Fálkinn - 08.03.1961, Síða 14
ý 4a(fAiwA öm
Viötal við vanfærar konur
Eitt það vinsælasta efni, sem blöð og
tímarit flytja fróðleiksþyrstum lesend-
um sínum, er alls kyns viðtöl við hina
og þessa. Reynir þá mjög á hugmynda-
flug blaðamannsins að finna sem allra
frumlegastan viðtalandann. Hafa þann-
ig verið framin viðtöl við alla milli
himins og arðar, allt frá þjóðhöfðingj-
um niður í hunda og ketti.
Þar sem ég taldi mig hafa fundið á-
gætis hóp viðtalenda, þá leyfði ritstjóri
Fálkans mér góðfúslega að ganga á vit
þeirra og spyrja nokkurra spurninga.
Hér á eftir fer svo árangurinn af því,
þegar ég skrapp eitt kvöld nú í vikunni,
og heimsótti eitt af leikfimihúsum bæj-
arins, en þar stóð einmitt yfir afsöppun-
arnámskeið fyrir vanfærar konur.
Ég hafði hringt í forstöðukonuna fyrr
um daginn og gaf hún mér góðfúslega
leyfi til að koma og reyna að toga nokkur
vel valin orð upp úr „blessuðum stúlk-
unum mínum“. Ég kvaddi því dyra á
salnum og gekk inn bíspertur. Þarna
voru saman komnar milli 10 og 15 kon-
ur á ýmsum aldri, en þó líklega engin
yfir fimmtugt. Þær voru augsýnilega
rétt komnar, því þær voru ekki byrj-
aðar æfingarnar. Ég gaf mig strax á
tal við þá, sem næst stóð. Hún var ung,
kannski rétt tvítug og hin þokkalegasta,
en orðin all þung á sér.
„Hvernig líka yður æfingarnar?“
„O, bölvanlega.“
„Nú, af hverju eruð þér þá að stunda
þær?“
„Sjáið þér ekki, að ég er ólétt, maður,
eða hvað? Ég er viss um, að þér mynduð
sko ekki vera hér í sprikli, nema þér
væruð óléttur."
Hér er árangurinn af
heimsókn minni á af-
slöppunarnámskeið í
eitt af leikfimihúsum
bæjarins...
14 FALKINN
„Eruð þér komnar langt á leið, ef ég
má spyrja?“
„Alveg nógu langt, ef ég má svara,“
sagði hún og sneri upp á sig.
Þetta var nú meira tryppið, en ég læt
nú ekki slá mig svo auðveldlega út af
laginu. Ég sný mér að annarri, og vel nú
eina um fertugt, sem löngu er hætt að
hugsa um línur og hrukkur, enda ljóm-
ar hún eins og sól í hádegisstað.
„Góða kvöldið, frú mín. Og hvernig
líkar yður nú hér í afslöppunarleikfim-
inni?“
„Alveg prýðilega, væni minn. Ég var
hér líka í fyrra.“
„Hvað segið þér, í fyrra? Og ekki bún-
ar að eiga enn?“ „Svona, væni minn,
ég geng nú ekki með eins lengi og fíll-
inn. Auðvitað átti ég í fyrra, en nú er
ég bara á leiðinni með annað.“
Nú var dömunum skipað að leggjast á
fjóra fætur, en þar sem hún vinkona
mín, sem var hér í fyrra, er svo ræðin
og almennileg, þá vil ég ekki sleppa
henni alveg strax, svo ég leggst á fjóra
fætur við hlið henni og held samtalinu
áfram.
„Eigið þér mörg börn, kona góð?“
„Ja, þetta, sem er áleiðinni, mun vera
það níunda.“
„Ég kalla það nú hreint ekki lítið. Er
ekki erfitt hjá yður að ala svona mörg
börn?“
„Við ætluðum nú ekki að hafa þau
svona mörg í upphafi, en það er nú
svona, við förum svo lítið út og þetta
er nú eina ánægjan hjá manni. Svo er
líka svo reglulega skemmtilegt að koma
hér í æfingarnar. Nú að lokum fer mað-
ur á deildina og hvílir sig vel, fær kon-
fekt meira að segja.“
Nú voru þær vanfæru farnar að gera
æfingar alveg eins og færustu atvinnu-
spriklarar, svo ég varð að gera hlé á
viðtalinu, þar til um hægðist, og sátu
þær nú allar á hækjum sér með hend-
ur á mjöðmum og fannst mér unaður
að líta, hve vel þær héldu jafnvæginu,
eins og þær voru nú líka framþungar
margar. Ég sný mér að einni ungri og
mjög vel frágenginni í framan, þ. e. það
vantaði ekkert nema undirskrift á hök-
una til að málverkið á andliti hennar
væri söluhæft. Hún var ennþá hin
spengilegasta og virtist ekki vera búin
að bera þunga sinn lengi.
„Það sér ekki mikið á yður, kæra
frú.“
„Ég þakka hólið, herra minn. En hvað
haldið þér annars, að ég sé komin langt
á leið?“
„Ja, svona þrjá, fjóra,“ segi ég spek-
ingslegur eins og kvenlæknir.
„Nú skjátlast yður, maður minn, þvi
ég á ekki nema mánuð eftir.“
„Ég á nú bágt með að trúa mínum
eigin eyrum. Eruð þér ekki hræddar
um að barnið verði lítið og veikburða,
þegar það fæðist?“
„Nei, nei, það gerir nú ekkert til. Ég
skal nefnilega segja yður, að mér og
manninum mínum, Jóni Jónssyni, for-
stjóra, þykir ófært að missa marga
mánuði úr samkvæmislífinu út af bévítis
óléttistandi, svo ég fékk lækninn minn
til að kontrólera þungann alveg út í
díteils. Hann setti fóstrið í megrunar-
kúr strax á öðrum mánuði, og við höf-
um ekki misst úr eina einustu frum-
sýningu. Svo setur hann barnið bara
í svona, kassa eða vermireit, þér vitið,
og það vex strax.“
Ég var alveg undrandi á mætti og
klókindum læknavísindanna ásamt
leiklistaráhuga forstjórahjónanna, en
spurði þó í viðbót hina eðlu frú.
„Eigið þér mörg börn?“
„Við eigum eitt fyrir, og þykir mér
það alveg nóg. Þetta hérna var ekkert
nema bévítis óhapp. Það var þegar við
komum af frumsýningunni á, hvað hét
það nú aftur, jú, Engill farðu heim,
held ég. Ég verð ósköp fegin, þegar
þeir geta gert þetta allt í glösum, eins
og þeir eru víst farnir að gera á Italíu.“
Ég þakka nú þessari ágætu frú fyrir
greið svör, og sný mér strax að þeirri
næstu, en nú er orðið hlé á æfingunum
og þær standa saman í hóp og spjalla.
„Hvað eruð þér nú komnar langt á
leið, frú?“
Mér varð ekki ljóst fyrr en ég hafði
sleppt spurningunni, að hér hafði ég
gert hroðalega skyssu, enda stóð ekki
á svarinu.
„Hvers konar ósvífni er þetta í yður,
blaðasnápur? Ég er forstöðukonan hér.
Snautið þér strax út!!“
Ég lét ekki segja mér það tvisvar,
heldur endasentist út, og heyrði á eftir
mér niðurbælda hlátrana í „stúlkun-
um hennar“.
Dagur Anns.