Fálkinn


Fálkinn - 08.03.1961, Side 13

Fálkinn - 08.03.1961, Side 13
og það er samkvæmt eðli hjátrúar að geta um reykinn. Þar af hefur myndazt sú sögn að blá móða hafi legið yfir land- inu meðan pestin gekk. Pestin varð þegar 1 stað bráðdrepandi, svo menn lágu dauðir innan þriggja nátta. Bendir allt til að hér hafi lúngnapestartegundin verið að verki, enda geta heimildir ekkert um kýlin. Eins og nærri má geta var hér ekk- ert til staðar er stemmt gæti stigu plág- unnar né bætt aðbúnað þeirra sem hún hremmdi; hið eina sem fólk gat var að deyja drottni sínum; það ráð var tekið að heita þremur lofmessum „með bænahaldi og ljósbruna“, og þurraföstu fyrir kyndilmessu en vatnsföstu fyrir jól, saltarasaungvum, Maríusaungvum og að gefa hálfvætt silfurs til Hóla (til að prýða með skrín Guðmundar góða). En allt slíkt kom fyrir ekki — — — Plágan óð nú í fyrstu um Suðurland og aleyddi víða bæi, en skildi það fólk eftir ósjálfbjarga sem auðnaðist að skrimta; þótt tólf menn eða fimmtán færu með einn til grafar komu oft að- eins fjórir eða fimm aftur lífs. Fyrstur presta dó Alexíus eða Áli Svarthöfða- son, sem virðist hafa verið einn af Skál- holtsprestum, síðan dó þar á staðnum Grímur kirkjuprestur og síðan hver heimapresta eftir annan; séra Höskuldur ráðsmaður dó á jóladag. Síðan eyddi pestin Skálholtsstað svo eftir lifðu að- eins biskupinn, Vilkin hinn danski, og tveir leikmenn. Frá þessum fyrstu mánuðum plágunn- ar hér á landi hefur m. a. varðveitzt þetta heitbréf: „Anno Domini 1402 á jóladag fyrsta á Grenjaðarstað var heitið soddan heiti af öllum almúga, sem þar var staddur, guði fil lofs og hans sætustu móður jómfrú María til heiðurs og virðíngar, en fólkinu til sáluhjálpar og synda- lausnar móti þeirri ógurlegu drepsótt, sem þá fór vestur eftir landinu, í hverri mikill fjöldi lærðra og leikra, ríkra og fátœkra fyrir sunnan land, í Húna- vatnsþingi og í Skagafirði þá þegar með fljótum aðburðum andazt (hefur), svo víða var aleytt, bæði af prestum og leikmönnum. — I fyrstu skyldi hver sá maður, er aldur og heilsu hefði til, þurrfasta ævinlega fyrir hinn dýra dag, ef ei ber Jónsmessu Bagtistæ næsta dag fyrir. — Hér með skyldu menn ævin- lega vatnsfasta fyrir allar Maríumess- ur, þær er ber á mánudag, en þær aðr- ar nætur jafnmargar, sem hitt hefði áð- ur lofað ella í vana tekið á hverju ári. Lesi með hverri vötnunarnótt fimmtán sinnum Pater Noster og Ave María með- an hann lifði, en gefi málsverð um 5 ár sá til hefur með hverri þeirri nótt, sem hann heitir að vatnsfasta. — Hér með skyldi hver maður, sá sem minna fé hefði en fimm hundruð, gefa málsverð útigangsmönnum um eitt ár með ráði prests og hreppstjóra, en þeir, sem meira eigu, skulu gefa eina alin af 50 þeim sem í búi liggja og mesta þurfa, en með ráði prests og hreppstjóra um eitt ár í mat eður fríðu. — Item skal ganga til Munkaþverár í milli Reykjaheiðar og Vöðluheiðar, en úr Eyjafirði og Húna- vatnsþingi til Hóla, úr Skagafirði til Múnkaþverár eður Þingeyra, fyrir norð- an Reykjaheiði til Múla, og lesi hver maður, sem gengur, fimmtíu sinnum Ave María með knéfalli fyrir líkneskju vorrar frúr.“ Mörg slík og önnur áheit voru gerð þótt hér sé sleppt að tilfæra meira af slíku. Næsta ár, 1403, var kallað Mann- dauðaár hið mikla eða Pláguárið; sótt- in var í algleymingi. í Kirkjubæjar- klaustri dó ábótinn og sex múnkar, en sex lifðu. Að Kirkjubæ vígðist önnur abbadís, Guðrún Halldórsdóttir, en eft- ir það eyddi pestin staðinn þrisvar að öllu þjónustufólki, svo að nunnur þær nokkrar er eftir lifðu urðu sjálfar að mjalta búfénað; kunnu þó illa til slíks starfa. Þar komu til kirkju 675 lík af bráðdauðu fólki, svo að talið yrði, en eftir það gat einginn hirt um töluna. Þá eyddist og staðurinn að Þykkvabæ þrisvar að þjónustufólki, svo eftir lifðu tveir múnkar og einn húskarl. „Víða lifðu menn eftir frændlausir; er sagt að sá maður er Sölmundur hét hafi erft alla bændaeign í Fljótshlíð,“ segir Espólín. Og tvö úngmenni: Ögmundur tötur- kúfur og Helga beinrófa, lifðu af í Aðal- vík og Grunnavík vestra; giftust síðan og juku ætt sína. Manndauðaveturinn síðari, 1403— Framh. á bls. 31. FÁLKINN 13

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.