Fálkinn


Fálkinn - 22.02.1961, Qupperneq 23

Fálkinn - 22.02.1961, Qupperneq 23
> LJUFFENGIR KANELSNUÐAR 250 g hveiti 90 g smjörlíki 35 g pressuger eða 1V2 msk þurrger 3 msk sykur 1 egg nál. 1 % dl ylvolg mjólk. Fylling: Brætt smjör, sykur, kanell, rúsínur. Smjörlíkið mulið saman við hveitið, gerið mulið smátt saman við (sé notað þurrger( er það hrært út í örlitlu af ylvolgu vatni, blandað þá í um leið og vökvunin), sykri blandað saman við. Vætt í með egginu og mjólkinni. Deig- ið hnoðað vel, flatt út í ferkantaða köku. Deigið smurt með bræddu smjöri, stráð yfir það kanelsykri og rúsínum. Deigið vafið saman, eins og það væri slöngu- kaka. Skorið í þykkar sneiðar, sem sett- ar eru á smurða plötu. Látið lyfta sér tilbyrgt í Vz klst á volgum stað. Smurð- ir með mjólk eða eggjablöndu, stráð yfir þá kanelsykri og möndlur ef vill. Bakaðir við góðan hita 225°C í 8—10 mínútur. Heilræði Það er gamalt og gott húsráð að fara í heitt kamillutesfótabað á kvöldin áður en lagzt er til svefns; þá er engin hætta á andvökunótt. Blómkálið verður fallegt og hvítt, sé dálítil mjólk sett í suðuvatnið. Ágætt ráð við hárlosi er að núa hár- svörðinn með sítrónusafa, rétt áður en hárið er þvegið. Hárið verður auk þess fallegt og gljáandi. I botninn á blómsturvösum sezt oft brún skán, sem erfitt er að ná burtu. Klippið dagblaðapappír smátt, troðið því í vasann, hellið dálitlu af ediki í vas- ann og hristið hann vel. Ef skánin er mjög föst, er gott að láta edikið standa í vasanum dálitla stund. Skolað úr köldu vatni. Gluggarúður og speglar gljá fallega séu þeir nuddaðir með samanvöðluðu dagblaði. Þurfi að skera nýbakað brauð eða köku, er Það auðveldara, sé hnífurinn hitaður. thjjar petfÁut frá fcicr Peysumódelin tvö hér að neðan eru víst fremur sérkennileg en klæði- leg, en þetta er sem sagt nýjasta tízkan frá París og því eins gott að vera varkár í dómum. — Hálsmálið á efri golftreyjunni er svo vítt, að nóg plásse er fyrir rullukragann á peysunni. Bandið í háls- málinu er bundið líkt og karlmenn binda siipsin sín. Fyrir neðan sést TUNICA-peysa frá Dior með 7/8 löngum ermum, geysistórum kraga og belti, sem haft er neðarlega á mjöðmunum. Unglingar nútímans hrífast oft af tízkunni í gamla daga, og þess vegna mun þeim geðjast að þessari blússu (sjá mynd til hægri), sem hún langamma hefði vel getað átt í klæðaskápnum sínum. Hún er saumuð úr austurlenzku silki með víðum ermum og lín- ingum og lítilli slaufu. Pilsið er úr flaueli.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.