Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1961, Síða 18

Fálkinn - 13.12.1961, Síða 18
I. Frásagnir af sakamálum liðinna tíma eru mörgum eftirsótt lesefni er áhuga hafa og ánægju af þjóðlegum fróðleik. Er því enda svo varið, að slíkar frásagn- ir hafa oft að geyma glöggar þverskurð- armyndir úr lífi, sögu og menningar- ástandi sinna tíma, eru eins konar spegill aldarfarsins. Öðrum þræði fer auk þess ekki hjá því, að það snerti mannlega strengi, stundum viðkvæma, að lesa eða hugsa um þetta umkomu- litla fólk, sem oft fyrir litlar sakir eða tilverknað hefir lent undir Svörtuloft- um ógæfu og þungra örlaga. Mál það, sem hér verður rætt um, er að ýmsu leyti sérstætt í íslenzkri réttarfarssögu. Ber það einkum til, að í máli þessu var á óhugnanlegan hátt brugðið út af réttum og viðurkenndum reglum, sem fylgt var hér á landi um meðferð slíkra mála, enda varð það með nokkrum hætti bitbein innlendra og danskra yfirvalda, og má segja að þau átök hafi síðan ráðið úrslitum um örlög sakbornings. i) í sjálfu sér var málið þó ekki ýkja alvarlegs eðlis, a. m. k. á nútímavísu: Ung stúlka vinn- ur (vafasaman) eið, að hún sé óspjöll- uð af karlmanns völdum, á síðan barn, ef til vill eða sennilega í meinum, en neitar að upplýsa faðernið, þar eð hún telur sig einskis karlmanns hafa kennt. En á þessum tíma grúfði ógn- þrunginn skuggi Stóradóms yfir landi, og margt það, sem nú er tiltölulega sak- laus ástamál, voru þá talin sifjaspell og þar með undankomulítið líflátssak- ir. Enda fór það svo, eftir margra ára þóf, að leið stúlkunnar lá að síðustu til Drekkingarhylsins á Þingvöllum, þar sem líkur sögu þessari. En það er ekki fyrst og fremst frá hinni réttarfarslegu hlið, heldur hinni „mannlegu", ef svo má að orði komast, sem mál þetta er tvírætt óljóst og dularfuilt. Til dæmis, hvers vegna fór stúlkan að vinna eið? Hvað vakti fyrir 1) Um hina réttarfarslegu hlið málsins hefur dr. Einar Arnórsson skrifað all ítarlega, (,,Saga“), ennfr. próf. Guðbrandur Jónsson í „Sjö dauða- syndir“. henni, og/eða hver stóð þar að baki? Hvaða samband var milli stúlkunnar og háyfirvalda Norðurlands, lögmanns og jafnvel biskups? Hver eða hverjir stóðu að eða áttu frumkvæðið að þeirri staðhæfingu hennar, að hún hefði aldrei kennt karlmanns? Eða trúði hún því í raun og veru sjálf? Hvað um systurmann hennar, og þeirra sam- band? Og gat ekki verið fleirum til að dreifa? Og hvað um hinn eftirminni- lega flótta af Vallalaugarþingi og hina misheppnuðu eftirreið Skagfirðinga? Og svo framvegis. Nú er ekki annað hægt, en að dást að stúlkunni, öðrum þræði, staðfestu hennar í raun og þrengingu, því fremur, sem ekki verð- ur varist þeirri hugsun, að hún hafi ver- ið að halda hlífiskildi yfir einhverjum, enda þótt henni mætti reyndar vera ljóst, að það kæmi í engan stað niður hvað hana sjálfa snerti. Nema að hún hafi verið látin trúa því, að henni yrði með einhverjum hætti bjargað sem svo ekki reyndist unnt, þegar á reyndi. Gefur þetta málinu „angurværan blæ“, eins og próf. Guðbr. Jónsson komst að orði í grein sinni. II. Aður en ég fer að rekja atvik og að- draganda málsins, eftir heimildum þeim, sem tiltækar eru, vil ég leiðrétta þann algenga misskilning, að réttarfar á Islandi á umliðnum öldum hafi verið sérstaklega frumstætt og mannúðar- laust. Sannleikurinn er sá, að réttarfar hér á landi mun yfirleitt hafa verið fullkomnara en meðal nágrannaþjóð- anna, og betur séð fyrir öryggi sak- borninga. Hér var t. d. mönnum ekki haldið í fangelsi án dóms og laga, kannski árum saman, eins og algengt var (og er) erlendis. Hér var sakborn- ingum í öllum meiri háttar málum séð fyrir verjendum, sem yfirleitt voru valdir meðal manna, sem að kvað í Þjóðfélaginu. Hér voru dómar fjölskip- aðir, ef um líflátsmál var að ræða eða önnur slík stórmæli. Og hér á landi tíðkaðist alls ekki, m. a. s. ekki í galdra- brennumálum að beitt væri líkamleg- um pindingum í sambandi við rann- sókn mála, og er mál það, sem hér um ræðir þar alger undantekning. En þótt við værum þannig að sumu leyti á undan öðrum þjóðum á réttar- farssviðinu, þá var hér eins og þar, að refsingar voru oft mjög harðar og ó- mannúðlegar. Líflátshegning var t. d. mikið við höfð, en það var í samræmi við tíðarandann hér í álfu, og reyndar trúaratriði nánast, þar sem harðar refs- ingar hér í lífi áttu að vera mönnum sáluhjálparlega til framdráttar, (eða öllu heldur frádráttar), þegar yfir um kæmi. Samkvæmt Stóradómi svokölluðum, sem nú var tiltölulega nýverið genginn í gildi, voru refsingar mjög harðar, sér- staklega þó fyrir sifjaspell. Einhverju kann að hafa um ráðið, þá illræmdu lagasetningu, að vegna lélegs húsnæðis- ástands í landinu var það algengast, að fólk á bæjum svæfi í einu fleti að kalla, (og nakið, sem hefir verið ísl. siður gegnum aldirnar), og var því hætt við, að út af brygði um skírlífið. E.t.v. er það að einhverju leyti Stóradómi að þakka, að íslendingar hafa jafnan hald- ið hærra siðferðisstigi en aðrar einangr- aðar þjóðir, sbr. t. d. Grænlendingar. Eftirtektarvert er hinsvegar, að fram- kvæmd Stóradóms hefir greinilega komið harðar niður á kvenkyninu held- ur en karlmönnum,1 i)) auk þess sem þeir höfðu miklu frekar tök á að komast undan, leggjast út eða komast í dugg- ur, eins og algengt var. Annars verður ekki beinlínis sagt, að manngreinarálit hafi miklu um ráðið framkvæmd Stóra- dóms, og er mál það, sem hér verður rakið gott dæmi þar um. Stúlka sú, sem í hlut átti, var að einhverjum mestu ættum norðanlands. En þrátt fyrir bein- an og óbeinan stuðning voldugra frænda og vildarmanna, varð henni samt ekki bjargað frá grimmilegum ör- lögum Að vísu kom það til, að hinir i) Sbr. t.d. Þór Vídalín, bróður meist. Jóns, hann átti barn með þjónustustúlku sinni, var henni síðan drekkt, en hann slapp óátalið. Hallur harði, sem með sýsluvöld fór í Eyjafjarðarsýslu vildi fá frænku sína fyrir ráðskonu. Hún átti hinsvegar barn með syni hans og fór hann þá til og drekkti stúlkunni, og var hún þó enn ekki orðin heil eftir barnsburðinn, etc. Frásögn af harmleik frá 17. öld eftir SIGURÐ ÓLASON lögfræðing 16 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.