Fálkinn


Fálkinn - 22.02.1961, Blaðsíða 22

Fálkinn - 22.02.1961, Blaðsíða 22
Nú um þessar mundir hefur reykvísk- um húsmæðrum verið boðið upp á glæ- nýja síld. En fiskkaupmennirnir bera sig illa, allt of fáar líta við síldinni, þótt hún sé næringaríkasti fiskurinn, sem þær eiga völ á. Síldin er mjög A og D fjör- efnaauðug. Sem dæmi má nefna, að D fjörefnainnihald í 100 g af síld er okk- ur nóg í 5 daga. En aðalástæðan fyrir því, hve mörg- um er illa við síldina, jafnt soðin sem steikt, eru beinin, en eins og hjá öðr- um hryggdýrum, sitja þau skipulega og því enginn vandi að fjarlægja, ef rétt er að farið. Þegar síldin er hreinsuð, er hún þveg- in undir rennandi vatni og strokin frá sporði upp eftir. Á þann hátt losnar hreistrið. Nú eru uggar klipptir af og síldin hausskorin, innyflin dregin úr með hausnum. Síldin rist á kvið og innsta himnan hreinsuð burt, bezt að gera það með bakkanum á hnífnum. Og þá kemur að beinunum. Síldin skoluð og þerruð, tekin í vinstri hendi. Vísifingri og þumalfingri hægri handar rennt niður með hryggnum og þess gætt að draga alla geislunga út með hryggn- um. Nú er eftir dálítið af smábeinum, sem auðvelt er að ná úr, þau liggja svo ut- arlega. Síldin lögð yfir handarbak vinstri handar, síldin borin upp að ljósinu og beinin tínd úr með litlum hníf. Við þetta Ljúffeng-ir kanelsnúðar. FALKINN þarf nokkra nákvæmni, því að það eru einmitt þessi smábein, sem mönnum er illa við. Nú er síldin þerruð, helzt ekki þveg- in, ef hægt er að komast hjá því. Stráð á flökin örlítið af salti og nú má mat- reiða hana á ýmsa vegu. Sé ætlunin að steikja hana er betra að skera einu til tvisvar sinnum í roðið, svo að það springi síður. Ýmist er hægt að velta síldinni upp úr hveiti eða eggjum og brauðmylsnum, áður en hún er steikt. Ljúffengt að bera með henni kartöflu- salat. SÍLDARRÚLLUR ÖR NÝRRI SÍLD Síldin hreinsuð og flökuð. Beinin soð- in í saltvatni. Síldarflökin þerruð í stykki eða eldhúspappír, örlitlu salti stráð á þau og þau rúlluð upp frá sporði utan um 2—3 piparkorn og lárberja- lauf. Ydduð eldspýta stungin í (sjá m.) til að halda rúllunum saman. Beinsoðið síað, sett í pottinn á ný; út í það er bætt nokkrum laukhringum, 1—2 msk edik, steinselja, þurrkuð eða ný, einnig salti eftir smekk. Síldarrúllurnar soðnar með gætni í soðinu, látnar á fatið, sem á að bera þær fram í. Kaldur, þunnur klútur lagður yfir á meðan. Klst. áður en síldarrúllurnar eru bornar fram, er hellt yfir Þær edikslegi; edik, vatn og sykur blandað saman eftir smekk. Þunn- ar lauksneiðar lagðar yfir.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.