Fálkinn


Fálkinn - 07.12.1960, Blaðsíða 20

Fálkinn - 07.12.1960, Blaðsíða 20
BÆNDAHOFÐINGI XII. Hinn næsta vetur sat Magnús Bene- diktsson í járnum á Möðruvöllum. Virð- ist hann hafa verið allhart leikinn, enda til alls búinn, hortugur og ósvífinn og lét engan bilbug á sér finna. En nú var • svo um skipt, að menn hræddust ekki lengur rosta hans og ógnanir. Maður að nafni Árni Björnsson, sem mun hafa ver- ið vinnumaður á Möðruvöllum, barði hann í járnunum þennan vetur, — svo mjög var hröpuð virðing Hólabóndans og slævður sá ótti, er almenningi stóð af honum. Lárus lögmaður Gottrup, sem verið hafði í Kaupmannahöfn, þegar mál Magnúsar hófust, var nú kominn heim að Þingeyrum. Hugðist Magnús nú að leita athvarfs hjá honum. Skrifaði hann honum því bréf, lýsti aðförum Halldórs Einarssonar við sig og taldi sig ólöglega hafðan í haldi á Möðruvöllum. Hét hann í guðs nafni á Gottrup að hjálpa sér til laga og réttar. En Gottrup vildi sem minnst afskipti hafa af þessu máli. Kvað ekki hæfa, að hann tæki málið í sínar hendur, þar sem því hefði ekki verið skotið til sín með dómi. Væri það meðal annars til fyrir- stöðu, að Páll Vídalín hefði dæmt hon- um tylftareið og Múller amtmaður stað- fest þann dóm.með skipun sinni til Hall- dórs Einarssonar. Kvaðst hann ekki sjá Magnúsi aðra leið til upplýsingar en hann leitaði eftir því við amtmann eða fulltrúa hans, að hann fengi verjanda, er gæti stefnt gerðum Halldórs Einars- sonar fyrir nýjan dóm. Leið svo af veturinn, án þess að til tíðinda drægi, og næsta sumar hafði Lárus Scheving Magnús með sér í járn- um til alþingis, þar sem dæmt skyldi, hvaða refsing hæfði honum. Þegar á Þingvöll kom, var Lárus Gottrup ófá- anlegur til þess að taka sæti í lögmanns- dómi þeim, sem fjalla átti um mál Magnúsar. Bar hann því við, hvaða með- ferð málið hefði áður fengið. Kvað hann málsskjöl eigi löglega til sín komin og véfengdi, að Halldór Einarsson hefði mátt láta eiðamenn sverja, eftir að Magnús hafði dregið skyldleika þeirra og tengdir fram í dagsljósið, án þess að dómur gengi um það atriði. Þá þótti honum ekki bæta úr skák, að Halldór hafði látið fimm aðkomumenn utan úr dölum sverja Magnúsi í vil, eftir að nefndarvættin tólf höfðu svarið á hann þá hyggju sína, að hann væri sekur. Vildi Gottrup, að málinuyrði stefnt fyrir tuttugu og fjögurra manna dóm undir forsæti amtmanns. Múller amtmaður skipaði Gottrup harðlega að taka sæti í dómnum. En það kom fyrir ekki. Gottrup sat við sinn keip. Eftir margra daga þref kvað Páll Vídalín loks upp dóm í málinu, ásamt lögréttumönnum: „Að öllu þessu fyrirskrifuðu vand- ræðamáli Magnúsar Benediktssonar hugleiddu með allri gaumgæfni er það í nafni drottins fullkominn dómur lög- mannsins herra Páls Vídalíns og með honum allrar lögréttunnar, að þar sem meira en helmingur af tilnefndum eið- vættum Magnúsar Benediktssonar fyrir utan allan vafa eru að skyldsemi, tengd- um og mægðum alls ómótmælanlega rétt tilfallnir og enginn þeirra, nema ísleifur einn saman, málspörtunum óskyldur né ■mægður, svo er það aldeilis ljóst orðið, að Magnús kunni ekki eftir lögum að fá sjö af þeim tilnefndu ... til afsökun- ar sér, þá er í málinu vafalaust eiðfall orðið af hans hendi . . . Því skal Magn- ús Benediktsson vera útlægur af land- inu fyrir framkomið tylftareiðfall og þær merkilegar kringumstæður, sem í þessu máli prófast hafa honum í mót, til misþenkingar orsök vera.“ Var Magnúsi gefinn þriggja nátta frestur til að forða sér af þinginu, og fyrir 15. nóvember skyldi hann farinn af landi brott, ,,er hann vill ekki svo sem friðlaus útlagi undir yfirvaldsins dóm og execution koma.“ Þessi útlegðardómur var síðan aug- lýstur á tveimur þriggja hreppa þing- um í Eyjafirði um sumarið, á Skriðu og í Spjaldhaga. Eiðamönnum í morð- málinu var einnig stefnt á þingið í Spjaldhaga, Staðfestu þeir þar allir ein- um rómi, að þeir stæðu við eið sinn og hygðu enn, að Magnús hefði drepið Guðrúnu, en báðu þess með auðmjúk- um orðum og fögrum loforðum um hlýðni við yfirvöldin, að þeim yrði ekki lögð á herðar sú skylda, að takast á hendur langa ferð til þess að ítreka eið- inn fyrir æðri dómstóli. Báru þeir hver fyrir sig fram sínar afsakanir — fá- tækt, elli, heilsuleysi og margt annað. XIII. Magnús sá nú sitt óvænna. Honum var ljóst orðið, að hann myndi ekki geta lengur haldið máli sínu til streitu hérlendis, og var þá sú von hans ein, að hann fengi komið ár sinni fyrir borð við dönsk yfirvöld í Kaupmanna- höfn. Hann reið sem skjótast norður í land af Þingvöllum og fór utan síð- sumars með Höfðaskipi. Honum reyndist lengi vel þungt fyrir fæti í Kaupmannahöfn. íslendingar þar lögðu á hann litla virðingu og vildu engan hlut eiga að því, að hann fengi mál sitt tekið upp að nýju. Vísast hef- ur honum orðið nokkuð svakksamt í Höfn og drykkjusiðir þessa rostamenn- is hafa vafalaust verið í óheflaðra lagi. Loks hitti hann þó íslenzkan mann, sem ekki var því frábitinn, að liðsinna honum. Það var stúdent og ævintýra- maður mikill og ekki giftumikill, Jón Torfason að nafni. Hann var sýslu- mannssonur úr Flatey og hafði sóað miklum eigum í Kaupmannahöfn, lent í herþjónustu og verið keyptur úr henni, en hafnað þar á nýjan leik. Varð hann upp úr því skipsskrifari á dönsku Aust- ur-Indíafari. Nú stóð svo á, að hnan hafði tekið að sér mál það, er Magnús Sigurðsson í Bræðratungu hafði átt í við Árna Magnússon út af konu sinni, Þórdísi, og þótti Jóni vel hæfa að veita Magnúsi Benediktssyni einnig nokkurt lið. Kom hann honum í tal við Úlrik Kristján Gyldenlöve stiftamtmann, og tókst þeim þannig í sameiningu að fá hæstaréttarstefnu í málinu. ÞAÐ SEM Á UNDAN ER KOMIÐ: Magnús Benediktsson, bóndi á Hólum í Eyjafirði, var stórœttaður, en fyrír- ferðarmikill og mörgum sveitungum hans stóð ógn af honum. Þegar saga þessi gerðist, 1704, Magnús rúmlega hálffimmtungur, faðir átta skilgetinna barna og var þó altalað, að hann léti sér ekki eiginkonuna nœgja. Menn vissu, að Guð- rún Jónsdóttir, vinnukona að Úlfá í sömu sveit, hefði verið ráðin þangað fyrir hans tilstilli, svo að hann gæti hitt hana að vild. Skömmu síðar hverfur Guð- rún, og finnst látin við Eyjafjarðará. Menn vissu, að Jón Hálfdanarson, vinnu- hjú Magnúsar, hafði átt tal við hana sama daginn og hún hvarf, og það finnst hempa, sem hann hafið fengið að láni, skammt frá fjárhúsunum að Úlfá. Þegar uppvíst er, að Guðrún hafi dáið af mannavöldum, tekur Lárus Schemng málið að sér. Böndin berast að Jóni og loks játar hann að hafa orðið vitni að því, er Magnús bóndi myrti Guðrúnu á hroðalegan hátt, vegna þunga þess, er hún kenndi honum. Magnús var valdamikill og gerði allt til þess að hefta fram- gang málsins. Löggjafarvaldinu stóð allmikill stuggur af honum og þótti mörg- um honum sýnd of mikil linkind. Þegar Magnús sér, að málið muni honum tap- að, gerir hann tilraun til stroks, en nœst aftur. 20 FÁLKiNN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.