýtum, sem standa í 'hvirfing um hinn mikla eldgíg á hájöklinum. Gígur þessi er 2.5—3 km í þvermál frá austri til vesturs, en um 5 km á lengd frá norðri til suðurs. Hann er sléttfullur af jökli og snjó, og þaðan falla marg- ir og miklir skriðjöklar í allar áttir gegnum skörð og dalklofa i undirfjöll- unum. Tvisvar sinnum, síðan sögur hóf- ust, hefur gígurinn sprengt af sér jökul- fargið og rutt ógurlegum eldgangi og jökulhlaupum yfir nærsveitirnar. Sú saga verður ekki rakin hér, en í fyrra gosinu 1362 eyddist byggðarlagið Litla- hérað á austanverðum Skeiðarársandi og þar með kirkjustaðurinn að Rauða- læk. Byggðin á Breiðamörk hefur þá ef- laust orðið fyrir miklu áfalli, þótt ekki eyddist hún fyrr en síðar. Síðara gosið hófst í ágúst 1727, og féll aðaljökulskriðan og vatnshlaupið fram á Kotáraura, sunnan við hið forna prestsetur Sauðfell. Þrír menn fórust í hlaupinu og einnig fjöldi búfjár: Kol- svart öskumyrkur grúfði yfir byggðinni í þrjá daga samfleytt. Jökulruðning- urinn lá marga áratugi á láglendinu, áður en hann bráðnaði með öllu. Enn heitir Svartijökull á Kotáraurum, þótt nú séu þar grjóthólar einir eftir. Það varð ekki lýðum ljóst fyrr en eftir síðustu aldamót, hver væri hæsta gnýpa landsins. Kverkfjöll og Bárðar- bunga eru lítið eitt lægri en Hvanna- dalshnúkur, og sumir héldu því fram, að Snæfell væri höfði 'hærri en önnur fjöll. Nákvæmar þríhyrningamælingar af öllum hæstu kennileitum landsins skáru úr þessu vafamáli. Hinn fyrsti, sem steig fæti á sjálfan Hvannadalshnúk, var norski landmæl- ingamaðurinn, Hans Frisak, í júlímán- uði 1813. Fylgdi honum Jón Árnason bóndi á Fagurhólsmýri. Næstur Frisak kom þangað enskur ferðagarpur, F. F. W. Howell, sem fór víða hér á landi og gaf út fallega myndabók um ísland. Þau urðu ævilok Howell’s að hann drukknaði í Héraðsvötnum. Howell gekk á Hvannadalshnúk í > ágústmán. 1891, og fylgdu honum þrír menn frá Svínafelli. Síðan hafa ýmsir gengið á Hvanna- dalshnúk og flestir lagt leið sína frá * Sandfelli, en fáeinir frá Fagurhólsmýri. Frá Sandfelli er um 8 klst. gangur á hnúkinn, og leggja ekki allir í slíka göngu. Eftir að snjóbílar komu til sögunnar á Vatnajökli, hefur mjög fjölgað heim- sóknum á Hvannadalshnúk. Þangað fór fyrst 11 manna hópur á snjóbíl árið 1954. Þeir lögðu upp frá Grímsvötnum um miðnætti 9. júní, óku suður yfir upptök Skeiðarárjökuls og því næst upp mjóan og allbrattan hrygg norðan í Öræfajökli. Hefur sá hryggur síðan hlot- ið nafnið Jökulbak. Þar er víðast þver- bratt vestur af og sums staðar skammt í slæmar sprungur austan í móti. En daginn áður hafði Guðmundur Jónas- son setið lengi dags með kíki á Gríms- fjalli og skoðað leiðina úr fjarska, enda þræddi hann nú hiklaust bil beggja milli sprungukerfanna á Jökulbaki, eins og hann væri þar gamalkunnugur. Kl. 7 um morguninn var bíllinn kominn efst á Jökulbak í 1922 m hæð. Blasti þá Hvannadalshnúkur við í hásuðri og 5 km fjarlægð. Við höfðum sumir hverjir í hópnum borið dálítinn kvíðboga fyrir því, að hæsti tindur landsins væri lágkúruleg- ur og sviplítill, en það reyndist á allt t annan veg. Hvannadalshnúkur gekk þeg- ar í augu allra gestanna og vann hylli þeirra. Af Jökulbaki að sjá, er hann „hestfjall“, með reistan makka í austur- » átt, snjóhvítur og virðulegur. Hlíðin að norðan er brött og nokkuð sprungin. Henni hallar niður að Svínafellsjökli, og er 500 m flugbratti af hnúknum nið- ur í jökulkvosina. Þar sem Jökulbak endar, verður grunnur slakki um þveran Öræfajökul, . frá austri til vesturs. Það er Tjaldskarð. Sunnan við skarðið er brött og 'kúpu- mynduð snæbunga, 2041 m á hæð, og köllum við hana Snæbreið. Nú gekk að með éljum á Hvannadalshnúk, og var því slegið tjöldum í Tjaldskarði og sofið um stund eftir næturferðina. Um kvöldið gerði bjart og fagurt veð- ur. Var þá ekið suður á Snæbreið, þótt bratt væri, en þaðan opnast útsýn suð- ur yfir gígsléttuna á hákolli Öræfajök-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.