Fálkinn


Fálkinn - 07.12.1960, Blaðsíða 45

Fálkinn - 07.12.1960, Blaðsíða 45
upp, kom Mexicani að bílnum. Af fatn- aði hans og framferði mátti sjá, að þetta var maður af „gente razon“ — mennt- aður maður. Hann kom til að spyrja hvort langt mundi verða þangað til bíllinn kæmi aftur. Hann ætlaði líka til Tlaxcala, en við höfðum orðið fyrri til að ná í bílinn. Við buðum honum að verða samferða, og þáði hann það og þakkaði mjög vel fyrir. Manuel Cabrera hét samferðamaður- inn, og það kom á daginn, að hann var virtur og vel efnaður kaupmaður í Tlaxcala. Hann fullvissaði okkur um að hann væri hrærður og stoltur yfir því, að við, framandi fólkið, skyldum hafa kosið að halda jólin í Tlaxcana. Áður en þangað kom, vorum við orð- in svo góðir vinir Manuels Cabrera, að hann bauð okkur á posada, sem átti að halda heima hjá honum um kvöld- ið, svo að við gætum séð, hvernig Mexi- canar tækju á móti jólunum. Gistihúsið stóð við torgið — plaza — og græn, skuggasæl tré fyrir framan það. Tvær fullorðnar systur, sem áttu það, tóku á móti okkur, svartklæddar og virðulegar, og vísuðu okkur á her- bergin, þrjú herbergi með kölkuðum veggjum, og tvö rúm í hverju. Við gát- um sjálf ráðið hvaða rúm við völdum. „Hvert rúm vinnur fyrir sínum peso!“ sagði önnur systirin, svo að það stóð á sama hvort það var notað eða ekki. Undir eins og við höfðum skilað vist- unum og talað um jólamatinn við þær, fórum við heim til Manuel Cabrera. Hann bjó í fallegu, tvílyftu húsi við Plaza, fáein skref frá gistihúsinu. Við höfðum lofað að koma klukkan 5, en þó að við værum dálítið á eftir tíman- um, urðum við fyrstu gestirnir. Cab- rera og kona hans og tvær fallegar, stálpaðar dætur, tóku hjartanlega á móti okkur. Skömmu síðar komst upp hvers vegna við urðum fyrst til að koma: Það átti nefnilega að taka á móti hinum gestunum með alveg sérstöku móti. Það er siðurinn, að níu fjölskyldur slái sér saman, og síðustu níu dagana fyrir jól halda þær posada heima hjá sér til skiptis. Þessi posada var sú síð- asta. Posada þýðir eiginlega krá eða herbergiskompa og á að tákna staðinn, sem Jósef og María leituðu til nóttina sælu í Betlehem, þegar Jesús fæddist. Við höfðum rabbað við Cabrerafólkið í kortér, þegar við heyrðum umgang og mannamál utan úr patio, forgarðin- um, sem var alsettur blómum og trjám og var innibyrgður milli fjögurra hús- álmanna, en flest herbergin vissu út að þessum garði. Nú var drepið á dyr og biðjandi rödd grátbændi um húsa- skjól. Svaraði þá önnur Cabreradóttir- in, að ekkera autt pláss væri til í hús- inu. Þetta sama endurtók sig við allar dyrnar í húsinu. Þetta voru Jósef og María, sem báðu árangurslaust um húsaskjól. Við síðustu dyrnar söng Jósef beiðni sína og sagði, að það væri drottning himnaríkis, sem væri að biðja um húsaskjól, því að hún ætti að ala son Guðs. Svo þagnaði rödd Jósefs, en samkliður margar barnaradda heyrðist utan úr myrkrinu — það voru herskarar englanna. Dyrnar opnuðust og Jósef og María og öll gestahersingin kom inn og var tekið með kossum og faðmlögum. Nú skipaði fólkið sér kring- um langborðin, sem voru kúfuð af alls- konar kökum, konfekti og allskonar sæt- indum, en indíánastúlkurnar á heimil- inu báru fram kaffi, vín og franska líkjöra. Svo kom það, sem mestan fögn- uð vakti hjá börnunum: pinetan var borin inn og hengd upp í stærstu stof- unni. Þetta var geysistór hindberjarauð- ur fíll með tennur og stór eyru, og í vömbinni á honum var leirkrús með allskonar góðgæti. Börnin dönsuðu hringdans kringum pinata, en fullorðna fólkið í öðrum hring fyrir utan þau. Nú var bundið fyrir augun á litlum strák og honum feng- inn stafur í hönd, og nú réðst hann á fílinn. Eftir þrjú—fjögur vindhögg hitti hann og leirkrukkan brotnaði og alls- konar brjóstsykur, súkkulaði, hnetur, sykurstengur og allskonar leikföng valt út á gólfið. Börnin réðust hamslaus á fenginn, með svo mikilli háreysti, að ekki heyrðust orðaskil í stofunni. Þegar þessum látum slotaði, var skemmtuninni haldið áfram með söng og dansi, barnaleikjum og ýmsu gamni fyrir smáa og stóra, unz sezt var að borðhaldi. En nú urðum við að kveðja til þess að láta ekki standa á okkar eigin jóia- mat, sem beið á gistihúsinu. Það leið ekki á löngu þangað til við — svo var kristþyrni, mistiltein, jóla- sveini ameríkudömunnar og öðru jóla- gamni fyrir að þakka — höfðum gert vistlega jólastofu úr einu hvítkalkaða herberginu okkar. Þegar kalkúninn var borinn inn og hlýr gulleitur bjarminn frá öllum jóla- kertunum fyllti stofuna og lýsti upp veizluborðið með öllum krásunum og belgmiklum Chiantiflöskum, fundum við norðurbúarnir fimm, sem tilviljun- in hafði sameinað þarna undir sól Mexi- co, að nú vorum við einmitt komin í jólaskap. Tíminn líður fljótt, án þess að við tök- um eftir, þangað til dimmir málmtónar kirkjuklukknanna í Tlaxcale tilkynna, að nú sé miðnæturstundin að nálgast. San Fransisco-kirkjan í Taxcala er elzta kirkjan í Ameríku og þar var gleði- boðskapur kristninnar fyrst boðaður hinum nýja heimi. Kirkjan var byggð úr steini úr gömlu heiðnu musteri; stein- mynd af hrottalegum herguði er múr- uð inn í undirstöðu kirkjunnar, sem tákn sigurs kristnidómsins yfir heiðn- um goðum. Við fyllum hóp þann úr húsum og hreysum, sem safnast saman undir hárri kirkjuhvelfingunni þessa miðnætur- stund. Þarna eru efnaðir Tlaxcalaborg- arar með fólk sitt í hátíðabúningi og fátækir Indíánar úr nágrannaþorpunum með kynstur af krökkum, sem gægjast forvitin fram milli pilsanna á mæðrum sínum. Allra augu mæna upp að blóm- skrýddu forhenginu, sem hylur höfuð- altarið og á að tákna fjárhúsið, sem Jesúbarnið fæddist í. Á sama augnabliki, sem klukkan slær tólf, byrja allar klukkur að hringja; forhengið er dregið til hliðar, altarið er í gullnum ljóma hundraða af kertum, og þar liggur Jesúbarnið í jötu og uxar, hirðar og svífandi englar í kring og blik- andi jólastjarna hátt uppi. Presturinn gengur fyrir altarið í gull- bryddum hökli. Hann lyftir „nino santo“ — Jesúbarninu — upp úr jötunni og fagnaðarsöngur fyllir kirkjuna og all- ir krjúpa á kné, en presturinn ber barn- ið fram endilanga kirkjuna, svo að all- ir geti séð að jólaboðskapurinn hafi rætzt. Indíánabörnin stara hrifin stórum, svörtum augum á bleikrautt amerískt plast-barnið með bláu augun og gula hárið, sem á að tákna „nino santo“. Þegar presturinn kemur aftur upp að altarinu sézt hann hjá tómri jötunni með barnið í fanginu. Löng röð af börn- um fer nú af stað inn eftir kirkjugólf- inu. Mörg þeirra eru í dragsíðum káp- um og hafa blómskreytta smalastafi eða reyrflautur í hendinni. Það eru hirð- arnir, sem eiga að færa Jesúbarninu gjafir. Þau staðnæmast hvert eftir annað við altarið, þylja vers eða hafa yfir ritning- argrein, sum tafsandi og feimin, önnur hátt og skýrt svo að heyrist um alla kirkjuna, og afhenda svo prestinum gjafirnar. Flest koma þau með lifandi fé, svo sem dúfur, hænsni, endur, gæsir, kalkúna, smágrísi, geitakiðlinga eða lömb, prýdd blómum og silkiböndum. Presturinn tekur alvarlegur móti gjöf- unum fyrir hönd Jesúbarnsins og af- hendir þær meðhjálparanum, digrum og feitum presti, sem líkist meir matglöð- um kokk en herrans þjóni; kringluand- litið á honum ljómar af ánægju í hvert sinn sem hann ber feita önd eða gæs í skrúðhúsið, sem smám saman breytist í dýragarð, kliðandi af fuglakvaki, jarmi og snörli. Eftir að síðustu börnin hafa afhent gjafirnar og starað lengi á „nino santo“, stendur presturinn upp og byrjar mess- una, sem lýkur með því að hann bless- ar söfnuðinn. Hinir mörgu Mexicanar og Indíánar, sem hafa fyllt kirkjuna, kveikja nú á löngum og mjóum vaxkertum, sem þeir hafa haft með sér, takast í hendur, svo að þeir mynda samfellda keðju, og ganga syngjandi inn í kór og fram hjá altarinu og jötunni og til baka út að dyrum. Indíánarnir kringum okkur, sem hafa tekið eftir að við erum aðskota- dýr, sem ekki .kunnum jólasiði þeirra og höfum ekkert kerti haft með okkur, rétta okkur logandi kerti og brosa til okkar og draga okkur inn í keðjuna. Með lítinn, alvarlegan og hrifinn „fjár- FÁLKINN 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.