Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1961, Blaðsíða 30

Fálkinn - 13.12.1961, Blaðsíða 30
b a I d u r Stúlkan byltist í svefnrofunum. Hún færði hendurnar undir sængina og strauk þeim ofanfrá bringspölun- um niður undir lífbeinið og fann það hreyfast innaní sér. Hún velti sér á hliðina og horfði á daufan bjarma vetrarsólarinnar lýsa gosdrykkjarflösku sem stóð í glugg- anum. Jarpt hárið rann útaf brún- inni á legubekknum þegar hún hreyfði sig. Miðinn á flöskunni var 4 rauðgulur með mynd af þversneiddri appelsínu sem sólin lýsti gegnum og safa sem draup niðurí glas. Stúlkan lokaði augunum og hlust- aði á húsið vakna. Það var jóladagsmorgunn. Ibúinn í næsta herbergi opnaði við- tækið. Séra Unndór var að flytja boðskapinn að yður er í dag frelsari fæddur. Orðin sveifluðust gegnum vegginn. Séra Unndór boðaði fagnað- arerindið með löngum og djúpum á- herzlum. Stúlkan lagði höfuðið í olnboga- bótina. Börn frændkonu hennar voru farin að hlaupa um stigann. Hún hafði keypt handa þeim smágjafir og fengið móður þeirra um leið og hún fór að heimsækja stelpurnar í kexinu á aðfangadag. Frændkona hennar vildi gjarnan hafa félagsskap um kvöldið en hún ætlaði vesturí bæ og sagði frændkonu sinni það. Stelpurnar í kexinu höfðu slegið saman í vermund til að hressa sig á jólakvöldið. Þær leigðu saman tvær í kjallara í vesturbænum. Stelpurn- ar skáru hangikét ofaná brauð og sögðu henni að gera svo vel. Þær voru allar úr sveit. Hinar stelpurnar í kexinu voru úr bænum. Þær mynd- uðu klíkur útaffyrir sig og forðuðust sveitapíur. Stelpurnar úr sveitinni létu sem þeim stæði á sama en tömdu sér bæjarbrag til að vera hlutgengar. Þær stífðu hangikétið og sögðu klíkan mætt og drukku vermundinn til að vera bæjarmanneskjur. Hún varð fálát þegar þær spurðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.