Fálkinn - 07.12.1960, Blaðsíða 38
Senn líður að jólum og flestar hús-
mæður farnar að hugsa fyrir jólabakstr-
inum. Smákökur má baka tímanlega,
svo fremi að þær séu geymdar í loft-
þéttum ílátum og á köldum stað. Hins
vegar eru mótkökur ljúffengastar ný-
bakaðar, þótt þær þoli nokkra geymslu,
einkum kryddkökur.
Sé ætlunin að baka smákökur, er bezt
að útbúa deigin daginn áður en baka
á. Geyma þau vel hulin, á köldum stað
yfir nóttina. Verður þá mun auðveldara
að eiga við deigin, þegar á að fletja
þau út eða móta á annan hátt.
Döðlu-hnetukaka.
400 g hveiti
200 g smjörlíki
200 g sykur
2 tsk kanell
200 g hakkaðar döðlur
100 g hakkaðar hnetur
3 dl eplamauk
1 tsk natron
1 dl rjómi eða mjólk
2 egg.
Ofan á kökuna:
1 msk. döðlur, 1 msk. hnetur,
1 msk. sykur, 1 tsk. kanell.
Hveiti, natron og kanel sáldrað í skál.
Smjörlíkið mulið saman við, sykri bland-
að í. Döðlur og hnetur látnar út í.
Deigið er hrært saman með eggjun-
um, mjólkinni og eplamaukinu.
Látið í velsmurt, aflangt mót, skraut-
inu dreift yfir. Bökuð við 200° í nál.
45 mínútur.
Eplamaukið er búið til þannig: Epli
brytjuð smátt, með öllu. Soðin í örlitlu
vatni. Marin gegnum gatasigti, sykur
settur í eftir smekk.
Kaka m/brenndum möndlusykri.
100 g smjörlíki
150 g sykur
2 egg
375 g hveiti
2 tsk lyftiduft
1% dl mjólk.
Smjörkrem:
100 g smjör, 150 g flórsykur,
2 eggjarauður.
Möndlusykur:
125 g sykur, 20 möndlur.
Venjulegt hrært deig, sem látið er í
velsmurt hringmót. Bakað við 175° í
nál. 1 klst. Kakan kæld, hulin með
smjörkremi, muldum möndlusykri stráð
yfir. í möndlusykurinn er sykurinn
brúnaður á pönnu, smátt söxuðum
möndlunum hrært saman við. Hellt á
smurða plötu, kælt. Mulið með köku-
keflinu.
Hægt er að útbúa á augnabliki súkku-
laðibráð á tertuna, ef notazt er við
áleggssúkkulaði eða rifið suðusúkkulaði.
Ýmist lagt eða stráð ofan á kökuna, sem
síðan er stungið augnablik inn í heitan
bakaraofn.
Sólskinskáka.
120 g smjörlíki
IV2 dl sykur
2 egg
IV2 dl hveiti
10 möndlur (má sleppa)
25 g súkkat.
Karamelluglerungur:
120 g sykur, 2 dl þunnur rjómi,
2 msk. síróp, 1 msk. smjörlíki,
Ví tsk. vanilludropar.
Smjörlíkið brætt við vægan hita. Kælt,
hrært þar til það er létt. Egg og sykur
þeytt, þar til það er létt og ljóst. Eggja-
hræran hrærð saman við smjörlíkið.
Hveitið hrært saman við. Smátt saxað-
ar möndlurnar og súkkulaðið látið í
deigið.
Kakan bökuð í velsmurðu hringmóti
við 175° í 45 mín. Kæld og þakin með
karamelluglerungi.
I karamelluglerunginn er rjóma, sykri
og sírópi blandað saman í lítinn, þykk-
botnaðan pott. Soðið við vægan hita,
þar til það hefur þykknað dálítið. Smjör-
líkinu og vanilludropunum hrært sam-
an við. Sett á kökuna, þegar orðið er
kalt.
Amerísk súkkulaöikaka.
200 g hveiti
4 msk. kakaó
1 tks. natron
250 g sykur
1 tsk. vanillusykur eða dropar
100 g smjörlíki; lint
2V2 dl mjólk
3 egg.
Snjóbráð:
2 eggjahvítur, 1 dl vatn,
250 g flórsykur, 1 msk. síróp,
V2 tk. vanilla.
Hveiti, kakaó og natroni sáldrað sam-
an, sykrinum blandað í. Smjörlíki og