Fálkinn


Fálkinn - 07.12.1960, Blaðsíða 23

Fálkinn - 07.12.1960, Blaðsíða 23
Jólatilhugsunin kom mér alveg á óvart. Ég var í sumarskapi í steikjandi hita... GREIN EFTIR AAGE KRARUP NIELSEN Stórborg á þessum. breiddarstigum og með jafnsundurleita íbúa, breytir ekki svip allt í einu þó að jólin standi fyrir dyrum, eins og venjan er á norðlæg- ari breiddarstigum. En ef betur er að gáð, sér maður þó hvernig jólablærinn er að læðast inn yfir borgina. Maður þarf ekki annað en sveigja út af Ave- nida Madero — mestu umferðarstræti Mexico City — og stefna niður í hverf- in kringum markaðstorgin og söluskál- ana, til að taka eftir því. Frá hverju götuhorni hljóma gleði- legir tónar frá gítörum götuspilaranna, violin og marimba. Það er eins og allir syngjandi flökkutrúðar í Mexico hafi mælt sér mót hérna í höfuðborginni dagana fyrir jólin, til að færa götun- um fjör og líf með því að glamra á strengleikana og syngja spænsk-mexi- canskar vísur, sem öll borgin raular. Á blómatorginu mikla við St. Juan eru sölukerlingarnar að sökkva í hinu litskrúðuga blómskrúði Mexico; maður skyldi halda, að öll blómadýrðin úr hinum syndandi görðum Xochimilcos hefði skolazt inn yfir borgina í tilefni af jólunum — dýrðlegur bær — þar sem maður getur keypt fangið fullt af gullfallegum, stilkalöngum rósum, blóðrauðum nellikum eða heilan hnefa af hvítum, ilmandi gardeníum fyrir þrjár krónur. Inni á milli blómahauganna og fjöll- um ávaxtasalanna af ananas, melónum og papayas, apríkósum og ferskjum, skálmar gríðarstór jólasveinn, virðuleg- ur og hátíðlegur — 3—4 metra hár, í síðum, rauðum kufli, með skotthúfu og sítt, hvítt skegg. Æpandi krakkar flykkj- ast kringum hann og Indíánastúlkurnar í sölubásunum bjóða hann velkominn með blíðu brosi og blómum. Þarna er sjálfur „Santa Claus“ kominn í borgina til að koma fólkinu í jólaskap. Þangað til fyrir fáum árum var hinn árlegi jólamarkaður haldinn í Alameda- garðinum, rétt við aðalstræti borgarinn- ar, hið breiða og tigna Avenida Juarez. Þúsundir Indíána komu í borgina úr öllum áttum síðustu vikurnar fyrir jól og settu upp búðartjöld sín — puestos — og seldu heimaunninn varning. Þetta var endurminning löngu liðinna daga, þegar þessi borg var höfuðstaður Az- tekanna og aðalmarkaður þeirra á þess- um stað. En hin róttæka stjórn Mexico kærir sig kollótta um fornar erfðir og hefur bannað jólamarkaðinn í Alame- da, og Indíánarnir hafa orðið að leita annað. Fárra mínútna garg frá Zocaloen — torginu mikla fyrir framan gömlu dóm- kirkjuna í miðri borginni — hafa þeir fundið friðland fyrir jólamarkað sinn — heilt völundarhús af puestos með hinum margvíslega varningi Mexico. Hver búð hefur eitthvað sérstakt til að lokka: stóra, gljáandi lakk-skutla frá Uruapam, skreytta blómum og fuglum, leirker frá Guadalajara og Oaxaca, út- skorna og lakkborna kassa og skrín frá Ulinalá, ferlegar dansgrímur frá Michoa- cán og tágakörfur frá Toluca, með skemmtilegum myndum og skjannalit- um — sæg af undursamlegum munum, sem sýna listhneigðina, sem í Indíán- um býr. Ef allt þetta getur ekki komið manni í jólaskap, þá hljóta leikfangabúðirnar að minnsta kosti að gera það. „Jugetes. Jugetes!“ — Leikföng! Leikföng! heyr- ist kallað úr öllum þessum búðum, sem eru fullar af allskonar glingri. Hér má sjá barnslund Indíánans. Fyrst má nefna allskonar dýramyndir úr brenndum leir, örkina hans Nóa með öllu dýraríkinu í fáráanlegustu línum og litum, hind- berjarauða, vambmikla sparigrísi með bláum rósum á huppunum, glergrænar kanínur og lavendelblá tígrisdýr, zebra- röndótta fíla og furðunaut með tinnu- svörtum glergljáa, en gull- og silfur- deplum á skrokknum. Með leirklumpinn og litardallana fyr- ir framan sig, hefur Indíáninn hugsað sér að hann væri skaparinn sjálfur og glaðst yfir því, að geta bætt úr þeirri gleymsku og vöntun á hugkvæmni, sem skaparinn gerði sig sekan um í öllu flaustrinu, þegar hann var að skapa heiminn. Allt þetta er þó ekki búið til vegna jólanna eingöngu. Það er framleitt og selt allan ársins hring, hvert á sínum stað í landinu, en safnast fyrir á sama stað einu sinni á ári, á jólamarkaðnum í Mexico City. Hins vegar eru hinar stóru, litríku pinatas eingöngu gerðar vegna jólanna. Þetta eru geypistórar leirkrukkur, vafðar inn í mislitan papp- ír með myndum, sem eiga að sýna fugla, fiska, skip, skoplegar eða ferlegar mannamyndir. Þær hanga dinglandi undir þakinu og vekja mikla gleði hjá krökkunum. Þær eru ætlaðar fyrir pos- ada-hátíðina, sem er einskonar inngang- ur að jólunum. Ég hef farið á jólamarkaðinn af for- vitni, án þess að hugsa mér að kaupa nokkuð, en samt fer ég á burt svo hlað- inn af skrani, að ég gæti vel opnað búð sjálfur. Það eina, sem ég hef ekki freistazt til að kaupa, er pinata, en nokkrum dögum síðar kem ég á posada og fæ þá að sjá, hvernig krukkurnar eru notaðar. Við vorum saman, þrír Danir og ein Ameríkustúlka, sem höfðum komið okk- ur saman um að halda jólin saman i smábænum Tlaxcala, þriggja tíma akst- ur frá Mexico City, einum elzta spánsk- mexicanska bænum í landinu. Árdegis á aðfangadag hittumst við, hlaðin bögglum og körfum, á stöðinm fyrir bíla til Puebla. í Tlaxcala var svo- lítið gistihús, þar sem við gátum fengið að vera, en jólamatinn urðum við að hafa með okkur sjálf. Við höfðum feng- ið ungan og feitan kalkúna steiktan í kaffihúsinu okkar, og sótt hann um morguninn, brúnan og ilmandi, beint af teininum. Indverska matseljan vina minna hafði beitt öllu sínu hugviti og búið til skorpusteik, posteikur og jóla- köku. Ameríska stúlkan kom mað fang- ið fullt af kristþyrni og mistilteini, til að bæta upp jólatréð, og með jólasvein, sem var nærri því eins langur og hún sjálf: í þau tíu ár, sem hún hafði hald- ið jólin víðsvegar í Mexico, hafði hún alltaf haft þennan jólasvein með sér; öll ferðalögin höfðu slitið honum út, svo að sagið sáldraðist úr löppunum á honum, og þess vegna lengdist hann með hverju árinu. Til allrar hamingju vorum við komin svo snemma á bílstöðina, að við gát- um tryggt okkur sæti og komið far- angrinum fyrir áður en aðstreymið kom. Vegna jólanna var baráttan um sætin enn harðari en annars. Þarna komu Mexicokonur og börn með heil fjöll at' farangri. Indíánar á leið heim til sín af jólamarkaðinum með allt sitt hafur- task -—- samanvafðar mottur og körfur með lifandi hænsnum og smágrísum — einn hafði meira að segja stóran, græn- an páfagauk í fanginu, síkjaftandi á reiprennandi spænsku. Frh. á bls. 44. í MEXICO-SÓL FALKINN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.