Fálkinn


Fálkinn - 22.02.1961, Blaðsíða 15

Fálkinn - 22.02.1961, Blaðsíða 15
heitið, og við ókum af stað. Hrunagata 16 var stórt einbýlishús með tveimur hæðum og risi. Ekki sást þar ljós nema í einum eða tveimur gluggum á ann- arri hæð. Ég borgaði bilstjóranum ríf- lega og bað hann að doka við dálitla stund, ef svo skyldi reynast, að þetta væri eitthvert gabb. Hann lofaði að bíða tíu mínútur. Dyrnar eldhúsmegin voru ólæstar, og ég læddist inn um þær eins og þjófur. Það var dimmt í stiganum, en í bjarm- anum af götuljósinu utan frá gat ég skrönglazt upp á aðra hæð. Þar voru aðeins einar dyr, og ég nam staðar við þær nokkur augnablik. Ætti ég að banka eða fara beint inn, hugsaði ég, — eða átti ég kannske að flýta mér út aftur og hætta við allt saman? Hið síðastnefnda var mér einna næst skapi, því að ég var orðinn hálfsmeykur við þetta. Einhvers staðar inni í stofunni heyrði ég raddir, en greindi ekki orðaskil. Mér þótti það heldur ills viti; ef stúlkukorn- ið vildi mér eitthvað annað en gabb og pretti, var ekki heppilegt, að fleiri væru viðstaddir. — Loks réð ég af að banka gætilega og bíða átekta, en var þó við öllu búinn, einkum því að taka til fótanna, ef þörf gerðist. Ég heyrði ekkert fótatak fyrir innan, en allt í einu var hurðin opnuð upp á gátt og smávaxinn, feitur náungi stóð fyrir framan mig. Hann var rauður í framan og bersýnilega í æstu skapi. Ekki held ég, að hann hafi verið eldri en fertugur, en illa var hann vaxinn og hafði stóran kúlumaga. „Jæja, þér komuð þá samt sem áður!“ grenjaði hann úttútnaður af vonzku og stakk smettinu hér um bil upp í mig. „Ég ætla bara að segja yður, að þér er- uð andskotanum frekari, að læðast upp bakdyramegin hér í mínu eigin húsi! Þér eruð svei mér þokkaleg planta, en nú skal ég segja yður eitt: þér skuluð bara fara, fara undir eins, heyrið þér það! Konan mín vill hvorki heyra yður né sjá, og bréfin yðar hef ég lesið öll sömun, þvílíkt ekkisen bölvað bull! Og ég ætla að láta yður vita það, að ég skal gæta konunnar minnar fyrir yður og öðrum frekjuhundum, sem eru að eltast við hana! Og farið þér nú! Far- ið þér!“ Ég starði á manninn alveg grallara- laus. „Öll bréfin?“ stamaði ég líkt og fáviti, þvi að ég skildi auðvitað ekki neitt í neinu. „Já, öll með tölu, hvert einasta! Og nú skuluð þér fara! Farið þér til fjand- ans!“ „Jæja, það munar ekki um það!“ varð mér að orði. Ég var svo hissa, að ég gat blátt áfram ekki hreyft mig. „Já, ætlið þér að fara, eða hvað?“ sagði sá stutti; hann var orðinn svo rauður og tútinn, að ég var hræddur um, að hann fengi slag. „Þetta hlýtur að vera einhver mis- skilningur,” sagði ég í vandræðum mín- um. „Ég þekki yður alls ekki neitt og því síður konuna yðar. Ég — ég bara— „Þér bara hvað?“ grenjaði hann skrækróma, Ég varð að finna upp á einhverju og sagði það, sem mér kom fyrst í hug: „Ja, sjáið þér til, ég er hér að leita að manni, frænda mínum, Gunn- ari Gíslasyni. Býr hann ekki einmitt hérna á annarri hæð?“ ,,Huh?“ sagði fituhlunkurinn og góndi á mig eins og naut á nývirki. „Ja, sjáið þér til, Gunnar Gíslason, — við erum bræðrasynir, ég heimsæki hann alltaf, þegar ég kem til bæjarins, sko, ég bý á Akureyri. Er hann kannske ekki heima núna?“ „Gunnar — Gíslason —? Hér býr and- skotann enginn Gunnar, og ekki er hann Gíslason heldur! Ég heiti sjálfur Gunn- ar, og ég þekki yður ekki, ég hef aldrei séð yður fyrr. En ég ætti svo sem að vita, hver þér eruð! — eða eruð þér kannske ekki þessi bölvaður leppalúði, sem alltaf er að eltast ið konuna mina, höh?“ „Nei, hvernig í ósköpunum getur yð- ur dottið það í hug!“ Ég var nú búinn að ná mér nokkurn veginn og farinn að hafa gaman af öllu saman. „Lít ég kannske út fyrir að vera einhver flag- ari, sem eltist við gift kvenfólk? Mér er nær að halda, að þér hafið ekki yfir- vegað orð yðar, herra minn — sögðuzt þér ekki heita Gunnar?“ „Gunnar, Gunnar, jú, auðvitað heiti ég Gunnar, en ég er alls ekki Gíslason, og yður þekki ég ekki neitt. Hver eruð þér eiginlega?" Ég sagðist heita Hávarður. „Jæja — Hávarður?“ Tortryggnin skein úr svip hans, er hann virti mig fyrir sér frá hvirfli til ilja, en nú var hann auðsjáanlega einnig orðinn forvit- inn. „Segið mér eitt, hvernig komust þér í gegnum læstar dyrnar, — því að þær voru læstar, ég læsti þeim sjálfur, — voru þær það kannske ekki?“ „Dyrnar voru opnar, herra minn. Ég fer aldrei í gegnum læstar dyr, ég er ekki þess háttar maður. Ég er skikkan- legur kaupmaður utan af landi og ekki vanur svona móttökum, skal ég segja yður. Vera má, að ég hafi farið húsa villt, en ekki man ég nú samt betur en að það væri hérna, sem hann frændi minn bjó í fyrra, þegar ég kom að heim- sækja hann. Hitt er svo annað mál, að ef ég er að villast, þá bið ég yður bara afsökunar og vona, að þér takið það gott og gilt, því að ég hafði ekkert illt í huga og allra sízt að taka frá yður konuna yðar.“ Ég gat ekki stillt mig um að brosa háðslega til hans og hneigja mig eilítið. Og nú var ég búinn að fá nóg af þessu og ætlaði að fara mína leið. En í sama bili kom önnur manneskja út í dyrnar. Það var ljómandi lagleg ung stúlka, há og spengileg með falleg, dökk flauelsaugu. Ég hefði getað svar- ið, að hún brosti svolítið til mín. En þegar ég gáði betur að, var hún alvar- leg á svip og andlitið allt eitt spurn- ingarmerki. — „Hvað vill maðurinn?“ spurði hún ósköp rólega, en röddin var yndisleg. „Hann er að spyrja eftir einhverjum Gunnari, — ja, ekki mér, einhverjum Gunnari Gíslasyni, segir hann. Þekkir þú nokkurn Gunnar Gíslason?“ Það var greinilegt, að ístrumaginn bar talsverða virðingu fyrir stúlkunni, því að hann lækkaði röddina og leit á hana ekki ósvipað hundi, sem hefur gelt fullmikið að gestakomu. Stúlkan tók málið auðsjáanlega til ýtarlegrar íhugunar, því að hún varð dreymin á svip og tautaði eitthvað um, að — jú, Gunnar — var hann Gísla- son? — Hún hélt sig kannast eitthvað við þann mann, hvort hann byggi ekki í næsta húsi? „Ég skal annars spyrja systur mína,“ sagði hún og hvarf á brott eins skyndilega og hún hafði komið. „Höh, hvernig litur hann út, þessi Gunnar?“ spurði sá stutti og glápti enn á mig tortryggnisaugum. „Eh — e — Það veit ég svei mér ekki,“ stamaði ég og hafði ekki hug- mynd um, hvað ég var að segja. Ég horfði stjarfur inn í ganginn, þangað sem stúlkan hafði horfið og var meira en lítið ruglaður í kollinum. Ég hafði Frh. á bls. 28 Ég var niðursokkinn í dagdrauma mina, þegar síminn hringdi ailt í einu. Það var svo óvænt, að ég hrökk við... FALKINN 15 /v-onAcyria/ri/

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.