Fálkinn


Fálkinn - 08.03.1961, Blaðsíða 20

Fálkinn - 08.03.1961, Blaðsíða 20
Hann var farinn og hún stóð eftir með skammbyssuna í hendinni. Hún lagði hana í töskuna sína, eins og hann hafði sagt henni að gera. Loks þótti henni vænt um að gera eins og hann sagði. Dennissonshjónin, Stewart, Bern og Kata stóðu á flugvellinum. Freda mas- aði og var kát. Kötu fannst hún óeðli- lega kát. Og yfirleitt fannst henni enginn þarna vera eins og hann átti að sér. Hvað gat komið til þess? Var það kvíðinn við að tilraunirnar tækist ekki vel? Nei, það hlaut að vera eitthvað annað — eitthvað sem kannski var ennþá verra. — Við skulum sitja fremst — bak við flugmanninn, sagði Bern. — Æ; nei, Bern, mér líður illa ef ég sit framarlega. Ég vil heldur sitja aftast. — Ekki varstu neitt hrædd þegar við flugum frá Evrópu, sagði Bern. Hún reyndi að brosa. — Nei, ég reyndi að leika eins vel og ég gat! En ég segi þér satt, að ég er hrædd. Lofaðu mér að setjast aftast. Allir höfðu fengið sér sæti og dyrun- um var læst. Adrian lét flugvélina bruna út á völlinn. Rodney Dennison gekk inn ganginn og inn í flugmannaklefann. Kata heyrði að hann hafði hátt — þeir virtust vera að rífast þarna inni, þegar vélin létti allt í einu. Rodney kom aftur í sæti sitt hjá Fredu. Kötu sýndist hann vera órólegur — og meira en það. Hann sneri sér að Bern: — Varaflugstjórinn er nýr. Gunt- er varð skyndilega veikur. En hvers vegna í ósköpunum hefur enginn sagt okkur það? Stewart hallað sér nær þeim og sagði: — Ég vissi af því. Sullivan sagði mér það á síðustu stundu, en hann segist geta ábyrgzt manninn. Rodney hristi höfuðið og sagði drunga- lega: — Mér líkar þetta ekki! Kötu fannst andrúmsloftið vera orðið enn hættulegra. Hún sneri sér að Bern. — Hvað er eiginlega að gerast hérna? spurði hún. — Ekkert, svaraði hann. — Ekkert, sem ekki er hægt að laga. Hún hvíslaði: — Ég skil þetta ekki .. . Hann tók um höndina á henni: — Hvíldu þig, Kata. Nú er framtíð þín í mínum höndum — allt líf þitt er í mín- um höndum. Hann teygði sig til Stewarts og sagði: — Það verða vonandi ekki vandræði út af nýja flugmanninum, þegar við breytum stefnu? — Sullivan ábyrgist hann, sagði Stew- art aftur. — Hvað sem öðru líður, var orðið of seint að breyta því þegar ég fékk að vita um það. Og ef hann kynni að reyna einhverjar brellur, er hann einn á móti okkur öllum. Það er eng- inn vandi að ráða við hann .... Stewart glotti um leið og hann sagði þetta. Kötu hafði aldrei líkað brosið hans. En nú þótti henni það viðbjóðslegt. Henni var allt í einu ljóst, að ekki væri allt með felldu þarna. Einhvers konar ráðabrugg hafði verið haft í frammi — og þau stóðu öll að því. Hún var sú eina, sem ekkert vissi. Henni varð litið á Bern og fannst allt í einu að þetta væri ger- ókunnur maður. Þarna sat hann eins og köttur, sem bíður eftir bráð — það vottaði ekki fyrir venjulega alúðarsvipn- um á honum. Henni fannst tíminn standa kyrr. Kata hafði enga hugmynd um hve lengi þau höfðu verið á flugi. Henni var erfitt um andardráttinn. Rodney sat í sætinu fyrir framan þau. Hann var að rýna í uppdrætti og leit á úrið sitt við, og við. — Nú er víst mál til komið að taka stefnuna í norð- ur, sagði hann. — Ég skrepp fram í og athuga hvort allt er eins og það á að vera, sagði hann svo. Kata gat ekki varizt, að reka upp vein, þegar hún sá hann taka skamm- byssuna upp úr jakkavasanum. Hún vissi ekki hvað var sagt eða gert fram í, hjá flugmönnunum. En allt í einu heyrði hún að Bern rak upp öskur, og nú komst allt í uppnám í flugvélinni. Út úr skýj- um komu margar flugvélar, sem stefndu að þeim. Kötu fannst þau vera umkringd af þotum. Rodney kom aftur, náfölur. — Þeir eru að elta okkur, sagði hann. — Þeir hafa sent skipanir um að við fljúgum beint til Kangaroo Fields. Þeir ætla að fylgjast með okkur þangað. Stewart stóð upp og hrópaði: — Segðu Sullivan að auka hraðann, kannske við komumst fram hjá þeim. — Já, sagði Bern hás. — Við verðum að hætta á það. — Þetta er blátt áfram sjálfsmorð! hrópaði Rodney. — Við verðum skotnir niður að vörmu spori! Og nú fóru þoturnar að skjóta, eins og til að undirstrika það, sem hann hafði sagt. Þetta voru auðsjáanlega aðvörun- arskot, því að þau fóru talsvert langt frá markinu. — Það verður verra en sjálfsmorð, ef við verðum handteknir með öll skjölin á okkur — það kostar okkur lífið Hka — og við deyjum sem föðurlandssvik- arar! sagði Bern hryssingslega. — Það er betra að láta skjóta flugvélina nið- ur en taka hinn kostinn. Kata gat varla trúað, að það væri Bern, sem var að tala. Hann var ekki aðeins eins og ókunnugur maður, hann var fjandmaður, landráðamaður. Hvern- ig hafði hún getað látið leika svona á sig? Bern hlaut að vera tvær gerólíkar persónur — annars vegar hin frægi vís- indamaður, alúðlegur og nærgætinn. Hinn var hættulegur ofstækismaður. Henni var allt í einu Ijóst, að ekki væri allt með feildu þarna. Einhvers konar ráðabrugg hafði verið haft í frammi — og þau stóðu öli að því. Hiín var sú eina, sem ekkert vissi. 20 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.