Fálkinn


Fálkinn - 07.12.1960, Blaðsíða 15

Fálkinn - 07.12.1960, Blaðsíða 15
uls. í suðaustri eru „hnapparnir" upp af Hrútárjökli. Þangað mun Sveinn Páls- son 'hafa gengið í ágústmán. 1794. Hæsti hnappurinn þar er 2044 m, en nokkru sunnar og austar er annar, 1927 m, og á hann hefur Sveinn sennilega gengið. Sunnan við gígsléttuna eru tveir knapp- ar með stuttu millibili (1758 og 1851 m) og nokkru vestar Rótarfjallshnúk- ur (1848 m). í suðvestri frá Snæbreið blasir við sjálfur Hvannadalshnúkur í tveggja km fjarlægð, klettaflug með snjóbrekku undir og snjóbunka á kolli. Ekið er niður í slakka austan undir hnúknum og gengið þaðan skáhallt upp norðurhlíðina. Þar verða oft fyrir gjár með lausasnjó yfir, og verður því að gæta allrar varúðar. Efsti hausinn er lítill um sig og bratt til allra hliða. Af kollinum sést sem úr flugvél nið- ur um í Öræfabyggð, austur á Breiða- merkursand og út yfir Skeiðarársand. Hin mikla, úlfgráa jökulkaka, Skeiðar- árjökull, sýnist héðan mjór og ekki ýkjastór. Hann er nú samt fullir 500 ferh.kílómetrar, þ. e. sjálfur skriðjök- ullinn, sem verður snjólaus að sumrinu. Skaftafellsfjöllin eru í norðvestri, hvassbrýnd og giljum grafin. Þar gnæf- ir Þumall á nyrzta röðlinum, kolsvart- ur klettastabbi með hvíta jökulbreiðu að baki. Það sýnist ekki langt norður á Grímsfjall, en þangað eru samt fullir 50 km í beina stefnu — og bílleiðin mun lengri. Lengst í fjarska mænir Herðubreið, ýmist í bláleitu eða gullnu mistri — eftir dagtíma, og litlu austar Snæfell. í norðaustri er tindaklasi mikill og óreglulegur í suðurbrún Vatnajökuls. Þar eru Mávabyggðir og Esjufjöll. Aust- ur undan sér niður á Breiðamerkur- jökul, hvíta flatneskju og óslitna, ef ekki lægju nokkrar randir frá fjöllun- um fram á jökulsporð. Þetta eru rétt- nefndar randir til að sjá. í raun og veru eru þær 10—100 m breiðar grjótdreifar á ísnum. Hin mesta þeirra nær frá Esju- fjöllum nærfellt 20 km veg fram að upptökum Jöulsár á Breiðamerkursandi. Fram um 1935 bullaði Jökulsá með fer- legu straumkasti undan jökulsporðin- um, og mátti fara yfir jökulröndina þar rétt fyrir ofan. Nú er þarna komið allstórt stöðuvatn, meira en 100 metra djúpt og ísalt við botninn, því að sjór fellur þar inn um árfarveginn með stór- straumsflóði. Austan Breiðamerkurjök- uls rís Þverártindsegg, voldug og brúna- hvöss með litla jökulhettu á kolli. Suð- ur af henni er fjallgarður, sem endar í klettahaus, er nefnist Fellsfjall. Sunn- an undir því stóð lengi höfuðbólið Fell, sýslumannssetur í byrjun 18. aldar. Nú er það í eyði. Smám saman lögðu straumvötn og jöklar undir sig engjar Myndirnar eru teknar af Magnúsi Jóhannssyni, og eru báðar frá Hvannadalshnúk. og haga, unz túnið og bærinn eyði- lögðust af vatnagangi sumarið 1869. Um þær mundir og fram yfir síðustu aldamót lá austurtota Breiðamerkurjök- uls fram undir fjörukamb, svo að með naumindum var hægt að þræða grand- ann milli sjávar og jökuls. Vestan Jökulsár er hið forna heima- land Breiðár, bústaður Kára og Hildi- gunnar. Jörðin fór í eyði 1698 og var dæmd óhæf til ábúðar. Síðan lagðist jökull yfir tún og tættur. Nú er bæjar- stæðið að sönnu komið undan jökli, en hulið 3—5 m þykku lagi af jökulaur. — Þótt Breiðá væri tekin úr tölu byggðra býla, hefur fjaran jafnan ver- ið talin til fasteigna í jarðabókum. Skömmu fyrir 1940 keyptu Kvískerja- bændur hálflendu Breiðár fyrir 300 kr. af Björgvin Vigfússyni sýslumanni á Efrahvoli, en hina hálflenduna eiga Suð- ursveitarmenn. Hefur hún lengi gengið í erfðir, og er nú skipt á 20—30 hend- Frh. á bls. 51 Jón Eyþórsson, veSurfræiingur, skrifar hér fyrir FÁLKANN um hæsta tind tandsins. FALKINN 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.