Fálkinn - 08.03.1961, Síða 15
1; m 1 m
i®aiiis
''t&Mr
.... |MMíMM
'.',: '.:V
, •
ma
'mmm
|Af
j||||®
jHH
1 ' \ ■•
■,'■ ■'■■■■■'■ ■.' ,-.■'■''
■ . ; ■ '.•■ ■
Wmmm,
|A
■M ' ■
/V , ■ |
v- -'■"
'■■■■■..' '
■ "’■■
■■,■■■.
i;ö.v,to'' '■"'■'■:.■''.'w,'v-'.' -■■.-'.■■■■MM:
' V'
. V , . ■ V . . . . V V.: , , , : , „,,, ,
V
% sí s| ' > , r i ’ y
■ ■ . ....,,
, ■
./V.f; , rf\.*l.£xA
lilBival
GRlSKA skáldkonan Sappho var uppi um 600 fyrir Krists burð, og
enda þótt sáralítið sé vitað um hana með vissu, hefur spunnizt um
hana sægur af sögum.
Hún var af rikum ættum, en varð að flýja til Sikileyjar um tíma
af pólitískum ástæðum. Seinna settist hún að á eyjunni Lesbos, þar
sem hún safnaði í kringum sig hóp af ungum stúlkum, sem hún var
tengd hlýjum vináttuböndum.
Foreldrar hennar bjuggu í Mytilene á Lesbos, faðir hennar bar
hið fína og erfiða nafn Skamandronymus. Vitað er, að móðir henn-
ar hét Cleis og hún átti þrjá bræður. Tveir þeirra hétu Charaxus
og Larichus.
Bróðirinn Charaxus tók sér ferð á hendur til Egyptalands, og
þegar hann sneri þaðan aftur, hafði hann keypt sér léttúðardrós í
hinu framandi landi. — Nafn hennar var Doricha. Sappho orti ljóð,
þar sem hún ávítaði bróður sinn fyrir þetta tiltæki.
En ljóð Sapphos fjalla að öðru leyti meira um vini hennar og vin-
konur en fjölskyldu hennar.
ÁSTARLJÓÐ
Ljóð Sapphos einkennast af næmri tilfinningu og sterkri þjáningu,
og enda þótt aðeins fá þeirra hafi varðveitzt, leynir sér ekki snilld
hennar. Ljóðin eru enn fremur sönnun þess, hversu grískar konur
voru á þessum tíma frjálsar og sjálfstæðar. Ef bornar eru saman að-
stæðurnar fyrr og síðar, er það í rauninni ævintýralegt, að ung stúlka
skyldi leyfa sér að yrkja ástarljóð af þessu tagi. Síðar, þegar grísk-
ar konur urðu ófrjálsari, mættu ljóð hennar megnri andúð, og það
var á þessum tíma, sem ýmsar miður fagrar sögur um hana voru
breiddar út.
Menn misskildu samband hennar við stúlkurnar, sem hún hafði
í kringum sig. Þess vegna þýðir „lesbísk ást“ nú kynvilla hjá konum.
Það var engin ástæða til þess að saka Sappho um neitt því líkt,
þar sem eitt af ljóðum hennar fjallar um unnusta hennar, karlmann
að nafni Phaon.
Þegar hann endurgalt ekki ást hennar varð hún örvingluð af
harmi og svipti sig lífi með því að fleygja sér í hafið fram af kletti
á Leukas. Þessi eyja, sem heyrir til hinum jónísku eyjum, er enn
þann dag í dag staður, þar sem ferðamenn koma hópum saman og
skoða klettinn, sem Sappho steypti sér fram af. Sumir fræðimenn
draga raunar sannleiksgildi þessarar sögu í efa.
Um þessar mundir er verið að taka kvikmynd um líf Shappo.
Það er ameríska kvikmyndaleikkonan og fegurðardísin Tina Louise,
Framh. á bls. 31.
Þannig lítur Sappho út í hinni nýju ítölsku mynd „Venus frá
Lesbos“. (Myndin hér til hægri). Hún er leikin af kvikmynda-
leikkonunni Tina Louise, sem hefur verið kölluð fegursta rauð-
hærða kona heims. En í rauninni leit hin gríska skáldkona ef
til vill út eins og litla myndiú hér að ofan sýnir. Hún er máluð
á grískan vasa. Sappho var að sögn lítil og dökkhærð og ekki
sérlega falleg.