Fálkinn


Fálkinn - 07.12.1960, Blaðsíða 38

Fálkinn - 07.12.1960, Blaðsíða 38
 Senn líður að jólum og flestar hús- mæður farnar að hugsa fyrir jólabakstr- inum. Smákökur má baka tímanlega, svo fremi að þær séu geymdar í loft- þéttum ílátum og á köldum stað. Hins vegar eru mótkökur ljúffengastar ný- bakaðar, þótt þær þoli nokkra geymslu, einkum kryddkökur. Sé ætlunin að baka smákökur, er bezt að útbúa deigin daginn áður en baka á. Geyma þau vel hulin, á köldum stað yfir nóttina. Verður þá mun auðveldara að eiga við deigin, þegar á að fletja þau út eða móta á annan hátt. Döðlu-hnetukaka. 400 g hveiti 200 g smjörlíki 200 g sykur 2 tsk kanell 200 g hakkaðar döðlur 100 g hakkaðar hnetur 3 dl eplamauk 1 tsk natron 1 dl rjómi eða mjólk 2 egg. Ofan á kökuna: 1 msk. döðlur, 1 msk. hnetur, 1 msk. sykur, 1 tsk. kanell. Hveiti, natron og kanel sáldrað í skál. Smjörlíkið mulið saman við, sykri bland- að í. Döðlur og hnetur látnar út í. Deigið er hrært saman með eggjun- um, mjólkinni og eplamaukinu. Látið í velsmurt, aflangt mót, skraut- inu dreift yfir. Bökuð við 200° í nál. 45 mínútur. Eplamaukið er búið til þannig: Epli brytjuð smátt, með öllu. Soðin í örlitlu vatni. Marin gegnum gatasigti, sykur settur í eftir smekk. Kaka m/brenndum möndlusykri. 100 g smjörlíki 150 g sykur 2 egg 375 g hveiti 2 tsk lyftiduft 1% dl mjólk. Smjörkrem: 100 g smjör, 150 g flórsykur, 2 eggjarauður. Möndlusykur: 125 g sykur, 20 möndlur. Venjulegt hrært deig, sem látið er í velsmurt hringmót. Bakað við 175° í nál. 1 klst. Kakan kæld, hulin með smjörkremi, muldum möndlusykri stráð yfir. í möndlusykurinn er sykurinn brúnaður á pönnu, smátt söxuðum möndlunum hrært saman við. Hellt á smurða plötu, kælt. Mulið með köku- keflinu. Hægt er að útbúa á augnabliki súkku- laðibráð á tertuna, ef notazt er við áleggssúkkulaði eða rifið suðusúkkulaði. Ýmist lagt eða stráð ofan á kökuna, sem síðan er stungið augnablik inn í heitan bakaraofn. Sólskinskáka. 120 g smjörlíki IV2 dl sykur 2 egg IV2 dl hveiti 10 möndlur (má sleppa) 25 g súkkat. Karamelluglerungur: 120 g sykur, 2 dl þunnur rjómi, 2 msk. síróp, 1 msk. smjörlíki, Ví tsk. vanilludropar. Smjörlíkið brætt við vægan hita. Kælt, hrært þar til það er létt. Egg og sykur þeytt, þar til það er létt og ljóst. Eggja- hræran hrærð saman við smjörlíkið. Hveitið hrært saman við. Smátt saxað- ar möndlurnar og súkkulaðið látið í deigið. Kakan bökuð í velsmurðu hringmóti við 175° í 45 mín. Kæld og þakin með karamelluglerungi. I karamelluglerunginn er rjóma, sykri og sírópi blandað saman í lítinn, þykk- botnaðan pott. Soðið við vægan hita, þar til það hefur þykknað dálítið. Smjör- líkinu og vanilludropunum hrært sam- an við. Sett á kökuna, þegar orðið er kalt. Amerísk súkkulaöikaka. 200 g hveiti 4 msk. kakaó 1 tks. natron 250 g sykur 1 tsk. vanillusykur eða dropar 100 g smjörlíki; lint 2V2 dl mjólk 3 egg. Snjóbráð: 2 eggjahvítur, 1 dl vatn, 250 g flórsykur, 1 msk. síróp, V2 tk. vanilla. Hveiti, kakaó og natroni sáldrað sam- an, sykrinum blandað í. Smjörlíki og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.