Fálkinn


Fálkinn - 07.12.1960, Blaðsíða 29

Fálkinn - 07.12.1960, Blaðsíða 29
KVOLDID inesson, mndsson og i sson segja frá. Vilhj. S. Vilhjálmsson ! teppi ofan á sér. Þriðja jóladag var gott veður, sólskin og logn. Snjórinn þiðnaði, báturinn komst áfram og við komum heil heim. Þetta voru erfiðustu og köldustu, en um leið þau ævintýralegustu og skemmtilegustu jól, sem við áttum í í Kína.“ ★ Næst heimsóttum við Vilhjálm S. Vil- hjálmsson, rithöfund, og báðum hann að segja okkur frá minnisstæðasta jóla- kvöldi sínu: „Ég gæti skrifað heila bók um minn- isstæð jólakvöld. Ég hef alltaf hlakkað til jólanna frá því að ég var barn, — til að byrja með af því, að ég var barn, Sr. Jóhann Hannesson en síðar, af því að ég vildi halda áfram að vera barn. Það er erfitt að segja frá einu jóla- kvöldi. Ég man jól frá bernsku minni, þegar lítið sem ekkert var til og við systkinin krupum við kúpta kistu. Á kistulokinu voru vistirnar og þar logaði eitt kerti. Ég ætla að rifja upp eitt jólakvöld frá árinu 1923. Það var á þeim árum, sem ég og félagar mínir vorum hárviss- ir um, að við hefðum uppgötvað allan sannleika, — að við þekktum undir- rót allra misferla og vissum lausn allra vandamála einstaklinga og þjóðfélaga. Það var aðfangadagskvöld. Við fé- lagarnir höfðum mælt okkur mót og vorum búnir að ákveða að vera eins konar vökumenn í Reykjavík. Við ætl- uðum að rölta um bæinn og fylgjast með jólahátíðinni inn um gluggana. Við vor- um sjálfir ekki í neinu hátíðaskapi, enda þóttumst við ekki þurfa að sækja neitt til neins. Það var kyrrt veður og blæjalogn. Borgin var alhvít og þung snjókoma. Við höfðum víða farið um miðbæinn, Skuggahverfið, Skólavörðuholtið og höfðum gengið inn Ingólfsstræti, Grund- arstíg og upp í Hellusund. Þegar við komum þangað, nam ég skyndilega stað- ar við sjón, sem blasti við okkur. Efst í Hellusundi virtist mér sem stæði stór snjómaður. Hann sneri baki í okkur, en gegnt honum í litlu timburhúsi hinum megin við Bergstaðastræti var opinn gluggi. Þar inn sást á borði lítið, skreytt jólatré. Leikið var á orgel sálmalagið „í dag er glatt í döprum hjörtum, því drottins ljóma jól“. Við höfðum numið staðar eitt andar- tak og einn félaganna sagði: — Hvað er þetta? Er þetta snjókarl? — Nei, sagði ég. Það er ekki snjókarl. Það er maður. — Víst er það snjókarl, sagði annar. — Nei, sagði ég. — Sjáið þið ekki, að hann er berhöfðaður með hattinn í hend- inni. Ekki sáum við neina hreyfingu á manninum. Hann var þráðbeinn, — stirðnaður. Við félagarnir höfðum verið galsafengnir, en nú urðum við þögulir. Einhvern veginn fannst mér ég kannast við herðasvipinn, þrátt fyrir snjóinn, sem var á höfði hans og öxlum. Þennan herðasvip þekkti ég vel. Vinur minn einn, — ágætt skáld, stritmaður fyrri hluta ævi sinnar — og drykkjumaður — átti þennan herðasvip. Ég gekk áleiðis til hans og staðnæmd- ist við hlið hnoum. Þegar ég sá, að mér hafði ekki skjátlazt, þagði ég góða stund. Hann hreyfði sig ekki. Þá sagði ég: — Gleðileg jól! Það er fallegt að horfa þarna inn. Komdu með okkur. Án þess að hreyfa sig, sagði hann: —• Láttu mig vera! Farðu! En ég svaraði: — Ég fer ekki fet. Við erum hérna saman strákarnir. Komdu með okkur. Við ætlum upp á Skólavörðustíg til Steindórs til þess að hlusta á kvæði hjá honum. Enn hreyfði hann sig ekki og enn hélt hann á hattinum sínum niður við hné sér, án þess að strjúka burt snjóinn, sem hlóðst á hann. — Nei, sagði hann, — ég er að hlusta á kvæði, sem ég hef sjálfur ort — með breytni minni. Ég er að hlusta á lífs- sögu mína og úrslitadóm .. . Þessi vinur minn var miklu eldri en ég. Hann var víðfrægur. í litla húsinu bjuggu fyrrverandi kona hans, sem hann unni mjög, og lítil dóttir hans, sem hann unni ekki síður. Það var hún, sem lék á orgelið. ★ Að lokum heimsækjum við Kristmann Guðmundsson, skáld, og leggjum fyrir hann spurninguna: Hvert er minnis- stæðasta jólakvöld þitt? „Mér koma í 'hug tvö jólakvöld. Ann- að var hér í Reykjavík 1921. Þá fékk ég ekki matarbita hvorki á aðfanga- dag, jóladag né annan í jólum. Þann þriðja tókst mér að ná í eitthvert snarl. Ég kom til kunningja míns klukkan þrjú á aðfangadag. Heima hjá honum voru allir í óðaönn að undirbúa hátíðina og enginn mátti vera að því að tala við mig. Og matarlyktin var svo sterk, að ég flýtti mér út. Ég var hræddur um að ég mundi verða veikur af henni. Mig minnir, að ég hafi haft einhverja von um þessi jól. En hún brást. Von- irnar voru seigar að bregðast í þá daga. Og svo fór, að ég hafði ekkert, nema herbergið, sem ég leigði hjá heldur kald- ranalegu fólki. Húsfreyjan kallaði mig aldrei annað en „edíót“ og enda þótt ég hefði borgað húsaleiguna til áramóta, vildi hún helzt að ég færi strax, af því að hún var sannfærð um að ég gæti ekki borgað eftir áramótin. Frh. á bls. 50.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.