Fálkinn


Fálkinn - 22.02.1961, Blaðsíða 29

Fálkinn - 22.02.1961, Blaðsíða 29
þeim — og halda svo karlinum svona lengi upp á snakki. Það var fjarska heppilegt, að hann skyldi halda, að það væruð þér, sem væruð vinur hennar; — en þessu með bréfin frá honum skrökvaði hann öllu saman; hann hef- ur ekkert þeirra lesið. — Og nú er, hvort þér getið fyrirgefið mér þetta -— og hvort ég má hitta yður einhvern tíma seinna?“ — Röddin var lág og blíð, og flauelsaugun dökku horfðu inn í mín. Mér þætti gaman að sjá þann karlmann, sem hefði getað haldið áfram að vera reiður við hana. „Hvers vegna einhvern tíma seinna?“ sagði ég og kvað fast að orðunum. „Við erum saman núna, og hvernig sem til þess var stofnað, þá sleppi ég yður ekki aftur fyrst um sinn, það getið þér reitt yður á.“ Seinna um kvöldið, þegar við döns- uðum saman á Borginni og vangar okk- ar þrýstust blíðlega hvor að öðrum, þá hvíslaði hún allt í einu í eyrað á mér: „Jæja, hvernig fellur yður nú við Nafn- lausu vinkonuna yðar?“ „Svo vel,“ hvíslaði ég á móti, „að ég er ákveðinn í því að gefa henni nafn — mitt eigið eftirnafn, ef hún vill þiggja það af mér?“ Eftir nokkra þögn svaraði hún, svo lágt, að ég greindi naumast orðin: „Það — það hugsa ég bara, að hún vilji.“ fatrc Akritfar FRÁ SJONARHOLI STJÖRNUSPEKINNAR Kæri Astró! Ég er fædd 1937 klukkan fimm til sex eða þar um bil í Húnavatnssýslu. Mig langar að vita hvers konar manneskja ég er. Mér finnst ég vera svo margskipt og botna ekki í sjálfri mér. Oft á tíðum geri ég hluti, sem ég sé eftir síðar. Ég fæ ofsaleg æðisköst, ef allt er ekki eins og ég vil hafa það, þó að ég viti sjálf, að það geri bara illt verra. Ég er gift manni, sem fæddur er . . . (fæðingardegi sleppt samkv. beiðni), en þó mér þyki vænt um hann stundum, þá elska ég annan, sem er fæddur. . . (fæðingardegi sleppt samkv. ósk). Ég hef elskað hann síð- an 1952 og ég veit að hann elskar mig líka. Það er nokk- uð, sem fólk finnur. — Þó tala ég aldrei við hann, síðan ég gifti mig. Mig langar til að vita hvers vegna ég gifti mig öðrum þó að ég elskaði hinn og hvers vegna allt líf mitt, þótt stutt sé, hafi verið svona margbreytilegt og einkenni- legt, að ég skil ekki að nokk- ur hafi lifað slíkt. Þó ég vildi skilja við manninn minn þá get ég það ekki. Af hverju veit ég ekki. Foreldrar mínir voru og eru drykkjumanneskjur. Það er ég ekki. Ég bragða stundum vín við sérstök tæki- færi, en ég hef enga löngun í það og skemmti mér alveg jafn vel, þótt ekkert vín sé haft um hönd. En maðurinn minn; hon- um finnst vín gott og drekk- ur mjög illa, þótt hann viti að bað komi illa við mig. Þó vil ég taka fram, að honum þykir mjög vænt um mig. Eru nokkrar líkur til þess að við skiljum, eða eigum við sam- an? Mér þykir gaman að dansa, syngja, mála og teikna og yfirleitt að öllu, en hann er svo hræðilega svartsýnn. Hvernig stóð á því að við gift- umst? Gerið svo vel, að birta ekki fæðingardaga og ártöl í bréfinu, það gæti komið sér illa fyrir mig. Ég gifti mig 1956. Getið þér skilið nokkuð í þessu bréfi? Ég skil það varla sjálf. En mig langar svo að vita eitthvað um sjálfa mig, ef hægt er. ANAVS A. Svar til Anavs A. Þér verður nokkuð tíðrætt um geðsmunalegar breytingar þínar, sem virðast eiga sér nokkuð oft stað. Ástæðan til þessa er barátta milli einstakl. ingseðlis þíns og persónuleik- ans, eða með öðrum orðum milli viljans og hugsananna. Þetta kemur fram í fæðingar- korti þínu sem gagnafstaða milli Sólar og Tungls. Sólin er tákn einstaklingseðlisins eða viljans, en Máninn er tákn hugsananna eða persónuleik- ans. Þegar þessir þættir eru svona illa stilltir, kemur það fram sem ofsalegur skapofsi. þegar þessi áhrif eru tendruð eða ert, en svo sérðu eftir öllu saman á eftir, þegar jafnvægi kemst á og þú heyrir rödd innri mannsins, rödd einstakl- ingseðlisins eða rödd Sólarinn. ar. Það merkilega er, að svona afstaða er svo til nákvæmlega fyrir hendi hjá piltinum, sem þér finnst þú elska. Þið eigið því þessa geðsveiflueiginleika sameiginlega, og ég álít ekki heppilegt fyrir ykkur, ef þið hefðuð náð saman. Þannig hefðuð þið ekki öðlast þá reynslu og þekkingu á lífinu, sem æskilegt er. Þú talar um að foreldrar þínir hafi verið drykkjufólk og sömuleiðis sé eiginmaður þinn þeim leiða vana bundinn. Þetta er gefið til kynna í ævisjá þinni í fjórða húsi, húsi heimilisins, sem er í vatnsmerki. Lægri tegund áhrifa vatnsmerkjanna er dýrkun Bakkusar, en hin æðri áhrif er leit hinna duldu vega náttúrunnar. í vatninu er margt dulið og fólk, sem er undir sterkum áhrifum vatnsmerkja, leitar oft upp- lífgunar í vínanda, sem sam- svarar eldinum og lífgar oft skynjun fólks upp, þannig að því finnst drykkjuskapur skemmtilegur. Eiginmaður þinn er táknaður með Saturn og hann er í einu af hinum þrem vatnsmerkjum, Fiska- merkinu í tólfta húsi, sem mundi þýða að hann hneigðist til drykkjuskapar og svart- sýni. Þú ræðir einnig um, að þér þyki gaman að dansi, teikn- ingu og að mála. Þetta orsak- ast af stöðu Sólarinnar, Merk- úr og Venusar í Vogarskálinni þegar þú fæðist. Talið er, að fólk fætt með þessari afstöðu sé mjög listhneigt og gefið fyr- ir réttlæti. Þú nefnir, að þú missir jafnvægið, ef allt sé ekki eins og þú vilt. Það staf- ar af þessari réttlætiskennd frá Metaskálinni. En þó þú sért gefin fyrir réttlæti, máttu ekki láta réttlætishneigðina bitna hastarlega á öðrum. Oft má satt kyrrt liggja, segir mál- tækið. Þeir, sem eru undir sterkum áhrifum Metaskálar- innar, hneigjast helzt til þeirr- ar listgreinar, sem lýtur að formi eða lögun, það er að segja höggmyndalist, leirmót- un og húsagerðarlist. Því mundi ég vilja ráðleggja þér að reyna við eitthvað slíkt, ef þú hefðir nokkra möguleika á. Eiginmaður þinn er fæddur undir Nautsmerkinu og slíkt fólk hefur meira gaman af tón- um og litum heldur en formi. Bæði Nautsmerkið og Meta- skálin eru aðal listamanna- merki dýrahringsins. Hér sérðu til dæmis einn þátt, sem er sameiginlegur með ykkur, og hann er mjög sterkur. Fyr- ir fimm árum síðan giftust þið sökum mjög hagkvæmra aðstæðna þá. Ég álít, að þið séuð tengd djúpsettari bönd- um heldur en frá þessari jarð- vist einni saman og komi þar til karmisk tengsl. Því verð- ur að segja að miklu heppi- legra var fyrir þig að eiga þennan mann heldur en hinn. Einnig verður að segja, að eft- ir korti eiginmanns þíns þá ríkir mikið meira samræmi hjá honum en þér, þ.e.a.s. á því andlega þroskastigi sem hann er núna. Þar af leiðandi álít ég, að þú ættir ekki að hugsa um að skipta um maka, heldur að reyna að þroska sameiginlega eðliskosti ykkar, t. d. í sambandi við listasmekk ykkar. Það getur veitt ykkur meiri ánægju heldur en þig grunar. FALKINN 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.