Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1961, Blaðsíða 53

Fálkinn - 13.12.1961, Blaðsíða 53
Pabbi spurði hvers konar lím þetta eiginlega væri. Magga sagði, að hann hefði ‘sjálfur keypt það. Mamma sagðist halda, að einhver hefði verið að koma með kvöldblaðið. Pabbi sagði, að í rauninni væru trén fallegust nakin og auðvelt væri að ofhlaða þau skrauti. Það yrði ef til vill nógur tími næsta ár til þess að búa til jólatréspoka. Og svo settist hann niður og fór að lesa kvöldblaðið. 24. desember. Ég varð að rétta jólatréð á stallinum rétt áður en gest- irnir byrjuðu að 'koma. Ég veit ekki, hvort það voru barrnál- ar eða lím, sem festist við hendurnar á mér, en ég varð fastur við hönd Ragnheiðar Martinsen, þegar hún kom og heilsaði mér. Það var við- bjóðslegt, enda þótt ég kæri mig kollóttan um, hvað Ragn- heiði finnst eða hugsar. Allir dáðust að trénu, en Pétur frændi þurfti endilega að láta ljós sitt skína og sagði, að sér fyndist tréð vera falli næst. Ragnheiður hló ógurlega að þessu, meðan frú Martinsen, Guðný frænka og mamma, sem höfðu ekki heyrt, hvað ' Pétur frændi sagði, voru barnalega sammála um, að allt væri dásamlegt, svo lengi sem æskan gæti hlegið. Allt í einu hljóp mamma að glugganum og opnaði hann og við hlustuðum á kirkjuklukk- urnar eins lengi og gigtin í honum Sören frænda leyfði. Á eftir gengum við kringum jólatréð, fyrst einn hring og svo aftur til baka til þess að okkur færi ekki að svima við að ganga alltaf sama hring- inn. En svo fór að okkur tók að svima við það að vera allt- af að skipta um hring. Pétur og Ragnheiður gengu hlið við hlið og Pétur gretti sig allan til þess að sýna, að hann væri upp úr því vaxinn að ganga í kringum jólatré og hann gerði það aðeins vegna hinna. En auðvitað var hann ekki of gamall til þess að taka á móti jólagjöfum, annars hefði hann ekki verið svo áfjáður í, að farið væri að deila þeim niður. Það kom í ljós, að við höfðum mismunandi venjur á því að deila þeim niður. Mart- insen fjölskyldan var vön því, að einn væri fyrir utan stofu- dyrnar með gjafirnar og kast- aði þeim síðan inn í stofuna til þess, sem átti að fá, en hann varð aftur á móti að reyna að grípa hana í loft- inu. Og þegar frú Martinsen sagði, að sér fyndist engin jól vera, nema gjöfunum væri út- deilt þannig fannst mömmu og pabba, að þau yrðu að lúta í lægra haldi fyrir því. En ég sá á andlitum Guðnýjar frænku og Sörens, að þeim fyndist engin almennileg jól vera, nema Pétur fengi að skríða undir tréð og róta í gjafapökkunum og hrópa upp, hvað stæði á merkimiðunum. En um það, sem við værum vön að gera, spurði enginn. Svo fór Martinsen út í for- stofuna og byrjaði að kasta. Pabbi var næstum þvf sprung inn af monti, þegar honum tókst að grípa pakkann sinn á síðasta augnabliki. Það var annars gott að honum tókst svo vel, því að þetta var bréfapressa úr níðþungum steini. Mamma byrjaði að færa vasa og lampa út fyrir hættusvæðið. Lóð eitt þungt til að setja ofan á pott- hlemma, gjöf frá Ragnheiði til mömmu hennar, flaug með ógnar hraða í nokkra milli- metra fjarlægð frá speglinum, unz það hafnaði í sófapúða. Allt fór nú samt sem áður vel, þangað til Martinsen hrópaði: „Frá Bamba til Kis Kis“, og svo þeytti hann ein- hverju inn, sem enginn virt- ist vilja grípa. En undireins og 12 egg lágu í einni heljar- köku á gólfinu, rann það upp fyrir Guðnýju frænku, að það var hún, sem var Kis-kis. Það er ekki svo sjaldan, sem Sören frændi kallar hana þessu nafni, þegar öllu er á botninn hvolft. En þá kom pabba skyndilega í hug, að hann ætlaði að gefa mömmu glerkönnu og hann varð grip- inn ofsahræðslu. Þannig at- vikaðist það, að menn tóku aftur upp aðferð okkar. En hún var ekki líkt því eins spennandi og aðferð Martin- sens. En rétt verður að vera rétt. Þegar við höfðum lokið við að borða, vissum við ekki, hvað við ættum að taka okk- ur fyrir hendur en við áttum bráðlega að fara að borða aftur, svo að vandamálið virtist ekki ýkja erfitt viður- eignar. Við áttum að fá ábæti og við unglingarnir urðum að sitja afsíðis við borðið í horn- inu á stofunni. Magga veif- aði leyndardómsfuil á svip í mig og sagðist hafa fengið OSTUR FÁLKINN 51 SNORRABRAUT SA ■ REYK3AVIK • SÍMI: 10020
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.